Bændablaðið - 17.10.2013, Page 4

Bændablaðið - 17.10.2013, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 20134 Fréttir Gríðarlegt tjón hefur orðið af völdum álfta og gæsa í kornökrum og ræktarlandi bænda víða um land í sumar og haust. Að sögn bænda sem Bændablaðið hefur rætt við er mælir þolinmæði þeirra nú óðum að fyllast og kalla þeir eftir alvör aðgerðum til að verja ræktun sín fyrir ágangi fuglanna. Umræða af sama meiði hefur verið mikil síðustu ár en lítið er um aðgerðir. Taka sumir bændur svo djúpt í árina að verði ekki brugðist við og mönnum heimilað að verja akra sína sé sjálfhætt í kornrækt á Íslandi. Álft fjölgar gríðarlega Árið 2010 var stofnstærð álfta á Íslandi talin vera 29.000 fuglar. Áratuginn á undan hafði fjölgaði álft um 8.000 fugla. Álftin er alfriðuð á Íslandi og hefur svo verið frá árinu 1913. Ástæður þær sem settar voru fram fyrir friðuninni á sínum tíma voru þær að álftin þætti glæsilegur fugl. Um miðbik síðustu aldar var stofnstærð álftar mun minni en nú er, eða 3.000 til 5.000 fuglar. Heiðargæsastofninn var talinn 350.000 fuglar árið 2010 og grá- gæsir voru áætlaðar 110.000 fuglar sama ár samkvæmt vetrartalningu á Bretlandseyjum. Gæsir valda miklu tjóni í ræktarlandi bænda, vor sem haust. Um talsvert langt skeið hefur það verið krafa bænda, sem sett hefur verið fram á búnaðarþingum, að leyfi- legt verði að skjóta álft og gæs til að verja ræktarlaönd. Vill heimila skotveiðar sem tilraunaverkefni Þórir Jónsson, bóndi á Selalæk í Rangárvallasýslu, telur nauðsynlegt að leyfa skotveiði á álft sökum þess mikla tjóns sem fuglinn valdi á ræktarlandi bænda. Þórir hefur mótað tillögu þess efnis sem hann vill að fylgt verði úr hlaði á bændafundum í haust. Í samtali við Bændablaðið sagði Þórir að hann teldi að fullreynt væri með aðrar aðferðir til að halda álft frá ræktarlöndum og því væri rétt að leyfa skotveiðar sem tilraunaverkefni og sjá hver árangur af því yrði. Þórir segist sjá það fyrir sér að um fimm ára tímabundið verkefni yrði að ræða og framkvæmdin yrði í samráði við Náttúrufræðistofnun. Einungis mætti skjóta fuglinn innan ræktarlands bænda frá 7. maí til 30. maí að vori og frá 1. september til 30. september að hausti. Gefin yrðu út sérstök leyfi til þeirra sem mættu stunda þessar skotveiðar og ábúendum jarða yrði skylt að halda skýrslu um fjölda þeirra fugla sem skotnir yrðu. Að tilraunaverkefninu loknu yrði metið hver árangurinn hefði verið en veiðin ætti fyrst og fremst að verða til þess að auka fælingarmátt gegn fuglinum. Bændur telja tjónið mikið Borgar Páll Bragason, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hélt um skeið utan um verkefni þar sem safnað var gögnum frá bændum um tjón af völdum álfta og gæsa. Að sögn Borgars kom berlega í ljós í verkefninu, sem stóð í tvö ár, að bændur töldu sig verða fyrir miklu tjóni af völdum fuglanna. Auðvelt væri að reikna út tjónið hvað varðar kornrækt en erfiðara væri að meta tjón sem fuglarnir yllu á vorin, bæði á túnum, nýræktum og ökrum. Hins vegar hefði þátttaka verið ærið misjöfn yfir landið og því erfitt að byggja almennar niðurstöður á gögnunum. Að mati Borgars verður nú að ráðast í almennar rannsóknir á ágangi fuglanna um land allt en ljóst sé að tjón af völdum þeirra hafi farið vaxandi. Sjö hektarar algjörlega ónýtir Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra, segir tjón af völdum álfta hjá sér verulegt og svo hafi verið ár eftir ár. „Það er óhætt að segja það. Álftirnar kláruðu heila sjö hektara af korni fyrir mér í ár, þá á ég við að sjö hektara þreskti ég hreinlega ekki því þær voru búnar að klára þá. Þar fyrir utan fóru þær inn á fleiri akra og trömpuðu niður, bitu og eyðilögðu. Þetta er tjón sem hleypur á hundruðum þúsunda króna. Fyrir nokkrum árum var þetta tjón metið fyrir mig og þá var það metið á sextánhundruð þúsund krónur. Ég giska á að tjón af völdum fugls sé á bilinu 1,5 til 2 milljónir árlega.“ Birkir sáði byggi í 100 hektara í ár og því er altjón af völdum fugls sjö prósent. Þar ofan á bætist tjón þar á ökrum sem fugl hefur lagst á en hafa verið tækir til þreskingar. Birkir segir ekki ljóst hvert heildartjónið er. „Þetta er ömurlegt tjón eftir að hafa verið að berjast við leiðinda tíðarfar og að verja þetta fyrir öðrum skepnum. Þetta er svona á hverju ári, í fyrra var þó heldur betra ástand því við gátum þreskt það snemma vegna góðs tíðar- fars.“ Verður að grisja stofninn Birkir segir vonlaust að verja akrana fyrir ágangi álfta með þeim leiðum sem leyfilegar eru. Ekki síst sé það vonlaust þar sem um stór svæði sé að ræða og fjarri byggingum. „Það þarf að vera hægt að koma í veg fyrir tjón af völdum fuglsins og það verður ekki gert öðru vísi en með því að leyfa skotveiði á álft, og eftir atvik- um gæs utan veiðitíma. Varðandi álftina þá hafa aðrar aðferðir engan fælingarmátt. Við erum alla daga að reka álft úr túnum og ökrum í sex vikur að vori, allt upp í fimmtán sinnum á dag. Sömu sögu er að segja á haustin alla daga þar til búið er að þreskja kornið en þetta dugar bara ekki. Gæsin er mun minna vandamál því hún er svo stygg og hægt að reka hana burt. Ég er sannfærður um að það er vegna þess að hún er veidd. Álftin hins vegar flýgur upp, í hring og lendir svo bara aftur á akrinum sem verið var að reka hana úr.“ Birkir segir að ágangur fuglanna sé að ganga af ræktuninni dauðri. „Það verður bara að fara í róttækar aðgerðir. Ég held að eina vitið sé að leyfa stýrðar veiðar á fuglinum. Ég er ekki að tala um að eyða stofninum, ég hef ekkert á móti álftinni sem slíkri. Álft hefur hins vegar stórfjölgað og það verður hreinlega að leyfa grisjun á henni og gera hana styggari.“ /fr Sjálfhætt í kornrækt ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða – telja einu raunhæfu leiðina að leyfa skotveiði til að verja ræktarlönd „Nokkrir bændur í Skagafirði hafa gefist upp á kornrækt, vegna ágangs álfta og gæsa,“ segir Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal og formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga. „Ég er búin að heyra í nokkrum bændum, flestir hafa orðið fyrir ein- hverju tjóni – sumir verulegu. Það er ýmist álft, gæs eða hvoru tveggja. Það eru nokkuð margir akrar þar sem ekki er hægt að þreskja 1-2 ha af þeim. Kornrækt hefur stórlega dregist saman í Skagafirði síðustu ár. Þegar mest var voru þresktir rúmlega 500 ha á ári, en ég áætla að það séu um 250 núna. Land sem er ekki heima við bæi – og þar sem bændur geta ekki fylgst með „út um eldhúsgluggann“ – er varla nothæft í kornrækt. Þreskingu er nánast lokið í Skagafirði, aðeins einn bóndi á eftir að slá nokkra hektara í þurrk. Það eru þrjár þreskivélar í Skagafirði en það er einkahlutafélag í eigu bænda sem á vélarnar og sér um þreskinguna.“ Tjónið hleypur á milljónum króna „Tjón bænda í Skagafirði þetta ár hleypur á milljónum – margir með tjón á bilinu frá 500 þúsund til einnar milljónar króna. Versta dæmið er þessi 12 ha akur, þar var um helmingur þresktur og fengust aðeins sex kornsekkir af þeim akri. Útlagður kostnaður bara af þeim akri, er 1,2–1,5 milljón, þ.e. fræ, áburður og jarðvinnsla. Síðan er uppskerutjón upp á að minnsta kosti 1,5 milljón. Fyrir þennan eina bónda er þetta því tjón upp á um þrjár milljónir. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi akur er eyðilagður og bóndinn búinn að leggja kostnað í að girða akurinn af fyrir fuglinum. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem tún bænda ligga að Héraðsvötnunum þar sem álftir liggja í túnunum allt sumarið. Svo hefur hálmurinn sums staðar líka verið eyðilagður – og hjá sumum er það ekki minna tjón en að missa kornið.“ /smh Mikið tjón í Skagafirði af völdum álfta og gæsa Tjón af völdum álfta og gæsa: Ráðherra meðvitaður um vandann Haraldur Benediktsson, þing- maður Sjálfstæðislokksins, beindi síðast liðinn mánudag á Alþingi fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhanns sonar umhverfis- og auðlindaráðherra varðandi tjón á ræktarlandi bænda af völdum álfta og gæsa. Haraldur sagði að tjón af völdum þessara fugla í kornrækt og annarri ræktun bænda hefði aukist mjög á síðari árum og nú væri svo komið að tjónið hamlaði hreinlega framþróun í kornrækt á Íslandi. Ljóst væri að stofnstærð beggja fugla, þá ekki síst álftar, hefði stækkað verulega hin síðustu ár. Haraldur sagði að um allnokkurt skeið hefði verið reynt að vekja máls á þessu vandamáli hérlendist. Meðal annars hefði málið verið tekið ítrekað upp við fyrri umhverfisráðherra, sem hefði sýnt málinu skilning, en ekki hefði þó verið ráðist í neinar aðgerðir vegna þess. Hann benti jafnframt á að vandamál af þessu tagi hefðu notið skilnings erlendis, meðal annars í Noregi og Skotlandi, þar sem unnið væri að rannsóknarverkefnum til að meta stofnstærð og finna leiðir til að hemja ágang fuglanna á ræktarlönd bænda. Haraldur spurði því Sigurð Inga hvort hann hygðist bregðast við stækkandi stofnstærð og því tjóni sem fylgdi. Sigurður Ingi svaraði því til að það væri rétt að ágangur álfta og gæsa hefði aukist mjög og ylli miklu fjárhagslegu tjóni. Hann væri meðvitaður um þennan vanda og vildi bregðast við honum. Vinna væri hafin í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við að meta það tjón sem bændur hefðu sannanlega orðið fyrir. Það væri óviðunandi fyrir bændur að ekki væri tekið á þessum málum en til þess að það gæti orðið þyrfti að gera faglegt mat á tjóninu, safna gögnum og ná sátt um þær aðgerðir sem grípa ætti til. Þá væri í bígerð að sækja um samstarf við Noreg um vettvangsrannsóknir í þessum efnum og myndi ráðuneytið styðja slíkt samstarf. /fr Hér má sjá hversu mikið álftin hefur traðkað og troðið á ökrunum á Móeiðar- Athugun á áti gæsa og álfta á túnum: Tjón er verulegt Mikil umræða hefur verið um ágang gæsa og álfta í ræktarlönd bænda undanfarin ár og virðist sem ágangur aukist mikið ár frá ári. Bændur eru margir orðnir langþreyttir á þessum ófénaði og ekki síst á aðgerðarleysi stjórn- valda gagnvart vandanum. Ljóst er að tjónið er verulegt, ekki bara á haustin þegar álftin og gæsin herja á kornakra, heldur er vor- og sumarbeit á túnum veruleg og er fuglinn oft búinn að hreinsa af túnum nýgræðing þegar beita á lambfé á túnin. Það hefur það í för með sér að gefa þarf mun lengur fram eftir vori. Mikill misskilningur hefur verið uppi varðandi það að bændur vilji fá einhverjar bætur fyrir tjónið en svo er ekki. Bændur vilja fá lausn á vandanum og hafa margir spurt sig hvort ekki sé tímabært að leyfa aftur vorveiðar á gæs og jafnvel grisjun á álft þar sem engin fagleg rök liggja fyrir friðun álftarinnar. Nú síðastliðið vor, 23. og 24. apríl, stóð Búnaðarsamband Suðurlands í samvinnu við bændur í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum fyrir athugunum á því hve mikið fuglinn át af grasi á túnum. Settir voru út tilrauna reitir á 15 stöðum frá Vík í Lóni að Pétursey í Mýrdal. Tilraunareitirnir voru settir í nýleg tún eða tún í góðri rækt og voru ekki beitt að vori. Reitirnir voru þannig gerðir að reknir voru niður 4 hælar (1 m á hæð) sem mynduðu 1,5 m2 ferhyrning. Síðan var vafið um hælana bindigarn þannig að að fuglinn komst ekki inn í reitinn. Síðan var uppskerumælt úr reitunum 5.–7. júní. Aðferð við uppskerumælingu var þannig að mældur var út 1 m2 úr reitnum og grasið slegið. Síðan voru teknir 3 til 4 mælingar utan tilraunareita, það er 1 m2 hver reitur og mismunur innan og utan tilraunareita fundinn út með því að vigta uppskeruna. Svörun kom úr 8 tilraunareitum af 15 og var munurinn frá 59 grömmum til 577 gramma innan og utan reita. Verður gerð grein fyrir þremur tilraunum hér. Tilraun 5. Steinasandur í Suðursveit, þar var mikill ágangur af gæs og þá einkum heiðargæs. Reiturinn var settur út 23. apríl og uppskorið 7. Júní. Mismunurinn var 293 grömm eða 2930 kg/ ha. Félagsræktin er alls um 1.070 hektarar og er átið því um 3.135 tonn alls. Tilraun 12. Þykkvibær 1 í Landbroti. Þar var einkum ágangur af álft og taldi bóndinn að um 50 til 60 fugla væri að ræða. Mismunur utan og innan reits var 535 grömm eða 5.350 kg/ha Túnið er 5,1 ha og heildarát því 27,1 tonn alls. Tilraun 13. Vík í Lóni, ágangur bæði af álft og gæs, margar fuglahræður og daglega rekið upp. Mismunur utan og innan reits var 577 grömm eða 5,77 t/ha. Túnið er 6,4 ha og átið því 36,9 tonn alls. Þetta er ekki ofreiknað át því að eftir á að hyggja hefðu tilraunirnar átt að fara út um miðjan mars þar sem mikið af fugli var komið um 20. mars. Ekki var tekið úr öllum tilraunum þar sem lítill munur sást þar sem fuglinn hafði ekki komið aftur og á öðrum stöðum hafði fé komist inn á túnin og því ómarktækar niðurstöður. Þessar athuganir hafa leitt það af sér að áhugi er á að fleiri fagaðilar komi að nákvæmari tilraunum næsta vor og á fleiri stöðum. Grétar Már Þorkelsson Búnaðarsamband Suðurlands

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.