Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ
9
bæði í ræðu og riti. Hann hafði
tekið að erfðum þann hæfileika
íslenzkra forfeðra sinna, að fela
mikla vizku og reynslu í stuttu
máli, og oft lífgaði hann frá-
sögn sína um alvarleg efni með
hógværri kímni. Málakunnátta
hans var undraverð og honum
var mjög létt um að láta í ljós
hugsanir sínar á framandi tung-
um. Auk móðurmáls síns, tal-
aði hann og ritaði leikandi
dönsku, sænsku, ensku, þýzku
og l'rönsku.
Eftir 1941 þjáðist Claessen af
asthma, sem hann fékk í svæsn-
um köstum. 1 veikindaköflum
sínum, sem oft gátu staðið mán-
uðum saman, var hann ekki fær
um að sinna spítalastörl'um, en
notaði þá málakunnáttu sína
til þess að þýða á íslenzku
nokkrar erlendar bækur um
alþýðlega læknisfræði eða önn-
ur fræðandi efni.
Með aðstoð Dr. McLaren frá
London, er á stríðsárunum var í
þjónustu brezka setuliðsins á
Isl., undirbjó Claessen enska út-
gáfu kennslubókar sinnar í
röntgenfræðum (Diagnostic
Radiology for Practioners and
Students), sem hann lauk og
jók við síðustu nýjungum í
röntgenfræðum, áður en hann
féll frá.
Til þess að meta Gunnlaug
Claessen réttilega, verður að
skoða störf hans í ljósi fram-
farabaráttu íslenzku þjóðarinn-
ar, sem hann helgaði æfistarf
sitt. Hann vann störf sín á þeim
tíma, er ættland hans átti í
hcitastri baráttu að rífa sig upp
úr kyrrstöðu tímabili og öðlast
l'járhagslegt og stjórnarfarslegt
sjálfstæði.
Það féll í hlut Claessens, að
byggja upp frá grunni röntgen-
fræðina á Islandi, og þetta
framkvæmdi hann á slíkan
hátt, að röntgenstofnun lians
varð máttarstoð í islenzkri
læknisfræði og hann sjálfur
varð fyrirmynd allra annarra
röntgenfræðinga á Norðurlönd-
um. Hann tók einnig þátt í því
með mikluin áhuga og árangri,
að byggja upp nokkrar aðrar
greinar nútíma læknisfræði á
Islandi.
A margan hátt var hann
fræðari þjóðar sinnar. Það fer
ekki hjá því að lífsferill hans
og brautryðjanda starf, minni
oss á frásagnir úr íslenzku
fornritunum.
Gunnlaugur Claessen var
mikilhæf og heillandi persóna.
Hinn karlmannlegi og hlýji
hugur hans vann vináttu vora,
og vér dáðum starf hans.
(Próf. Forsell þakkar að lok-
uin Dr. G. Fr. Petersen fyrir
upplýsingar um ritstörf Claes-
sens á islenzku, og Önnu La
Cour, fædd Claessen, fyrir vitn-
eskju um æviatriði föður liennar
og aðstoð við þýðingu minning-
argreinarinnar á ensku).