Bændablaðið - 17.10.2013, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 2013
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Fræðsla um sauðfjárbúskap fyrir sunnlenska
og skagfirska sauðfjárbændur
Fyrir fáeinum árum settu starfs-
menn Búnaðarsambands Austur-
lands af stað fundaröð sérsniðna
fyrir sauðfjárbændur og gekk hún
undir nafninu „Sauðfjárskólinn“.
Sambærileg fræðsla var síðan boðin
sauðfjár bændum í Strandasýslu,
Húnavatns sýslum, Eyjafirði
og Þingeyjarsýslum og stóðu
viðkomandi búnaðarsambönd
fyrir þessum fundum þar. Þessi
Sauðfjárskóli var mjög vel sóttur
í þessum héröðum og voru bændur
almennt ánægðir með þetta
framtak.
Fræðsla í fimm sýslum
RML ætlar að halda þessu starfi
áfram og bjóða næst sauðfjárbændum
í fimm sýslum landsins þennan
fræðslukost. Þessar sýslur eru
Austur-Skaftafellssýsla, Vestur-
Skaftafellssýsla, Rangárvallasýsla,
Árnessýsla og Skagafjarðarsýsla.
Allir sauðfjáreigendur í þessum
sýslum sem áttu 50 ær eða fleira á
síðasta framleiðsluári hafa þegar
fengið bréf um þessa fræðslu.
Þeir sauðfjáreigendur sem eiga
færra fé á þessum svæðum er að
sjálfsögðu velkomið að koma í
„Sauðfjárskólann“.
„Sauðfjárskólinn“ stendur í u.þ.b.
eitt framleiðsluár og verða haldnir
sjö fundir á þessum tíma, sem standa
alla jafna frá kl 13-17. Fyrsti fundur
verður seinnipart nóvember n.k. og
sá síðasti um ári síðar. Á þessum
fundum verður fjallað um fjölmargar
hliðar sauðfjárræktar en meginstefið
verður hvernig ná megi sem bestum
árangi og afkomu í þessari búgrein.
Leiðbeinendur verða fyrst og fremst
starfsmenn RML á svið sauðfjárræktar
sem eru þau Árni B. Bragason ab@
rml.is, Eyjólfur Ingvi Bjarnason
eyjolfur@rml.is, Eyþór Einarsson
ee@rml.is, Fanney Ólöf Lárusdóttir
fol@rml.is og Lárus G. Birgisson
lgb@rml.is en starfsmenn RML á
sviði jarðræktar, bútækni og rekstra
verða einnig leiðbeinendur á sumum
fundum. Jafnframt verður leitast við
á fá þátttakendur til að miðla reynslu
sinni úr sauðfjárbúskapnum.
Dagskrá fundanna
Hér á eftir fer örstutt lýsing á áætlaðri
dagskrá fundanna með fyrirvara um
breytingar.
1. fundur – seinni hluti
nóvember 2013.
Fóðrun og umönnun áa til frjósemi
og afurða.
Haustmeðferð og fóðuráætlun. -
Farið yfir niðurstöður tilrauna og
almennar ráðleggingar.
Nokkur a t r i ð i um
sauðfjársæðingar, tilgangur og
leiðir til að ná góðri fangprósentu.
Frágangur á haustbók í fjárvís.is
og skipulag á komandi fengitíð.
2. fundur – miður janúar 2014
Fóðrun og markmið með
fóðuröflun og haustbeit.
Kynning á skýrsluhaldi í
sauðfjárrækt og uppbyggingu
þess.
Fjárvís, uppgjör síðasta árs.
Uppgjörsskýrslur, stöðumat og
markmiðasetning.
Skráning fangs, fósturtalninga
o.fl.
3. fundur – miður febrúar 2014
Fóðurkostnaður, fóðuröflun
og fóðurgæði, greining á
kostnaðarþáttum. Sniðið að
sauðfjárbúum.
Undirbúningur vorsins,
áburðardreifing, sáningar í tún
og grænfóður.
Skipulagning vor og haustbeitar.
Sumarbeitin afréttir/heimalönd –
rætt um nokkur umhugsunaratriði
4. fundur – miður mars 2014
Húsvist sauðfjár, vinnuhagræðing
á vetri, fóðrunaraðferðir.
Byggingarreglugerð, gólfgerðir og
einangrunarefni (kostir og gallar),
helstu húsgerðir, gjafagrindur,
gjafavagnar, brynningar.
Vinnuhagræðing við gjafir,
umhirðu og meðhöndlun áa á
vetri.
Fyrirhyggja sauðburðar, flokkun
áa, bólusetning og lyfjagjöf.
Vinnuskipulag á sauðburði.
5. fundur - snemma í apríl 2014
Sauðburður, fæðingarhjálp,
sjúkdómavarnir, undirvenjur,
vinnulag, beitarskipulag.
Helstu sjúkdómar á sauðburði
og meðhöndlun þeirra. Fjárvís.
is, burðarskráning og aðrar
vorskráningar. Dýralæknir verður
væntanlega meðal leiðbeinenda á
þessum fundi.
6. fundur – seint í ágúst 2014
Hauststörfin, flokkun lamba og
beitarskipulag og vinnulag við
fjárrag haustsins.
Þuklun ásetningslamba – verkleg
kennsla
Mat á væntanlegu verðmæti
afurða og val á sláturtíma.
Fjárvís.is, nýting hans til
undirbúnings hauststarfa og
líflambavals.
7. fundur – snemma í nóvember
2014
Rýnt í ræktun og rekstur. Helstu
áhrifaþættir og helstu leiðir til að
bæta afrakstur búsins?
Þátttakendur fá leiðbeiningar um
hvernig þeir getað skoðað ýmsar
tölur framleiðsluársins sem hér
er að ljúka og metið árangurinn.
Nýverið gáfu Uppheimar, í samstarfi
við Landbúnaðarháskóla Íslands, út
veglega 300 bls. kennslubók um
sauðfjárrækt. Reiknað er með að
þátttakendur í Sauðfjárskólanum
eigi þessa bók. Bókin er komin í
bókaverslanir en einnig er hægt að
kaupa hana hjá Landbúnaðarháskóla
Íslands á 7.000 krónur. Bókin verður
boðin til sölu á því verði á fyrsta fundi
„Sauðfjárskólans“ á hverjum stað
gegn staðgreiðslu.
Að lágmarki 15 bú þurfa að skrá
þátttöku á hverjum stað
Eins og fyrr segir er ráðgert að
bjóða „Sauðfjárskólann“ næst á
fimm stöðum, þ.e. Smyrlabjörgum
í Suðursveit, Kirkjubæjarklaustri,
Hvolsvelli, Stóra-Ármóti og Sauðár-
króki. Til þess að „Sauðfjárskólinn“
sé settur af stað á hverjum stað þurfa
að lágmarki 15 bú að vera skráð til
þátttöku. Frá hverju búi geta komið
á fundina þeir aðilar sem standa að
búrekstrinum þannig að t.d. hjón
geta komið bæði eða skipst á að
mæta ef það hentar. Í nóvember
á næsta ári er ráðgert að bjóða
sauðfjárbændum á gamla starfssvæði
Búnaðarsamtaka Vesturlands að byrja
í Sauðfjárskólanum og hefur hann þá
verið í boði í öllum sveitum landsins.
Sunnlenskir og skagfirskir
sauðfjárbændur sem hafa áhuga á
„Sauðfjárskólanum“ þurfa að skrá
sig fyrir 25. október nk. Senda skal
skráningu í tölvupósti á netfangið
rml@rml.is eða hringja í síma 516-
5000. Í skráningunni þarf að koma
skýrt fram nafn bæjar og nöfn,
kennitölur, símanúmer og netföng
þátttakenda frá búinu. Haft verður
samband við alla sem skrá sig fyrir 1.
nóv. Í sama netfangi eða símanúmeri
er einnig hægt að fá nánari
upplýsingar um kostnað og fleiri
atriði vegna þátttökunnar en þessi
atriði koma vel fram í bréfinu sem
sauðfjárbændur á þessum svæðum
fengu um miðjan september.
Nautastöð BÍ að Hesti
Nautgripasæðingar 2012 Grein 2
Áfram ætlum við að líta yfir sæð-
ingastarfsemina undanfarin ár.
Mynd 1 sýnir metinn árangur
sæðinga áranna 1997 til 2012.
Metinn árangur þýðir að kýrin/
kvígan kom ekki til endursæðingar
innan 56 daga frá sæðingu. Þessi
samanburður sýnir að metið fang-
hlutfall hefur heldur lækkað undan-
farin ár og má hluta þess rekja til
betri skráningar með tilkomu Huppu.
Árið 2011 er ástæðan trúlega sú að þá
fóru í umferð ungnaut með mjög lágt
fanghlutfall. Erfitt var í venjulegri
greiningu að sjá það fyrir og því fór
sem fór.
Skemmtilegt er að brjóta þetta
niður og tafla 1 sýnir árangur
sæðinga eftir svæðum. Tekin eru
þrjú ár sem eiga að vera fyllilega
sambærileg. Þegar litið er yfir tölur
hefur árangur á Vesturlandi heldur
fallið á meðan hann hefur batnað í
Eyjafirði og í Skagafirði og einnig
á Suðurlandi. Gaman væri að geta
skýrt þennan mun en væntanlega
eru þarna margir samliggjandi þættir
s.s heygæði, veðurfar, sæðisgæði og
mannsins verk.
Sveinbjörn Eyjólfsson
framkvæmdastjóri
Nautastöðvar BÍ
að Hesti, Borgarfirði
Mynd 1. Árangur sæðinga 1998 til 2012
Samanburður milli áranna 2010, 2011 og 2012
Búnaðar- 2010 2011 2012
samband 1.sæðing Árangur 1.sæðing Árangur 1.sæðing Árangur
Kjalnesinga 248 61% 259 64% 234 63%
Borgarfjarðar 1.477 69% 1.721 71% 1.507 66
Snæfellinga 583 68% 534 70% 590 69%
Dalamanna 306 72% 329 69% 314 67%
Vestfjarða 450 76% 501 72% 464 72%
Strandamanna 36 89% 42 86% 37 92%
V-Hún. 465 75% 442 70% 447 72%
A-Hún. 752 75% 798 77% 860 77%
Skagafjarðar 1.726 72% 1.855 68% 1.806 71%
Eyjafjarðar 4.090 74% 4.094 68% 3.892 72%
S-Þing. 1.227 65% 1.212 62% 1.143 62%
Austurlands 915 68% 872 68% 892 64%
A-Skaft. 379 72% 385 68% 293 71%
V-skaft 518 67% 547 68% 601 64%
Rangárvalls 2.516 65% 2.785 63% 2.649 65%
Árnessýsla 4.540 69% 4.622 66% 4.399 69%
Landið 20.228 70% 20.998 67% 20.128 69%