Bændablaðið - 03.10.2013, Side 34

Bændablaðið - 03.10.2013, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. október 2013 Búfé á Íslandi samkvæmt tölum Matvælastofnunar var samtal 991.258 á árinu 2012 til 2013. Þar af var sauðfé flest, samtals 476.262. Þar á eftir komu alifuglar að meðtöldum varphænsnum, sem voru 322.021 talsins. Hross voru 77.380 talsins og nautgripir töldust vera samtals 71.513. Auk þessa voru 40.439 loðdýr og samkvæmt samtölum MAST voru samtals 26.110 svín í landinu. Flestir nautgripir eru á Suðurlandi Suðurland ber höfuð og herðar yfir aðra landshluta í nautgriparæktinni. Þar voru samkvæmt tölum MAST. Þar voru samtals 27.677 nautgripir, þar af 9.345 mjólkurkýr. Flestir nautgripir á Suðurlandi eru í Rangárþingi eystra, samtals 8.601 talsins. Þar af eru 2.598 mjólkurkýr. Þar á eftir kemur Borgarbyggð með 4.788 nautgripi og þar af 1.691 mjólkurkú. Síðan Flóahreppur með 3.343 nautgripi og þar af 1.143 mjólkurkýr. Skeiða- og Gnúpverjahreppur er svo með 3.101 nautgripi og þar af 1.320 mjólkurkýr. Þá kemur Hrunamannahreppur með 2.895 nautgripi og þar af 1.109 mjólkurkýr. Norðurland eystra er sá landshluti sem er með næstflesta nautgripi, eða 16.315 og þar af 5.987 mjólkurkýr. Norðurland vestra kemur þar á eftir með 10.675 nautgripi og þar af 3.667 mjólkurkýr. Vesturland er í fjórða sæti með 8.820 nautgripi og þar af 3.224 mjólkurkýr. Þá kemur Austurland með 4.193 nautgripi, þar af 1.525 mjólkurkýr. Síðan eru Vestfirðir eru með 2.128 nautgripi og þar af 511 mjólkurkýr. Flestir gripirnir á því svæði eru í Ísafjarðarbæ og Reykhólahreppi. Reykjanessvæðið rekur síðan lestina með 1.280 nautgripi og þar af 328 mjólkurkýr. Langflestir nautgripirnir á því svæði eru í Kjósarhreppi. Norðurland vestra er stærst í sauðfárræktinni Þegar litið er á sauðfjárræktina er Norðurland vestra langmesta sauðfjárræktarsvæði landsins og telst sauðfé þar vera samtals 106.755. Suðurland er í öðru sæti með 82.408 sauðfé og Vesturland er í þriðja sæti með 81.988. Síðan kemur Austurland með 79.311 sauðfé, Norðurland eystra með 76.697, Vestfirðir er með 45.214 og á Reykjanessvæðinu taldist sauðfé vera 4.889 á árinu 2012. Flest hross eru á Suðurlandi Þó að Skagfirðingar og fleiri Norðlendingar séu taldir miklir hestamenn hefur Suðurland vinninginn í fjölda hrossa. Þar eru hross 28.313 talsins. Norðurland vestra og þar með talinn Skagafjörður kemur svo þar á eftir með 18.497 hross. Þar af eiga Skagfirðingar 6.892 hross. Vesturland er svo næst í röðinni með 9.954 hross. Síðan kemur Norðurland eystra með 7.470 hross. Athygli vekur hversu mörg hross eru á Reykjanessvæðinu, en þar eru þau 8.978 talsins. Þar af er stærsti hrossahópurinn í Reykjavík, þar sem hestamennska er mjög vinsæl. Austurland kemur svo með 3.240 hross og Vestfirðir reka svo lestina í hestamennskunni með 928 hross. Suðurland og Norðurland vestra stærst í loðdýraræktinni Sú búfjárgrein sem hefur verið í hvað örustum vexti á síðustu árum er loðdýraræktin. Inni í samtölum MAST er langmest af mink, eða 40.178 minkalæður og högnar af 40.439 loðdýrum í heildina. Af öðrum eldisloðdýrum en mink og ref má nefna samtals 258 kanínur á landinu sem ýmist voru feldkanínur, angórakanínur eða kjötkanínur. Suðurland hefur vinninginn í loðdýraræktinni með 16.974 dýr en Norðurland vestra fylgir þar fast á eftir með 16.376. Aðrir landshlutar eru þar talsvert langt á eftir. Það eru Austfirðir með 2.294 dýr, Reykjanessvæðið með 2.573 dýr, Norðurland eystra með 2.211 dýr, Vesturland með 11 dýr en á Vestfjörðum er ekki skráð ræktun á neinum loðdýrum. Flest svín á Suðurlandi Svínaræktin er langöflugust á Suðurlandi samkvæmt tölum MAST. Þar voru samtals 13.246 dýr, gyltur, geltir, eldisgrísir og smágrísir, þegar tölurnar voru teknar saman á síðasta ári. Næstöflugast var Norðurland eystra með 5.544 dýr og Reykjanes fylgdi fast á hælana með 4.416 dýr. Síðan kom Vesturland með 2.693 dýr, Austurland með 150 dýr og Norðurland vestra með aðeins 61 dýr. Á Vestfjörðum var ekkert svín í fyrra samkvæmt úttekt MAST. Reykjanes risinn í eggjaframleiðslunni Reykjanes ber höfuð og herðar yfir aðra landshluta í eggjaframleiðslunni en þar reyndust vera 161.924 varphænur í fyrra. Suðurland er í öðru sæti með 16.922 varphænur og Norðurland eystra var í þriðja sæti með 10.739 varphænur. Þá kom Austurland með 5.291 varphænu, Norðurland vestra með 3.349 hænur og Vesturland var með 1.738 varphænur. Það vekur óneitanlega athygli að á öllum Vestfjörðum töldust ekki vera nema 162 varphænur í fyrra samkvæmt tölum Mast. Mest alifuglarækt á Suðurlandi Þegar kemur að alifuglum öðrum en varphænum, þar með talin holdahænsni 5 ára og eldri, lífungar yngri en 5 mánaða, aliendur, aligæsir og kalkúnar, er Suðurland öflugast í framleiðslunni með 69.799 fugla samtals. Í örðu sæti var Reykjanes með 41.196 fugla og Norðurland eystra með 10.203 fugla. Langt bil er í framleiðslu annarra landshluta, en Austurland var með 203 fugla, Vesturland með 143 fugla, Norðurland vestra með 122 fugla og Vestfirðir ráku lestina með aðeins 39 alifugla. /HKr. Opinberar búfjártölur 2012-2013 - Allar búgreinar (samtölur) Athuga ber að samtölur allra alifugla og loðdýra hafa að geyma allar tegundir búfjár sem skilgreindar eru undir þessum búgreinum. Sveitarfélag Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr Samtals 2506 Vogar 0 146 53 600 63.078 0 63.877 8717 Ölfus 99 1.671 1.437 8 34.149 0 37.364 2504 Garður 0 56 22 0 10 0 88 3000 Akranes 0 280 437 5 9 0 731 1300 Garðabær 0 107 586 0 48 0 741 1603 Álftanes 0 0 88 0 0 0 88 5604 Blönduós 331 3.018 862 0 3.007 0 7.218 6000 Akureyri 30 240 1.548 0 48 0 1.866 0000 Reykjavík 98 492 3.021 816 66.287 13 70.727 1000 Kópavogur 0 69 1.101 0 12.656 0 13.826 2300 Grindavík 0 665 119 0 18.506 0 19.290 2503 Sandgerði 1 199 26 0 43 60 329 3811 Dalabyggð 1.259 28.836 1.344 0 38 0 31.477 5611 Skagabyggð 755 5.798 673 0 46 0 7.272 6100 Norðurþing 281 16.644 711 0 187 0 17.823 8610 Ásahreppur 484 2.348 1.478 0 17.796 0 22.106 8716 Hveragerði 7 27 147 0 0 0 181 1604 Mosfellsbær 66 315 1.280 0 40.889 2.500 45.050 3609 Borgarbyggð 4.788 34.755 5.633 588 494 6 46.264 3714 Snæfellsbær 551 3.107 470 0 39 0 4.167 4100 Bolungarvík 58 690 63 0 0 0 811 4607 Vesturbyggð 518 5.654 22 0 39 0 6.233 5609 Skagaströnd 0 39 165 0 0 0 204 5706 Akrahreppur 1.339 6.844 1.171 0 52 0 9.406 6250 Fjallabyggð 0 1.050 222 0 100 0 1.372 6515 Hörgársveit 2.542 7.135 1.082 311 239 0 11.309 7300 Fjarðabyggð 172 4.606 490 0 147 5 5.420 8722 Flóahreppur 3.343 4.212 3.666 0 6.743 3.772 21.736 2000 Reykjanesbær 0 64 349 0 0 0 413 4901 Árneshreppur 0 2.950 0 0 0 0 2.950 4908 Bæjarhreppur 178 7.681 177 0 12 0 8.048 4911 Strandabyggð 0 9.066 164 0 73 0 9.303 5200 Skagafjörður 4.810 34.735 6.892 16 265 16.376 63.094 7708 Hornafjörður 1.261 18.738 935 12 4.750 14 25.710 1400 Hafnarfjörður 0 206 1.583 0 0 0 1.789 1606 Kjósarhreppur 1.095 2.570 750 0 1.603 0 6.018 3711 Stykkishólmur 0 1.002 172 0 36 0 1.210 4200 Ísafjarðarbær 729 7.243 318 0 24 0 8.314 6400 Dalvíkurbyggð 2.153 4.171 595 0 13.562 18 20.499 6709 Langanesbyggð 0 4.760 157 0 19 0 4.936 7000 Seyðisfjörður 56 1.154 16 0 197 5 1.428 8721 Bláskógabyggð 2.211 6.482 2.148 0 94 0 10.935 6611 Tjörneshreppur 173 1.827 71 0 0 0 2.071 6612 Þingeyjarsveit 3.599 19.089 679 195 274 0 23.836 8000 Vestmannaeyjar 0 545 58 0 29 0 632 8508 Mýrdalshreppur 1.105 5.328 277 0 24 0 6.734 8509 Skaftárhreppur 1.800 19.305 550 0 69 0 21.724 3710 Helgafellssveit 84 1.752 142 0 0 0 1.978 4502 Reykhólahreppur 541 8.668 125 0 42 0 9.376 5508 Húnaþing vestra 1.930 29.564 4.410 0 98 0 36.002 7620 Fljótsdalshérað 1.954 28.620 1.164 1 210 0 31.949 8614 Rangárþing ytra 2.760 12.417 5.492 2 252 0 20.923 3511 Hvalfjarðarsveit 1.400 6.237 840 0 140 5 8.622 4803 Súðavíkurhreppur 104 1.915 26 0 0 0 2.045 5612 Húnavatnshreppur 1.510 26.757 4.324 0 47 0 32.638 6513 Eyjafjarðarsveit 5.425 5.966 1.451 0 501 42 13.385 6706 Svalbarðshreppur 6 7.291 214 0 16 1 7.528 7613 Breiðdalshreppur 229 3.819 87 0 50 0 4.185 7617 Djúpavogshreppur 509 6.330 51 0 58 10 6.958 3506 Skorradalshreppur 52 971 120 0 5 0 1.148 3709 Grundarfjarðarbær 175 1.773 279 0 1.100 0 3.327 6602 Grýtubakkahreppur 460 3.362 415 0 30 2.150 6.417 6607 Skútustaðahreppur 380 4.522 98 0 70 0 5.070 7505 Fljótsdalshreppur 0 5.662 292 0 25 0 5.979 8613 Rangárþing eystra 8.613 15.645 6.487 0 1.344 1.529 33.618 8710 Hrunamannahreppur 2.895 4.140 1.606 0 11.540 3.770 23.951 4902 Kaldrananeshreppur 0 1.250 25 0 11 0 1.286 7502 Vopnafjarðarhreppur 445 7.155 141 0 45 2.260 10.046 4604 Tálknafjarðarhreppur 0 97 8 0 0 0 105 7509 Borgarfjarðarhreppur 12 3.222 64 0 12 0 3.310 8200 Sveitarfélagið Árborg 929 1.594 1.810 0 8.288 907 13.528 6601 Svalbarðsstrandarhreppur 1.266 640 227 0 6.043 0 8.176 3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 511 2.280 517 0 20 0 3.328 8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 3.101 4.985 2.052 651 6.264 6.000 23.053 8719 Grímsnes-og Grafningshreppur 330 3.709 1.105 438 129 996 6.707 Samtals 71.513 476.262 77.380 3.643 322.021 40.439 991.258 Fjöldi búa 892 2.677 2.704 20 427 44 © 2013 | Matvælastofnun - aðalskrifstofa | Austurvegur 64 | 800 Selfoss | Tel: +354 530 4800 | Fax: +354 530 4801 | mast@mast.is Úr Þórkötlustaðarrétt við Grindavík. Mynd / Haukur Már Harðarson Búfjárstofninn á Íslandi á síðasta ári taldist vera tæplega ein milljón – mest var af sauðfé, tæplega 463 þúsund, varphænur voru rúmlega 322 þúsund og hrossin töldust vera ríflega 77 þúsund

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.