Bændablaðið - 17.10.2013, Síða 35

Bændablaðið - 17.10.2013, Síða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 2013 verktaka, sem er afar óvenjulegt meðal kúabænda í norðurhluta Evrópu. Dairy Campus Næsta heimsókn var til tilraunabúsins Dairy Campus í Leeuwarden en búið er í allra fremstu röð í Evrópu á sviði rannsókna í nautgriparækt. Í dag samanstendur búið í raun af tveimur kúabúum með mjaltaþjónum en fram undan er að byggja nýja tilraunastöð þar sem allar 650 kýrnar verða í einu fjósi. Athygli vekur að hið nýja fjós verður ekki með mjaltaþjónum heldur mjaltahringekju frá GEA. Vísindamenn Dairy Campus hafa á undan förnum árum einbeitt sér að öllum þáttum mjólkur framleiðslunnar allt frá mengunarvörnum upp í aðbúnað, uppeldi smákálfa og fóðrun svo eitthvað sé nefnt. Rækta þörunga Eftir staðgóða kynningu á starf- seminni var svo boðið upp á skoðunar ferð þar sem sjá mátti ótal gripi í mismunandi tilraunum, bæði smákálfa, geldneyti og mjólkurkýr. Mesta athygli vakti þó tilraun sem var utan dyra en þar var verið að rækta þörunga í plastpokum! Tilraunin gengur út á að framleiða prótein með hag kvæmum hætti en búnaðurinn virkaði afar einfaldur og áhugaverður fyrir Íslendinga. Eftir skemmtilega heim sókn til Dairy Campus var svo haldið til Amsterdam, hvar áð var í sólarhring. Með fjóra mjaltaþjóna Eftir góðan frídag í Amsterdam var á ný komið að faglegum heimsóknum og var fyrsta heimsóknin á kúabú í eigu van Dorp-fjölskyldunnar í nágrenni þorpsins Hazerswoude- Dorp. Þar stendur glæsilegt fjós sem byggt var árið 2011 með 250 legubásum og fjórum Lely A4 mjaltaþjónum og öllum öðrum mögulegum tæknibúnaði frá Lely s.s. sköfuþjarka, Juno-aðsópara, hlið og kjarnfóðurbása. Ekki fékkst uppgefið hvað þessi fjárfesting kostaði van Dorp-fjölskylduna. Þó fengust þær upplýsingar að það kostaði í dag á bilinu 4-5 þúsund evrur pr. legubás (760-820 þúsund krónur) að byggja miðað við fullnaðarfrágang og allan tæknibúnað. „Kúa-leigubíll“ Bændurnir eru einnig með verktakafyrirtæki og áttu drjúgmikið af tækjum og tólum auk þess sem þeir framleiða og selja flutningsgrind fyrir nautgripi sem þeir kalla á hollensku „De Koetaxi“ eða kúaleigubíllinn! Þessi kassi er mjög sniðugur þar sem þetta er í raun bara lítið búr sem hægt er að slaka niður í stíur eða á gangsvæði kúa og reka kýr auðveldlega inn í búrið og lyfta svo búrinu upp með ámoksturstækjum og flytja viðkomandi grip með einföldum hætti, t.d. á milli húsa ef þörf er á því. Búrið er þannig útbúið að hægt er að lyfta því með lyftaragöflum, með hefðbundinni ámoksturstækjafestingu eða með þrítengibeisli svo allir möguleikar eru í stöðunni! 700 ær og 2 hektarar Síðari heimsókn dagsins var á sauðfjárbú Verduin-fjölskyldunnar, en þar búa þau Nico og Irma í nágrenni við bæinn Andijk um 30 km norðan við Amsterdam. Nico og Irma hófu búskap árið 2001 þegar þau keyptu 2 hektara lands á 100.000 evrur og segja má að þau nýti þessa hektara afar vel. Þau byrjuðu búskap með 300 mjólkurær en eru nú með 700 ær. Þessi fjöldi krefst þó fleiri hektara en þau leigja 40 hektara til fóðuröflunar og 20 hektara úthaga til beitar fyrir geldær og gimbrar. Fjórir starfa á búinu auk annarra fjögurra sem leysa af eftir þörfum. 28 ær mjólkaðar í einu Ærnar eru mjólkaðar tvisvar á dag, kl. 6 á morgnana og aftur kl. 18 á kvöldin og er mjólkað í 2x14 mjaltabás frá SAC og taka mjaltirnar um fjóra tíma. Þegar ærnar eru mjólkandi eru þær alltaf hafðar inni, en fjárhúsið er afar vistlegt með stórum hálmstíum. Innistaðan gerir alla framleiðslustjórn auðveldari enda fá þær þá alltaf jafnt fóður, auk þess sem þær eru alltaf í sama hópnum sem skapar kindunum öryggi en Nico telur það skipta ærnar verulegu máli að vera í streitulausu umhverfi. Hollenskar mjólkurær Ærnar eru af hinu hollenska og afar sjaldgæfa mjólkurkyni en ekki eru til nema um 7.000 ættbókarfærðir gripir af þessu kyni í heiminum. Vegna þessa er allt kynbótastarf vandasamt en þar sem hjarðirnar eru margar, smáar og eru í mörgum löndum gengur furðu vel að rækta ærnar áfram án verulegrar skyldleikaræktar enda voru hjarðirnar all óskyldar þegar haft var uppi á þeim fyrir um 40 árum. Ærnar mjólka í um 270 daga á ári en þar sem þær verða blæsma allt árið um kring ná þær að bera að jafnaði með 11 mánaða millibili. Hverju sinni eru um 500 ær mjólkaðar en hinar eru þá í geldstöðu og er meðalframleiðsla ánna er um 450-500 lítrar ár ári eða um 1,5-1,7 lítrar á dag. Mjólkin er verðefnahá, með 6,5% fitu og 5% prótein, og þarf ekki nema 6 lítra í 1 kg af osti en um 10 lítra þyrfti af hefðbundinni kúamjólk. Hver ær með 2,2 lömb Að jafnaði eignast hver ær 2,2 lömb en Nico vill ekki ær með of mikla frjósemi þar sem það gengur full nærri ánum að hans sögn. Lambadauði er um 5% og 10-12% heildarafföll verða fram að fyrsta burði að jafnaði. Ærnar endast að jafnaði í 5-6 mjaltaskeið en elstu ærnar eru 9 vetra og er það full gamalt að sögn Nico enda mjólkurframleiðslueiginleikar þeirra mun lakari en yngri gripa. Hátt afurðaverð Þegar ærnar bera ganga hrútlömbin undir ánum í tvær vikur en fara þá beint í sláturhús og fást þá um 10 evrur fyrir þau á fæti, en kjötið fer á sérmarkaði í suðurhluta Evrópu. Aðspurður sagði Nico að ef hrútlömbin væru eldri myndu þau falla í verði en ekki hækka, sökum þess að þetta sauðfjárkyn er sérhæft mjólkurkyn og því kjötgæðin ekki mikil. Gimbrarlömbin ganga undir ánum fyrstu 5 dagana en eru svo sett á sjálfvirka lambafóstru sem sér um að blanda mjólk í lömbin eftir átlyst en mjólkin er blanda af sojamjöli og mysudufti. Þau fá 1,10 evrur (um 181 kr) fyrir lítrann en auk þess fá þau örlitla styrki eða sem nemur 10.000 evrum (um 1,6 milljónir króna) á ári sem gera um 14 evrur (um 2.300 kr) á hverja vetrarfóðraða kind. Stýrir fengitímanum með ljósum Að sögn Nico töldu allir hér áður fyrr að fengitími þessa kyns væri alltaf í byrjun vetrar en með ljósastýringu hefur honum tekist að fá ærnar til þess að ganga árið um kring. Á hverjum tíma er ekki ástæða til þess að láta of margar ær ganga enda vill hann hafa jafna mjólkurframleiðslu þar sem það hentar best þeim aðilum sem vinna úr mjólkinni, en mjólkin er notuð í Gouda osta. Til þess að fá ærnar til þess að ganga eru notuð ljósastýring í fjárhúsinu og nemur lýsingin 250 lúxum á hvern fermetra og lýsa þau frá sex á morgnana til hálf ellefu á kvöldin – allt árið um kring. Vindmylla frá 1636 Síðasta daginn í Hollandi var farið í tvær heimsóknir á leiðinni til Belgíu en fyrst var komið við hjá líklega þekktustu vindmyllu Hollands en hún var byggð árið 1636 og er í senn mylla og íbúðarhús sem enn er búið í. Eftir hópmyndatöku þar var haldið til suðurs í átt að Utrecht þar sem framundan var heimsókn til fóðurframleiðandans De Heus. Fóðurfyrirtæki með 2.600 starfsmenn De Heus í Utrecht er eitt stærsta fóðurfyrirtæki Hollendinga með 2.600 starfsmenn, þar af 600 í Hollandi. Í Utrecht er framleitt fóður fyrir allar skepnur nema svín og alifugla og nemur árleg framleiðsla 300 þúsund tonnum en daglega keyra um 50-60 tankbílar með kjarnfóður frá verksmiðjunni. Eftir afar góða kynningu á starfsemi fyrirtækisins, meðal annars á Íslandi, var svo farið í skoðunarferð um verksmiðjuna. Bú með 1.000 geitur Frá De Heus var svo haldið af stað í síðustu heimsóknina í Hollandi en það var á geitabú með 1.000 geitur af Saana-kyni. Þó svo að fjöldi geitanna væri mikill var landið sem bóndinn hafði ekki nema 22 hektarar en skýringin á litlu landsvæði felst einfaldlega í því að geiturnar eru hafðar inni allt árið og því er ekki þörf fyrir stærra land. Þær eru fóðraðar með heilfóðri og fá auk þess kjarnfóður í mjaltabásnum. Mjólka 100 geitur í einu Á búinu var gríðarlega stór mjaltabás fyrir geiturnar en alls eru 100 geitur mjólkaðar í einu í mjaltabás af tegundinni Gascoigne-melotte. Mjaltabásinn er með sjálfvirkum aftökurum sem gerir alla vinnu við mjaltirnar mun léttari. Eins og við er að búast er afar vinnufrekt að mjólka svona margar geitur en alls eru þrír við mjaltir á hverjum tíma og tekur um tvær klukkustundir að mjólka hópinn. Alls lagði búið inn 900.000 lítra á síðasta ári og fást 60 evrusent (99 krónur) fyrir lítrann m.v. 4% fitu og 3,2% próein. Um 950 lítra meðalnyt Geitur þessar eru afar sérstakar en þær geldast ekki upp og því eru þær einungis látnar bera til þess að viðhalda stofninum, en um 20% geitanna eru nýttar til þess. Þær endast að jafnaði í um 5-6 ár en vegna kynbótastarfsins með þetta geitakyn eru hinar eldri geitur þá þegar orðnar mun lakari en yngri geiturnar. Á þessu búi er meðalnytin nú um 950 lítrar á ári en hjarðir af þessu kyni fara í allt að 1.250 lítra að jafnaði nú á tímum. Líkt og oft þar sem áherslan hefur verið á mjólkurlagni þá eru kjöteiginleikarnir ekki miklir. Þannig eru til dæmis hafurskiðin svo lítils virði að bóndinn þarf að borga eldisbændum fyrir að taka kiðin til eldis. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktardeild Þekkingarseturs landbúnaðarins í Danmörku Þvottaboltinn – er græna byltingin í þvottavélina! Gerður úr náttúrulegum efnum Án ilmefna 100% öruggur fyrir húð, trefjar fatnaðarins og umhverfið Varðveitir vel liti fatnaðarins og teygju trefjanna Upplagður fyrir þvottinn af ungbarninu (góð forvörn) Hentar þeim vel sem eru með óþol gegn efnunum/eru með viðkvæma húð Hentar sérlega vel þar sem frárennsli er ekki fyrir hendi. Ef þú ert t.d. með rotþró getur þú með þvottaboltanum minnkað flæði efnanna í hana/til móður jarðar Ef þvottaboltinn er pantaður í gegnum Undraboltann ehf er frí póstsending innifalin hvert á land sem er – verð þvottaboltans er kr. 7.800.- (þriggja vikna skilafrestur) www.undraboltinn.is | undraboltinn@undraboltinn.is | finndu okkur á Fésbókinni

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.