Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 3 Röntgenstofunnar vænkaðist mjög, er hún flutti í hús Nathan & Olsens, en þar tók hún til starfa í jan. 1918. Fyrstu árin var aðaláherzlan lögð á röntgen- skoðun, en sérstök vél til röntgenlækninga var sett upp í júní 1919. Síðar (1921) komu l)Ogaljós, og má þá segja, að komin hafi verið upp fullkomin röntgen- og ljóslækningadeild. Vafalítið má telja, að rönt- genstörf hafi hafizt hér á landi vonum fyrr. Fyrstu árin eftir aldamótin var notkun röntgen- tækja mjög á tilraunastigi, sí- felldar breytingar og endurbæt- ur, svo að erfitt hefði verið að fylgjast með því af fjárhags- ástæðum. Þegar Röntgenstofn- unin tók til starfa (1914) sýndi sig hrátt að hún fékk töluvert að starfa, þrátt fyrir erfið vinnuskilyrði. Auk gegnlýsinga og myndatöku, var einnig unn- ið að röntgenlækningum með sama tæki, þ. e. aðallega grunn- geislanir við húðsjúkdóma, þótt geislun væri einnig beitt við lymphadenit. tuh. og tum- ora. — Dr. Claessen var stórhuga og framsækinn. Hann sá að þörf var fyrir stærri og hetri vélar, en þar var við ramman reip að draga, — húsnæðisleysi, raf- magnsvandræði og fjárskort. Það liðu því nokkur ár, áður en stofnunin eignaðist sérstök geislalækningatæki, og fengust þau fyrir sérstaka lagni dr. Claessens, að koma áhugamál- um sínum fram. Honum var sýnna um það en flestum öðrum að útvega nauðsynleg tæki og endurbæta það sem úrelt var orðið. Það var happ að það féll í hans hlut að koma fótum undir röntgenfræðina hér á landi. Nýjar greinar vísindanna í læknisfræði, sem á öðrum sviðum, eiga alla jafna erfitt uppdráttar, og því mikið komið undir mannvalinu í byrjun. Dr. Claessen hefir ætíð kappkostað að Röntgendeildin stæði ekki að haki liliðstæðum stofnunum er- lendis, og liefir honum tekizt það. Röntgentæki eru dýr, og því erfitt að fygjast með kröf- um tímans. Hins vegar er nú svo komið að hver dugandi og sannleiksleitandi læknir lætur sér ekki nægja annað en það hezta í röntgenþjónustu, og er það ómetanlegur hagur fyrir þá, sem vinna störfin. A síðustu árum hefir töluvert verið aukið við vélaútbúnað röntgendeildarinnar. I undir- búningi er að afla enn nýrra tækja til röntgenskoðana, öfl- ugri en þeirra, sem fyrir eru (þrífasa tæki), og höfum við þar notið framsýni dr. Claes- sens. 1 byrjun þótti húsrými deildarinnar ríflegt, en fer þó að verða af skornum skammti, vegna þess hve þróunin hefir verið ör í röntgentækni. Nú er aðeins eitt röntgenlækningatæki til í landinu, en það er ékki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.