Bændablaðið - 03.10.2013, Síða 1

Bændablaðið - 03.10.2013, Síða 1
19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Sauðfé á Íslandi hefur fækkað um ríflega 350 þúsund á rúmlega þrjátíu árum, frá 1980, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hrossum hefur aftur á móti fjölgað um 25 þúsund á sama tímabili og nautgripum hefur fjölgað um nærri 11.500. Íslendingar álíka margir og hænurnar í landinu Alifuglar eru hins vegar álíka margir nú og árið 1980, um 322 þúsund. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um nærri 95 þúsund, úr 226.948 árið 1980 í 321.857 í janúar 2013, sem er þá svipaður fjöldi og hænsnastofninn í landinu. Þá hefur svínastofninn tvöfaldast og hefur gyltum og göltum fjölgað úr 1.553 dýrum árið 1980 í 3.643 dýr í fyrra. Á árinu 1980 taldist sauðfé á Íslandi vera samtals 827.927, en fækkaði mikið fram til 1990 þegar talan var komin í 548.508. Sauðfé hélt enn áfram að fækka fram til ársins 2000, eða í 465.777. Síðan hefur fjöldinn haldist nokkuð í horfinu en með einhverjum sveiflum á milli ára. Þannig var sauðfé 479.841 í árslok 2010. Samkvæmt nýjustu tölum sem nú liggja fyrir frá Matvælastofnun (MAST) fyrir árið 2012 var sauðfé í fyrra 476.262 talsins. Það er ríflega 350 þúsund færra en árið 1980. Hrossastofninn stækkaði um þriðjung Þróunin hefur verið þveröfug hvað hrossaeign varðar, en mesta stökkið var á milli áranna 1980 til 1990. Þá fjölgaði hrossum úr 52.346 í 71.693. Síðan hefur heldur fjölgað í stofninum og voru 77.380 hross á Íslandi árið 2012, eða um 25 þúsund fleiri en árið 1980. Undanfarin misseri hafa verið talsvert háværar raddir meðal forystumanna í hrossarækt um að nauðsynlegt væri að fækka verulega í stofninum. Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón Búfé á Íslandi samkvæmt tölum Matvælastofnunar var samtal 991.258 á árinu 2012 til 2013. Þar af var sauðfé flest, samtals 476.262. Þar á eftir komu alifuglar að með- töldum varphænsnum, sem voru 322.021 talsins. Hross voru eins og fyrrr segir 77.380 talsins og nautgripir töldust vera samtals 71.513. Auk þessa voru 40.439 loðdýr og samkvæmt sam- tölum MAST voru samtals 26.110 svín í landinu að öllum grísum með- töldum. Flestir nautgripir á Suðurlandi Suðurland ber höfuð og herðar yfir aðra landshluta í nautgriparæktinni. Þar voru samkvæmt tölum MAST. samtals 27.677 nautgripir í fyrra, þar af 9.345 mjólkurkýr. Norðurland vestra er stærst í sauðfárræktinni Þegar litið er á sauðfjárræktina er Norðurland vestra langmesta sauð- fjárræktarsvæði landsins og telst sauðfé þar vera samtals 106.755. Suðurland er í öðru sæti með 82.408. Flest hross eru á Suðurlandi Þó að Skagfirðingar og fleiri Norðlendingar séu taldir miklir hestamenn hefur Suðurland vinn- inginn í fjölda hrossa. Þar eru hross 28.313 talsins. Norðurland vestra og þar með talinn Skagafjörður kemur svo þar á eftir með 18.497 hross. Suðurland og Norðurland vestra stærst í loðdýraræktinni Sú búfjárgrein sem hefur verið í hvað örustum vexti á síðustu árum er loðdýraræktin. Inni í samtölum MAST er langmest af mink, eða 40.178 minkalæður og högnar af 40.439 loðdýrum í heildina. Suðurland hefur vinninginn í loðdýra ræktinni með 16.974 dýr en Norðurland vestra fylgir þar fast á eftir með 16.376 dýr. /HKr. - Sjá nánar tölur MAST um búfjár- eign Íslendinga í fyrra á bls. 34 Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980: Sauðfé hefur fækkað um 350 þúsund – Hrossum hefur aftur á móti fjölgað um þriðjung eða um 25 þúsund hross og Íslendingar eru nú álíka margir og hænurnar í landinu Mynd / smh Lambakjöt eins og það gerist best 16 18 26

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.