Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 22
12 LÆKNABLAÐIÐ Heilbrigðismálin í Reykjavík ~^lnna& Svar ti( t)3a(clnrs JJohnsen. (Sjá grein hans nr. 2 í 8.—10. tbl. Lknbl. 1949). Baldur Johnsen byrjar grein sína með því að endurtaka j)á kröfu sína, að í nýjum lögum sé beinlínis tekið fram, „bvaða eldri lög eða lagapartar féllu úr gildi við gildistöku“ nýju lag- anna. Eg liefi bent á, að lög- fræðingar (o. þ. á m. prófess- orar í lögum) halda hinu fram að þetta sé engan veginn nauð- synlegt, né beldur alltaf gert. En „ég þarf enga lögfræðilega aðstoð við þetta“, segir B.J., sem er einn af þeim hamingju- sömu, sem ekki þurfa að spyrja aðra um hlutina. „Hverjum heilvita manni má vera ljóst, hve þýðingarmikið þetta er, til að komast hjá óþarfa deilum og málaferlum“, segir B. J. enn- fremur. En ef gleymt yrði, þrátt fyrir alla varkárni, að telja upp og „ógilda“ eitthvert atriði í ein- hverjum gömlum lögum, sem færi í bága við nýju lögin. Gæti B.J. Þá, „án lögfræðilegrar að- stoðar“ sagt, hvor lögin mættu sín meir? B.J. segir mig hafa sagt, að j)að hafi tekið ár að finna sér- fræðing til að leggja blessun sína yfir margumi'ætt friimv. Hvar B.J. finnur jxetta í grein minni (6.-7. tbl. Lknbl. 1948) er mér lxulin gáta, Margar við- ræður um eliii friimvarpsins höfðu að sjálfsögðu farið fram við landlækni og héraðslækninn í Reykjavík, og það var einmitt dráttur á umsögn hins síðar- nefnda séi'fræðings um þetta el'ni, sem olli því, að frunxvarp- ið tafðist frá einu þingtímabili til annai’s. B.J. álítur, að bæjar- í’áð Reykjavíkur liafi átt að fá séi', auk nefndi’a lækna, tvo aðra embættislækna, trygging- aryfirlækni og herklayfirlækni, og ennfremur læknadeild Há- skólans lil aðstoðar við sarnn- ingu frximvarpsins. Bæjari’áðið hcfur sjálfsagt átt ei'fitt með að sjá, að tryggingaryfii’læknirinn og berklayfirlæknii’inn — sem slíkir — þyrftu „að koma hér nálægt“, og það mun varla vera venja að snúa sér til læknadeild- ar Háskólans íxxeð sanxningu lagafrumvarps sem þessa! En hvei’s vegna er B.J. að telja upp þessa „aðila“? Er hann að í’eyna að telja lesendum Lækna- blaðsins trú um, að allir „aðil- ai’nii’“, t. d. læknadeildin, hafi vei’ið frumvai’pinu andvígir? Og með hvei’jum rétti gerir hann það? Læknadeildin hefur að vonunx ekki í’ætt það nxál. Þá vitnar B. J. í setningu í gx’ein minni þannig: „Frum-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.