Bændablaðið - 03.10.2013, Page 4

Bændablaðið - 03.10.2013, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. október 2013 Fréttir Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga hafa ákveðið að greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk frá októberbyrjun og út þetta ár. Þetta þýðir að greitt verður fyrir mjólk sem bændur framleiða umfram greiðslumark á fullu afurðastöðvaverði. Ástæðan er gríðarleg sölu aukning í smjör, rjóma, ostum, drykkjarmjólk og ýmsum öðrum afurðum það sem af er ári og útlit fyrir áframhaldandi aukningu. Söluaukning á smjöri hefur verið svo mikil að helst er hægt að kalla hana sprengingu. Vonast er til þess að bændur sjá ákvörðunina sem hvatningu til að framleiða enn meiri mjólk. Þá hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði lagt til að greiðslumark næsta árs, það er framleiðsluréttur bænda á innanlandsmarkað, verði aukið úr 116 milljónum lítra í 123 milljónir lítra. Það er því ljóst að bjart er fram undan. /fr Öll mjólk keypt á fullu afurðastöðvaverði Hrútaveisla haldin á ný í Akrahreppi – eftir ríflega tveggja áratuga hlé Ríkisstuðningur við landbúnað eykst innan OECD-ríkjanna – Viðsnúningur á síðasta ári eftir aldarfjórðungs samdrátt Samkvæmt skýrslu OECD um landbúnaðar mál jókst ríkis- stuðningur við landbúnað á síðasta ári innan flestra aðildar- ríkja. Um viðsnúning er að ræða, þar eð ríkisstuðningur til handa land búnaði hefur undanfarinn aldar fjórðung lækkað jafnt og þétt og náði sögulegu lágmarki árið 2011. Hið sama á við um Ísland og önnur OECD-lönd, en hér á landi mælist hækkunin 3 prósent milli áranna 2011 og 2012. Í skýrslunni er fjallað um landbúnað og ríkisstuðning við hann í 47 löndum sem samanlagt framleiða um 80 prósent af öllum landbúnaðar- vörum í heiminum. Ríkisstuðningur við landbúnaðarframleiðslu var á síðasta ári 17 prósent í löndunum öllum og hafði hækkað um tvö prósentustig frá árinu áður. Mikilvægast að draga úr fátækt Að mati OECD má greina skörpustu hækkunina í ríkisstuðningi við landbúnað innan landa sem lagt hafa áherslu á aukna sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Hins vegar er það mat OECD að einungis sé hægt að greina veikt samband milli aukinnar sjálfbærni í matvælaframleiðslu og aukins fæðuöryggis, einkum í þróunar ríkjunum. Mun skilvirkara væri ef takast mætti að draga úr fátækt í heiminum. Hækkun stuðnings mun minni en hækkun verðlags Ríkisstuðningur við landbúnað hér á landi var af OECD talinn vera 20,2 milljarðar króna árið 2012. Frá árinu 2008 hefur sá stuðningur hækkað um rúmlega 13 prósent. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 29 prósent. Í gögnum OECD er stuðningnum skipt upp í fernt; beinan stuðning, markaðsvernd, óbeinan stuðning og annað. 40 prósent reiknuð markaðsvernd Beinn stuðningur er talinn vera sá stuðningur sem ríkið reiðir af hendi beint til landbúnaðarins. Meðal annars er um að ræða búvöru- samninga við sauðfjárbændur, mjólkur framleiðendur og garð- yrkjuna auk búnaðarlaga samnings, ráðgjafar þjónustu og annars. Beinn stuðningur er samkvæmt OECD talinn nema 10,8 milljörðum króna. Það er hækkun um 13 prósent frá árinu 2008. OECD metur markaðsvernd landbúnaðarvara sem stuðning upp á 8,1 milljarð króna. Sá útreikningur miðast við mun á heimsmarkaðsverði og innanlandsverði, í þeim tilvikum þegar innanlandsverð er hærra. Ekki er tekið tillit til þess þegar innanlandsverð er lægra en heimsmarkaðs verð. Mestu máli skiptir þessi mismunur varðandi mjólkurvörur og kjúkling. Hækkun frá árinu 2008 er metin 18 prósent. Óbeinn stuðningur lækkar Óbeinn stuðningur er metinn sem umtalsvert minni en fyrrnefndir þættir, eða 0,9 milljarðar króna. Óbeinn stuðningur eru meðal annars ríkisframlög til Matvælastofnunar. Þessi liður hefur lækkað á síðustu fimm árum um 17 prósent. Aðeins 2,12 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs Annar stuðningur er síðan 0,4 milljarðar króna. Bein ríkis- útgjöld vegna stuðnings við landbúnað eru því talinn vera 12,1 milljarður króna og kostnaður neytenda af markaðsvernd er talinn 8,1 milljarður. Útgjöld til landbúnaðarins voru 2,12 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs árið 2011 og hafa farið lækkandi síðustu áratugi. Ísland í fimmta sæti Samkvæmt skýrslu OECD er ríkisstuðningur talinn vera tæp 47 prósent af heildartekjum bænda. Það hlutfall hefur lækkað úr 52 prósentum árið 2008. Ríkisstuðningur sem hlutfall af tekjum bænda hér á landi er sá fimmti hæsti innan OECD. Stuðningurinn er hærri í Noregi (63%), Sviss (57%), Japan (56%) og Suður-Kóreu (54%) en að meðallagi er hann nítján prósent innan OECD. Stuðningurinn innan Evrópusambandsins er sömuleiðis nítján prósent. Lægstur er stuðningurinn í Nýja-Sjálandi, Úkraínu og Ástralíu. Mikill viðskiptahalli við útlönd Þá vekur athygli að viðskiptahalli vegna landbúnaðavara var 21,6 milljarðar króna árið 2011. Með því er átt við að fluttar voru inn landbúnaðarvörur fyrir umrædda uppæð umfram útfluttar landbúnaðarvörur. /fr Síðastliðið haust voru gerðar breytingar á varnarlínum vegna sauðfjár sjúkdóma sem meðal annars fólust í því að svo kallað Tröllaskaga hólf var flokkað sem ósýkt svæði, utan Dalvíkur byggð norðan Hámundarstaða. Tröllaskagahólf nær frá Héraðsvötnum í vestri til Eyjafjarðarár í austri. Fram að breytingunum hafði umrætt svæði talist sýkt svæði og þar með verið ólöglegt að selja fé á milli bæja innan hólfsins. Félag fjárbænda í Akrahreppi í Skagafirði hyggst nú halda hrútasýningu í hreppnum, þá fyrstu um ríflega tveggja áratuga skeið, en á meðan hólfið taldist sýkt svæði voru slíkar sýningar ólöglegar. Með því að nú hefur hömlum verið létt af svæðinu gefst nú tækifæri til slíks sýningahalds og verður því fagnað með hátíð sunnudaginn 6. október næstkomandi. Samkoman verður haldin í fjárhúsunum á Þverá og hefst hún klukkan 13. Hvorki þarf að greiða þátttökugjald né aðgangseyri og eru allir velkomnir en Kvenfélag Akrahrepps mun standa fyrir kaffisölu á staðnum. Á Hrútaveislunni, sem svo er nefnd, verður boðið upp á hrúta sýningu, hrúta uppboð og skrautgimbra sýningu. Á hrúta- sýningunni verður keppt í tveimur flokkum, flokki vetur gamalla hrúta og lambhrúta. Þátttöku rétt öðlast 15 hæst dæmdu hrútarnir í hvorum flokki í eigum félagsmanna. Ráðu- nautar munu svo raða þeim í sæti. Lambhrútasalan fer þannig fram að hver félagsmaður fær að koma með 10-15 hrúta og fær úthlutað stíu fyrir sína hrúta. Geta þá gestir og gangandi fengið að skoða hrútana og falað þá til kaups. Stefnt er á að 10-15 bestu hrútarnir sem koma á sölusýninguna verði boðnir upp, þannig að allir ættu að eiga mögu- leika á að geta keypt kostagripi. Verð á lambhrút hefur verið ákveðið 20.000 krónur fyrir utan virðisauka- skatt og verður það byrjunarverð á uppboðshrútum. Skrautgimbrasýningin verður þannig að öllum börnum í Akrahreppi er boðið að koma með sína skrautgimbur til sýningar. Ræður þar litur, hornalag, gáfur og fleira sem ráðunautum finnst ekki mikið til koma við einkunnagjöf. Ef bara eru til hvítar gimbrar á bænum er bara að skreyta eina. Yngstu keppendurnir mega hafa með sér aðstoðarmann. /fr. Skráning lambadóma í fjárvís.is Þessa dagana er vinna við lambadóma í fullum gangi. Til að hægt sé að gera upp niðurstöður einstakra búa og safna saman upplýsingum um afkvæmi sæðingastöðvahrúta er nauðsynlegt að fá þessar upplýsingar inn i skýrsluhaldið. Bændur eru hvattir til að skrá dóma sjálfir inn í fjárvís.is og er miðað við að dómaskráningu ljúki viku eftir að mælingarnar eru gerðar. Þeir bændur sem ekki hafa tök á því að skrá dómana sjálfir inn í Fjárvís geta fengið það gert hjá RML gegn vægu gjaldi. Að afloknu skoðunartímabilinu (lambadómum) skulu allir dómar vera komnir inn í gagnagrunn Fjárvís. /Sauðfjárteymi RML Úr Tungnarétt. Mynd / Ruth Örnólfsdóttir Staðið við búvörusamninga í fjárlögum Staðið verður við ákvæði búvörusamninga í fjárlögum næsta árs ef frumvarp þar að lútandi nær fram að ganga. Munu samningarnir fylgja almennum verðlagsbreytingum en sem kunnugt er var samið um að svo skyldi vera í september 2012 þegar einnig var samið um að eftirstöðvar verðbóta kæmu ekki að fullu til greiðslu. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga ársins 2014 sem kynnt var síðasta þriðjudag. Nokkuð er dregið úr framlögum í þágu landbúnaðar og dreifbýlis í frumvarpinu. Stærsti niðurskurðurinn á sér stað í þremur fjárlagaliðum; verðmiðlun landbúnaðarvara, jöfnun flutningskostnaðar og Fóðursjóði. Ekki er gert ráð fyrir neinu framlagi til þessara þriggja liða og jafngildir það lækkun að raungildi um 2.001,5 milljónir króna. Niðurgreiðslur á húshitun verða lækkaðar að raungildi um 108,3 milljónir króna. Stærstur hluti lækkunar innar felst í 75 milljóna króna lækkun vegna aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Þá lækkar fjárveiting til Bændasamtaka Íslands um 7,3 milljónir króna og til Búnaðarsjóðs um 30 milljónir. Hins vegar hækka framlög til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins um 14 milljónir og í flutningssjóð olíuvara um 27 milljónir að raungildi. Skorið niður hjá skólunum Dregið verður úr framlögum til menntastofnana tengdra landbúnaði samkvæmt frumvarpinu. Háskólinn á Hólum þarf að þola mesta niðurskurðinn, 8,6 prósent frá síðustu fjárlögum. Skýrist stærstur hluti samdráttarins með því að fellt verður niður tímabundið 39 milljóna króna framlag vegna rekstarerfiðleika. Landbúnaðarháskóli Íslands fær samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 655,1 milljónir, sem er 0,7 prósenta samdráttur frá yfirstandandi fjár- lögum. Skýringar þess eru að fellt er niður tímabundið 10 milljóna króna framlag vegna langvarandi rekstrar- örðugleika. Þá dragast framlög til Tilrauna stöðvar Háskólans að Keldum saman um 2,5 prósent. Skýringin er sú að tíma bundið framlag til rannsókna á smit sjúkdómum í íslenska hestinum fellur niður. Fjárframlög til rannsókna háskóla í þágu landbúnaðar verða dregnar saman að raungildi um 2,4 milljónir króna og verður fjárveitingin 162,7 milljónir króna. Sömuleiðis verður dregið saman í landgræðslu og skógrækt í þágu land búnaðar. Framlög til þess málaflokks verða 24 milljónir sem jafngildir 0,4 milljóna lækkun að raungildi. Þá verður dregið saman í hagskýrslum og hag rannsóknum um landbúnað en þar er gert ráð fyrir framlagi upp á 21,1 milljón króna. Það jafngildir 1 milljóna króna raunlækkun frá yfirstandandi fjárlögum. Allar þessar lækkanir skýrast af aðhalds- aðgerðum í ríkisrekstri. Framlög til héraðsbundinna skógræktar verkefna taka litlum breytingum. Samkvæmt frum- varpinu hækka þau í prósentum frá yfirstandandi fjárlögum um á bilinu 1–1,5 prósent en raungildi framlaganna lækka hins vegar öll lítils háttar í samræmi við markmið um lækkun útgjalda og aðhald í ríkisfjármálum. Framlög til Matvælastofnunar aukast um 16,2 prósent frá yfir- standandi fjárlögum og gerir frumvarpið ráð fyrir 1.287,8 milljónir króna renni til stofnunarinnar. Stærstur hluti hækkunarinnar skýrist af endur- skoðaðri áætlun um ríkistekjur stofnunarinnar en hún gerir ráð fyrir að tekjurnar aukist um 135,1 m.kr. vegna breytinga á verkefnum sem fjár mögnuð eru með lögbundinni gjaldtöku. /fr

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.