Bændablaðið - 17.10.2013, Side 20

Bændablaðið - 17.10.2013, Side 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 2013 Orkumál Frakkar leggja lengsta 225 kílóvolta jarðstreng í heimi: Kostnaður við lagningu jarðstrengja með 400 MW flutningsgetu sambærilegur og við loftlínur Nú stendur yfir lagning 107 km mjög öflugs jarðstrengs í fjalllendi sunnarlega í Frakklandi. Strengurinn er að hluta á náttúru- verndarsvæði og er lagður með vegi. Lengsti bútur hans, 65 km, er jafnframt sá lengsti í heiminum sem lagður hefur verið á 225kV spennu. Strengurinn verður tekinn í notkun árið 2015. Sendinefnd áhugamanna frá Íslandi fór í liðinni viku og heimsótti aðalstöðvar franska raforku- flutningskerfisins, RTE (Réseau de Transport d’Electricité), í París. Tilgangurinn var að kynna sér reynslu Frakka af lagningu jarðstrengja á hárri spennu, en nú eru jarðstrengsmál mjög til umræðu hérlendis. Yfirstjórn Landsnets fékk sams konar kynningu tveimur vikum fyrr. Frakkar hafa mikla reynslu Frakkar reka lengsta flutningskerfi raforku í Evrópu, alls 100.000 km. Eru þeir mjög framarlega í lagningu öflugra jarðstrengja. Franska megin- flutningskerfið er byggt upp á 400 og 225 kV spennu. Enn er tækni ekki komin svo langt að fýsilegt sé að leggja raflínur gerða fyrir 400 kV spennu í jörð í stórum stíl. Hinsvegar hafa Frakkar lagt 225kV raflínur í jörð undanfarna áratugi og eru alls 1.037 km af línum á þeirri spennu í jörð nú þegar. Þegar ákvörðun er tekin um hvort leggja eigi nýja 225 kV raflínur í jörð eða í lofti er í Frakklandi ekki miðað við ákveðna hlutfallstölu sem skuli leggja í jörð, heldur er það metið í hverju tilviki fyrir sig og fer eftir aðstæðum á hverjum stað. Ör þróun hefur orðið í átt til aukinna háspenntra jarðstrengja undanfarin ár í Frakklandi og má segja að alger viðsnúningur hafi þar orðið frá árinu 2005 að því er varðar nýlagnir raflína á 225 kV spennu. Þannig hefur langstærstur hluti slíkra lína verið lagður í jörð allt frá árinu 2009 og nýlagnir í lofti á þessu spennustigi heyra nú til algerra undantekninga (sjá súlurit). Notuð er nýjasta kynslóð jarðstrengja og stöðugar framfarir eru í verkþekkingu við lagningu þeirra. Kostnaður er sá sami við 400 megavatta afl Fram kom hjá fulltrúa franska flutnings fyrirtækisins í kynningunni í liðinni viku að fyrirtækið gerði í útreikningum sínum ráð fyrir að núvirtur kostnaður við það að leggja jarðstrengi fyrir allt að 400 MW afl í dreifbýli sé jafn á við loftlínur. Þó stofnkostnaður sé meiri við svo öfluga jarðstrengi, sýna útreikningar Frakkanna að lægri flutningstöp og minni viðhaldskostnaður m.a. vegur fyllilega upp á móti því. Afskriftartími beggja kerfanna er reiknaður 45 ár. Endingartími jarðstrengja betri en loftlína Raflínur eru byggðar til að endast í marga áratugi en jafnan er gengið út frá því hérlendis að háspennulínur í lofti endist í um 70 ár. Undanfarið hefur hér á landi orðið töluvert tjón á háspennulínum vegna ísingar og er því eðlilegt að horft sé í auknum mæli til jarðstrengja í stað hefðbundinna lofltína, einnig á hæstu spennu sem hér er notuð. Enn hafa ekki verið lagðir jarðstrengir hér á hærri spennu en 132 kV og ekki hafa verið gerðar miklar rannsóknir á jarðvegi hentugum til þess að leiða hitann frá jarðstrengjum svo þeir ofhitni ekki, en það er eitt mikilvægasta atriðið í endingu þeirra. Líkt og í Frakklandi er hérlendis mjög mismunandi jarðvegur og verður því að skoða hvert landsvæði og miða hönnun út frá því. Í heimsókn sendinefndarinnar til Parísar í liðinni viku var fullyrt af hálfu RTE að þeir jarðstrengir sem Frakkar leggja núna gengju alls ekki úr sér ef séð væri til þess að hitastig þeirra færi ekki upp fyrir 90 °C. Vel er fylgst með hitastigi þeirra og endingin er því betri en loftlína. Sátt um framtíð flutningskerfisins Í síðustu viku lagði iðnaðarráðherra fram á Alþingi skýrslu svokallaðrar jarðstrengjanefndar frá febrúar sl. Hefur ráðherra sagt að von hennar standi til þess að skýrslan geti orðið innlegg í umræður um styrkingu meginflutningskerfis raforku hér á landi. Mikilvægt er að þeir inn- viðir séu traustir og byggðir upp með forsjá. Vonandi getur reynsla þeirra Evrópuþjóða sem sem lengst eru komnar í verkkunnáttu á sviði háspenntra jarðstrengja nýst hér á landi svo besta þekking verði notuð við að hanna framtíðarflutnings- kerfið í sem mestri sátt. /Ólafur Valsson Frakkar grafa 80 cm breiðan skurð fyrir 225kV jarðstrengi sína. Unnt er að hafa skurðina aðeins 130 cm djúpa með þeirri tækni sem notuð er í Frakk- skurðinn. Jarðstrengirnir eru loks dregnir í gegnum rörin. Jarðstrengur er dreginn í plaströr sem steypt hafa verið í 80 cm breiðan og 130 cm djúpan skurð í fjalllendi í Suðaustur-Frakklandi. Mynd / RTE Þrjú plaströr fyrir 225kV jarðstrengi. Skurðurinn er 80 cm breiður og 130 cm djúpur. Mynd RTE Frakklandi. Mynd RTE Mynd RTE Mynd RTE Ör þróun hefur orðið í lagningu rafstrengja í jörðu á Frakklandi á undanförnum áherslu á lagningu 225 kílóvolta jarðstrengja til að leysa loftlínur af hólmi. Kapalframleiðandinn General Cable Fyrirtækið General Cable er framleiðandi 225.000 volta (225 kV) jarðstrengsins sem Frakkar eru nú að leggja í hjarta Provence-héraðs. Byrjað var að leggja kapalinn niður í maí á þessu ári og á verkinu að verða lokið haustið 2014. Kapallinn er sá lengsti af þessari gerð sem hingað til hefur verið lagður í heiminum, 65 kílómetrar. General Cable er leiðandi í framleiðslu rafmagnskafla á heimsvísu. Fyrirtækið er með 47 framleiðslustöðvar og yfir 11.000 starfsmenn um allan heim. Það er dótturfyrirtækið General Cable Europe & Med sem heldur utan um starfsemi félagsins í Evrópu og Norður-Afríku. Það félag er með höfuðstöðvar í Barcelona.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.