Bændablaðið - 03.10.2013, Side 38

Bændablaðið - 03.10.2013, Side 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. október 2013 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Rjúpan er á margan hátt sérkennilegur fugl, hún skiptir litum eftir árstíðum og er fiðruð um tærnar. Í huga margra er hún tengd vetrinum. Mörgum finnst rjúpur ómissandi hluti af jólunum og að það séu engin jól nema rjúpur séu á boðstólum á aðfangadagskvöld. Við minnisleysi er gott að bera rjúpnaheila á gagnaugað. Rjúpur eru hánorrænir fuglar og koma víða fyrir í þjóðsögum landa á norðurhveli. Á latnesku nefnist rjúpan Lagopus mutus en þar sem sú íslenska telst sérstök deilitegund gengur hún undir fræðiheitinu Lagopus mutus islandorum. Hér á landi eru aðallega tvö heiti notuð, kvenfuglinn nefnist rjúpa en karlfuglinn karri. Einnig eru þekkt nöfn eins og rjúpkarri, hrókeri og ropkarri. Heitið rjúpa sé þekkt frá því á 13. öld en að uppruni þess sé umdeildur. Sumir telja það mjög fornt og skylt litháíska orðinu „raubas“ sem þýðir grádröfnóttur eða indóevrópska orðinu „(e) reub(h)“ sem þýðir jarpur og vísa til sumarbúnings rjúpunnar. Aðrir segja að orðið rjúpa tengist sagnorðinu að ropa og latneska orðinu „raucus" sem þýðir rámur. Samkvæmt þessu er rjúpan rámi fuglinn eða fuglinn sem ropar. Þeir sem þekkja til rjúpunnar vita að um varptímann gefur karrinn frá sér djúp rophljóð, til að gefa til kynna varpsetur sitt, sem er eitthvað á þessa leið: karrrrrrrr ka ka ka karrrrrrrrrr ka ka ka ka. Goggunarröð innan hópsins Rjúpan er af orraætt og eini villti hænsnfuglinn á Íslandi. Ættingjar hennar eiga heimkynni allt í kringum Norðurpólinn, Skotlandi, á stöku stað í Ölpunum og Pýreneafjöllum. Þær eru einnig þekktar í Altaífjöllum í Mongólíu og í hlíðum Fuji í Japan. Hér er rjúpan algeng um allt land og heldur sig í þurrlendismóum eða lyngheiðum til fjalla. Fuglarnir eru félagslyndir og finnast því yfirleitt í hópum. Umgengnisreglur innan hópanna eru strangar og hegðun rjúpunnar ræðst af goggunarröð. Þær helda sig út af fyrir sig yfir hávarptímann. Rjúpur eru jurtaætur og gefur fjallalyngið þeim hið sér- staka bragð sem margir sækjast eftir. Rjúpan skiptir litum eftir árstímum. Á veturna er hún næstum alhvít og samlit snjónum þannig að erfitt getur reynst að sjá hana. Þegar líða tekur að sumri fer hún í sumarbúning og verður jörp eða móleit á litinn. Karrinn tekur sumar- búninginn seinna en kvenfuglinn og er því meira áberandi um fengitímann. Eggin í hreiðrinu Varpið hefst yfirleitt í lok maí með því að kvenfuglar finna sér laut innan varpsvæðis sem karrinn ver af hörku. Rjúpan fóðrar holuna með stráum, mosa og dálitlu af fiðri og verpir tíu til ellefu eggjum í hana. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að ef maður finni rjúpnahreiður að vori eigi ekki að taka eggin undan henni heldur að láta hana verpa við. Það er gert með því setja lítinn staur upp á endann á milli eggjanna, við hliðina á því eða með því að setja tréspæni í hreiðrið þannig að það standi hærra en eggin. Þegar búið er að þessu sest rjúpan á hreiðrið og heldur áfram að verpa þar til staurinn fer á kaf. Af þessu er dregið orðatiltækið að rembast eins og rjúpan við staurinn. Sagt er að rjúpan haldi áfram að verpa þangað til hún hefur orpið nítján eggjum en deyi á því tuttugasta. Menn eiga því að hafa gætur á hreiðrinu og taka staurinn og eggin burt þegar þau eru orðin nítján því það þykir níðingsverk að láta hana verpa sig til dauða. Sagt er að eggin standi jafnan á stöku í hreiðrinu og að menn eigi jafnmörg börn og eggin eru í fyrsta rjúpuhreiðrinu sem þeir finna á ævinni. María mey og rjúpan Einu sinni bað María mey alla fuglana að koma á sinn fund. Hún vildi prófa trú þeirra og skipaði þeim að vaða eld. Fuglarnir þorðu ekki annað en að hlýða henni og óðu því hver á eftir öðrum út í bálið, allir nema rjúpan. Þegar fuglarnir komu yfir eldinn var fiðrið brunnið af fótum þeirra og hafa þeir verið fiðurlausir á fótunum æ síðan. Rjúpan óð ekki bálið og er því fiðruð á fótunum. Guðsmóðirin reiddist rjúpunni fyrir að óhlýðnast sér og lagði á hana að verða allra fugla meinlaus- ust og vegna þess er rjúpan ofsótt og lifir í sífelldum ótta um líf sitt. María mildaði dóminn með því að láta rjúpuna skipta um lit eftir árs- tíðum þannig að rándýr sjá hana síður. Kennir þegar kemur að hjartanu Dómur Maríu var svo harður að meira að segja bróðir rjúpunnar, fálkinn, ofsækir hana. Þegar fálk- inn hefur veitt systur sína rífur hann hold hennar inn að hjartanu en þegar hann tekur síðasta bitann rennur upp fyrir honum að bráðin er systir hans og þá vælir hann ámátlega. Af þessu er dreginn málshátturinn: Það kennir þegar kemur að hjartanu. Náttúrulegar stofnsveiflur Mörgum þykir gaman að fara á rjúpnaveiðar á haustin. Fuglarnir eru yfirleitt skotnir með haglabyssu og þeir hittnustu koma klyfjaðir til byggða. Mörgum þykir ómissandi að hafa rjúpu í jólamatinn en sjálfur hef ég aldrei kunnað að meta þær. Miklar náttúrulegar sveiflur eru í rjúpnastofninum. Hann nær lágmarki um það bil einu sinni á áratug en vex þess á milli þar til hann nær hámarki. Talið er að nær helmingur allra full- orðinna rjúpna falli á hverju ári og allt að níutíu og fimm prósent unga drepist fyrsta veturinn. Rjúpnaveiðar með vaði Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir að fyrr á tímum hafi verið algengt að snara rjúpuna í vað. „Tveir menn voru við veiðina og höfðu vað á milli sín, 30 til 40 faðma langan, gerðan úr hampi eða togþræði. Á miðjum vaðnum voru tvær eða þrjár snörur úr taglhári; var snörunni smeygt ofan á höfuðið á rjúpunni. Í Eyjafirði var tíðara að hafa net á miðjum vað. Var þessi veiði augnraun mikil, þegar alsnjóa var og bjart uppyfir, og varð margur sjóndapur af snjóbirtu af þess- um rjúpnaveiðum. [. . .] Sums staðar mun hafa tíðkazt að skjóta rjúpur um miðja 18. öld, helzt syðra, en fátt var nú samt um byssur þá í landi hér.“ Til ýmissa hluta nytsamlegar Til að kona elski bónda sinn skal saxa niður rjúpnahjarta og gefa henni með mat. Rjúpnagall þykir gott við augnveiki. Við minnisleysi á að bera rjúpnagall eða rjúpnaheila á gagn- augað einu sinni í mánuði eða borða steikta rjúpnalifur. Ef rjúpur koma snemma til byggða á haustin boðar það harðan vetur. Áður fyrr notuðu veður- spámenn uppblásinn rjúpusarp eða kýrblöðru fyrir loftvog. Ef sarpurinn eða blaðran var mjög hörð boðaði það storm en ef þau voru lin boðaði það hægviðri og stillu. Sumir segja að ef kona leggist í rjúpnafiðursæng um barnsburð verði fæðingin mjög erfið, aðrir segja að leggja megi rjúpnafiður undir konu til að auðvelda fæðingu. Ef rjúpnafiður er eingöngu í sæng manns getur hann ekki dáið. Að rembast eins og rjúpan við staurinn Rjúpa (Lagopus muta). Rjúpnamolar Egg Rjúpan verpir að jafnaði tíu til ellefu rauðbrúnum og svartdílóttum eggjum. Eggin eru um 25 grömm á þyngd og útungun tekur þrjá vikur. Ungarnir koma vel þroskaðir og sjálfbjarga úr eggi og þeir yfirgefa hreiðrið um leið og þeir eru orðnir þurrir. Þeir verða fleygir á tíu dögum en móðirin fylgir þeim í um mánaðartíma. Sultur og seyra Ef vanfær kona borðar valslegna rjúpu eða annan valsleginn fugl fær barnið valbrá. Ætíð er sultur og seyra í því búi þar sem mikið er veitt af rjúpum. Rjúpur frá Grænlandi Talið er að íslenski rjúpna- stofninn sé upprunninn á Grænlandi og stundum þvælast grænlenskar rjúpur til Íslands. Jurtaætur Fullorðnar rjúpur eru jurta- ætur. Fyrstu vikurnar lifa ungarnir á skordýrum og kornsúrulaukum en þegar þeir verða eldri minnkar hluti skordýra í fæðu þeirra. Á haustin er grasvíðir mikil- vægasta fæða rjúpunnar en á veturna lifir hún mest á fjall- drapa, birki og rjúpnalaufi. Veðurboðar Ef rjúpur koma snemma til byggða á haustin boðar það harðan vetur. Áður fyrr notuðu veðurspámenn uppblásinn rjúpusarp eða kýrblöðru fyrir loftvog. Ef sarpurinn eða blaðran var mjög hörð boðaði það storm en ef þau voru lin boðaði það hægviðri og stillu. Verja óðalið af hörku Karrarnir eru afkastamiklir við hreiðurgerð og búa til mörg hreiður innan óðals sem þeir helga sér. Karl- fuglinn ver óðalið af hörku á meðan rjúpan ungar út. Karrarnir hópast saman að loknu klaki og taka ekki þátt í ungauppeldinu. Vor, haust og vetur Rjúpur eru stöðugt að skipta um bolfiður og fella fjaðrirnar þrisvar á ári, á vorin, haustin og veturna. Flugfjaðrir fella þær einungis einu sinni á ári. Ástarörvun Til að kona elski bónda sinn skal saxa niður rjúpuhjarta og gefa henni með mat. Rjúpna- gall þykir gott við augnveiki. Við minnisleysi á að bera rjúpnagall eða rjúpnaheila á gagnaugað einu sinni í mánuði eða borða steikta rjúpnalifur.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.