Bændablaðið - 17.10.2013, Qupperneq 22

Bændablaðið - 17.10.2013, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 2013 Í bæjarfélaginu Langley í Bresku Kólumbíu í Kanada er rekin lítil víngerð sem framleiðir hágæða vín. Víngerðin heitir Blackwood Lane Vineyards & Winery og er annar eigandinn af íslenskum ættum. Hefur framleiðsla fyrirtækisins verið efst á lista yfir tíu bestu vínin í Bresku Kólumbíu um árabil. Tíðindamaður Bændablaðsins heimsótti víngerðina undir lok júlímánaðar ásamt föruneyti og var tekið vel á móti gestunum. Kim Collins, sem er af íslenskum ættum, er framkvæmdastjóri víngerðarinnar en eiginmaðurinn Carlos Lee er stjórnarformaður og vínsérfræðingur hússins. Carlos bauð gestum að smakka á framleiðslunni, sem samanstendur af átta víntegundum. Fyrts var boðið upp á Chardonnay 2012. Þá var dregið fram Merlot 2009, Cabernet France 2009, The Rebel Syrah 2010, Alliánce 2007, Merlot Canadian Port, Cabernet Sauvignon Cdn. Port og síðan stoltið þeirra The Referénce 2007. Í síðasttalda vínið eru Cabernet Sauvignon, Merlot, Cabernet Franc og Malbec vínþrúgurnar sérvaldar ásamt Petit Verdot og látnar gerjast hver í sínu lagi við lágt hitastig. Síðan er tegundunum blandað eftir kúnstarinnar reglum og eru látnar lagerast í glænýjum frönskum eikartunnum í eitt ár. Sagði Carlos að lykillinn á bak við gæði þeirra vínframleiðslu væri einmitt notkunin á glænýjum tunnum. Úr eikinni tæki vínið eftirsóknarvert bragð sem ekki næðist ef verið væri að nýta notaðar víntunnur. Nota engin aukaefni vegna ofnæmis framleiðandans Virðast þau hjón kunna sitthvað í þessum fræðum, miðað við gæðakannanir sem Carlos sýndi gestunum þar sem vínin þeirra eru í toppsætum. Þrátt fyrir góðan árangur segist hann aðeins hafa hafa stundað víngerð í átta og hálft ár. „Ástæðan fyrir því að ég byrjaði ekki fyrr í greininni er að ég er með mikið ofnæmi fyrir ýmsum efnum sem mikið eru notuð við víngerð. Vínin sem við gerum innihalda hins vegar engin aukaefni.“ Carlos sagði að fimm eða sex litlar víngerðir væru í nágrenninu en engin þeirra væri mjög gömul. Þessar víngerðir væru aðallega að framleiða hvítvín þar sem veðurfarið væri ekki sérlega hagstætt til að rækta þrúgur í rauðvín. Í rauðvín sem hann framleiddi þyrft hann því að kaupa þrúgurnar frá þurrari svæðum. Sagði hann að á þeirra svæði yxi Cabernet Franc þrúgan mjög vel á meðan Cabernet Sauvignon gengi betur í Kaliforníu. Mest af þrúgunum sem þau keyptu kæmu frá Okanagan, en þangað er um fjögurra tíma akstur í austur frá Langley. Þrúgurnar taka þau inn beint af vínekrunum á tímabilinu frá september og jafnvel fram í byrjun desember. Þá eru þau að fá um 500 lítra af víni úr einu tonni af þrúgum. „Það þarf því um eitt og hálft kíló af þrúgum til að framleiða vín í eina flösku,“ sagði Carlos. Selja víða um heim Vínin frá Blackwood Lane Vineyards & Winery eru greinilega vinsæl þótt framleiðslan sé ekki ýkja mikil, eða um 3.000 kassar á ári þegar best lætur. Framleiðslan fer líka víða, jafnvel alla leið til Hong Kong. Fyrir utan sölu á nærsvæðinu í kringum Vancouver-borg selja þau líka vín austur fyrir Klettafjöllin til Alberta og Ontario. „Það er svo sem engin þörf á að selja víðar, eins og til Bandaríkjanna, Blackwood Lane Vineyards & Winery í Bresku Kólumbíu í Kanada: Hágæða víngerð með íslenskri tengingu Myndir / HKr. Blackwood Lane Winery leggur tals-

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.