Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 13 varpinu var ekki ætlað að taka af héraðslækni nein embættis- störf“. B.J. gleymdi að taka fram, að á eftir þessu kom komma, og setningin hélt þann- ig áfram: „a. m. k. ekki svo teljandi sé, heldur aðeins valdið til að framkvæma heilbrigðis- eftirlitið“. B.J. hefði mátt halda áfram að citera og bæta við: „Lagt var til að heilbrigðisfull- trúinn, embættisgengur læknir, fengi fullt vald til að fram- kvæma það eftirlit, sem hann, lögum samkvæmt, á að inna af hendi, en í lögum um heil- brigðisnefndir og heilbrigðis- samþykktir, íVá 12. febr. 1940, eru skýr ákvæði um starfssvið heilbrigðisfulltrúa“. B. J. er svo hugulsamur að taka þessi' ákvæði laganna upp í lok grein- ar sinnar og sannar um leið, að störf þau, sem frumvarpið fjallaði um, eru „embættisstörf" heilbrigðisfulltrúans en ekki héraðslæknisins, sem aðeins á að hafa eftirlit með, að heil- brigðisfulltrúinn inni þau vel af hendi. B. J. rökræðir þetta og seg- ir: „héraðslæknir átti ekki lengur að hafa nein afskipti af málum þeim, sem heilbrigðis- nefnd fjallar um, nema að þvi er snertir aðstoð við sóttvarn- ir“. En í næstu málsgrein á eftir segir B. .1. réttilcga, að héraðslæknirinn eigi, skv. frumvarpinu, að eiga (fast) sæti í heilbrigðisnefnd! Ætli að meiningin með þessu ákvæði í frumvarpinu sé ekki einmitt sú, að héraðslæknirinn eigi að hafa bein afskipti af öllum þeim málum, sem heilbrigðis- nefnd fjallar um? Heilbrigðisstarfsmenn Reykjavíkurbæjar yrðu skv, frumvarpinu algjörlega óháðir heilbrigðisstjórninni í landinu, segir B. J. Hann ber hér eins og víðar höfðinu við steininn, og ég hið lesendurna velvirðing- ar á, að ég þarf cnn að vísa til fyrri greinar minnar, en þar stendur: „Um skyldur land- læknis í þessu efni segir 3. gr. laga nr. 44, 1932: „ . . Hann hefur eftirlit með öllum lækn- um og heilbrigðisstarfsmönnum í landinu, en einkum héraðs- læknum og öðrum opinberum heilbrigðisstarfsmönnum“. Let- urbreyting mín). Ef eftirlit landlæknis með borgarlækni er skv. þessum lagaákvæðum að- eins „óbeint“, eins og B. .1. vill vera láta, þá gildir það svo sannarlega einriig um eftirlit landlæknis með héraðslæknun- um, þar eð þeir og borgarlækn- ir eru í sama bási. — Þar eð ennfremur héraðslækninum í Beykjavík ber, sem meðlimi heilbrigðisnefndar, sérstök skylda til að líta eftir borgar- lækninum, en hann er starfs- maður nefndarinnar, táknar eftirlit þessara tveggja embætt- islækna með borgarlækninum naumast fullkomið öryggis-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.