Bændablaðið - 17.10.2013, Síða 37

Bændablaðið - 17.10.2013, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 17. október 2013 Upplýsingatækni & fjarskipti sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Umfangsmikil hugbúnaðarþróun Bændasamtaka Íslands Á þessu ári hafa komið út nýjar útgáfur af öllum forritum Bændasamtaka Íslands; FJARVIS. IS, LAMB, Ófeigur, Vasafjárvís, Veraldarfeng (www.world fengur. com), SportFeng, HUPPU, JÖRÐ, Snata, Landsmarkaskrá og Bændatorginu. Að auki hafa komið út útgáfur af forritum sem upplýsingatæknisvið samtakanna rekur og þróar fyrir aðra, en þetta eru tölvukerfin www. dyraaudkenni.is (miðlægur gæludýragagnagrunnur) í eigu Völustalls ehf., www.bustofn.is (búfjáreftirlitskerfi, forðagæsla), www.bufjarheilsa.is (sjúkdóma- og lyfjaskráning búfjár) í eigu Matvælastofnunar (MAST). Þetta verður að kalla afrek út af fyrir sig enda eru flest þessara tölvukerfa umfangsmikil og flókin. Áður en árið 2013 er liðið er stefnt að því að nýjar útgáfur komi út af sauðfjárkerfunum LAMB, FJARVIS.IS, Ófeig og Vasafjárvísi. Samhliða vinnunni við LAMB á sér stað mikil þróunarvinna og þekkingaröflun við hönnun vefkerfa fyrir spjaldtölvur, snjallsíma og möguleika á vinnslu án þess að vera sítengdur við internetið. Þá er unnið að nýrri útgáfu af Bændatorginu í þeim tilgangi að auðvelda yfirsýn yfir stöðuna á áskriftum bænda að forritum Bændasamtakanna ásamt því að tengja umsóknir um jarðabætur betur við JÖRÐ, skýrsluhaldsforritið í jarðrækt, þar sem m.a. skráning á ástandi spilda hefur verið samræmd. Þá hefur verið samþykkt styrkumsókn Bændasamtakanna og RML um að bæta garðyrkju við JÖRÐ sem mun jafnframt auka notkunargildi fyrir alla bændur í jarðrækt, og er hafin vinna við greiningu. Í Vasafjárvísi er verið að bæta við flokkunarkerfi til að auðvelda bændum fjarrag og yfirsýn yfir fjárstofnin á hverjum tíma. Áður hefur verið fjallað um næstu útgáfu af LAMB hér í Bændablaðinu þar sem bætt hefur verið við heilsuskráningu og samtengingu við sjúkdóma- og lyfjaskráningu dýralækna í tölvukerfi MAST, Búfjárheilsu. Þessi útgáfa er í prófunum og fer í loftið á næstu dögum. Í HUPPU, skýrsluhaldskerfinu í nautgriparækt, er stöðugt unnið að viðbótum og endurbótum samkvæmt fyrirmælum RML og óskum bænda. WorldFengur tekur stöðugum framförum m.a. til að styrkja kerfið sem upprunaættbók íslenskra hestsins hérlendis og erlendis. Evrópusambandið er með endurbætur á reglugerð nr. 504/2008 um einstaklingsmerkingar á hrossum og uppruna- og rekjanleikaskráningu í rýniferli hjá aðildarríkjum en tilefnið eru nýlegar krísur sem hafa komið upp í Evrópu vegna hrossakjöts. Ljóst er að þessi reglugerð kalla á breytingar á útgáfu hrossavegabréfa. Þá má gera ráð fyrir margvíslegar ábendingar um nýjungar og endurbætur eiga eftir að koma upp á vinnufundinum um Veraldarfeng (WF) sem haldin verður í Malmö síðar í þessum mánuði, en skrásetjarar frá eftirtöldum löndum hafa staðfest þátttöku á skrifstofu FEIF í Vín: Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Íslandi, Lúxemborg, Slóveníu, Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi. Á þessu ári hefur Matvælastofnun lagt áherslu á þróun á Búfjárheilsu til að gera kerfið notendavænna, skráningu á sjúkdómum og lyfjagjöf fyrir sauðfé var bætt við og jafnt og áhersla er lögð á að koma á öryggri og auðveldri gagnatengingu við dýralæknaforrit sem dýralæknar nota í daglegum störfum. Á upplýsinga tækni sviði Bænda- samtakanna starfa tólf starfsmenn en auk hugbúnaðargerðar og reksturs gagnagrunna sinnir sviðið útgáfu hestavegabréfa, þjónustar ættbækur íslenska hestsins erlendis, sér um rekstur innri tölvukerfa Bændasamtakanna og sinnir tölvuþjónustu við starfsfólk samtakanna, Lífeyrissjóðs bænda, búgreinasamtaka og RML. Móttökustaðir fyrir ull og afhending umbúða. Söfnunarstaður Flutningsaðili Sími Ullarpokar fást hjá Sími Mosfellsbær Ístex hf. Völuteig 6. 566-6300 Ístex hf. Völuteig 6. 566-6300 Borgarnes Magnús Kristjánsson 434-1205 KB. Búrekstrardeild 430-5500 Snæfellsnes Velverk. Ystu Görðum 894-7257 Ragnar og Ásgeir Grundarfirði 430-8100 Búðardalur Áfangi ehf 892-3314 KM þjónustan Búðardal 434-1611 Saurbær Áfangi ehf 892-3314 KM þjónustan Búðardal 434-1611 Króksfjarðarnes Áfangi ehf 892-3314 KM þjónustan Búðardal 434-1611 Barðaströnd Barði Sveinsson / Nanna 456-2019 Barði Sveinsson Innri-Múla 456-2019 Þingeyri Akstur og löndun ehf 897-6733 Neðri Hjarðardalur 456-8137 Flateyri Akstur og löndun ehf 897-6733 Akstur og löndun ehf 897-6733 Ísafjarðardjúp Akstur og löndun ehf 897-6733 Akstur og löndun ehf 897-6733 Hólmavík Strandafrakt 892-4646 Strandafrakt. 892-4646 Bitrufjörður Strandafrakt 892-4646 Strandafrakt. 892-4646 Borðeyri Strandafrakt 892-4646 Þórarinn Ólafsson, Bæ 1 894-9468 Hvammstangi Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag V-Hún, pakkhús 455-2325 Blönduós Ullarþvottastöð 483-4290 N1 - Píparinn Blönduósi 452-4545 Sauðárkrókur Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag Skagf., Verslunin Eyri. 455-4610 Akureyri Rúnar Jóhannsson 847-6616 Bústólpi Oddeyrargötu 460-3350 Húsavík Rúnar Jóhannsson 847-6616 Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti 464-3450 Mývatn Rúnar Jóhannsson 847-6616 Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti 464-3450 Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277 Þórshöfn Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277 Vopnafjörður Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277 Egilsstaðir Baldur Grétarsson 861-1961 Fóðurblandan, Egilsstöðum 570-9860 Höfn Sigurður Rúnar Magnússon 848-4505 KASK Höfn Hornafirði 470-8222 Kirkjubæjarklaustur Sigurður Rúnar Magnússon 848-4505 N1 - Kirkjubæjarklaustri 487-4628 Vík Sigurður Rúnar Magnússon 848-4505 Kjarval verslun 487-1325 Hvolsvöllur Þórður Jónsson 893-2932 Þórður Jónsson 893-2932 Flúðir Áfangi ehf 892-3314 Flúðaleið 486-1070 Selfoss Áfangi ehf 892-3314 Fóðurblandan 570-9840 SJÁUMST Í VETUR! VANDAÐUR VETRAR- OG ENDURSKINSFATNAÐUR KÍKTU Á DYNJANDI.IS! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is WorldFengur.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.