Læknablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 9
L K N A B L A Ð I Ð
115
ar spelku-meðferð, eða hafa
ekki aðstöðu til að nota hana.
Skurðaðgerðin: Farið er inn
með húðskurði, sem byrjar 4
cm ofan við efri hrukkuna
framan á úlnlið, ulnart við sin-
ina á palmaris longus. Við fyrr-
nefnda hrukku beygir skurður-
inn lateralt ca. 1—2 cm og held-
ur síðan áfram niður í lófa eftir
thenar-hrukkunni. Nervus me-
dianus er nú að finna á milli
sinanna á palmaris longus og
flexor carpi radialis rétt áður
en liann fer inn í canalis carp-
alis undir ligamentum trans-
versum carp. volare. Þetta liga-
ment er nú klippt varlega, en
þess vandlega ga?tt, að skadda
ekki taugina sjálfa né greinina
úr henni, sem fer til tlienarvöðv-
anna. Taugin er síðan losuð frá
umhverfinu og gerð neurolvsis,
ef nauðsyn krefur. Gæta þarf
þess, að fara nógu langt fram,
svo taugin sé alveg frjáls. Alltaf
má sjá, livar ligamentsstrengur
þrengir sérstaklega að tauginni
og er þá stundum komið þvkk-
ildi eða neurinom-hnútur á
taugina fyrir ofan þrengslin.
Það jafnar sig smám saman og
þarf ekki að gera neitt við því.
Sárinu er lokað með saumum
í subcutis og húð, en ligament-
um transvers. carp. látið vera
vel opið.
Eftirmeðferð eru einfaldar
umbúðir og teygjubindi um úln-
liðinn í 5 vikur. — Er ofl undra-
vert, hve fljótt taugin nær sér.
Sjúkrasögur.
Á sjúkrahúsi Akraness höfum
við haft 8 sjúklinga til með-
fei’ðar, 6 konur og 2 karla.
1. Þrjátíu og átta ára göm-
ul kona, g. bónda, liafði alltaf
verið liraust, en fór fyrir 1 ári
að kenna dofa í vísifingri og
löngutöng h. handar. Mest bar
á þessu á nóttunni, en var þó
alltaf til staðar. Um tima mikla
verki í þessum fingrum. Fékk
vítamíu og minnkaði þá verk-
urinn, en dofinn fór heldur vax-
andi. I 6 vilcur áður en hún
kom i spitalann, hefur hún ver-
ið svo til tilfinningalaus í fyrr-
nefndum fingrum. Rýrnun á
vöðvum þumalfingursmegin i
lófa hægt vaxandi í % ár. Sjúkl.
getur ekki valdið nál og ekki
prjónað. Við skoðun sést mikil
rýrnun á thenar-vöðvum h.
handar. Anæsthesi á 2. og 3.
fingri og í lófa þar upp af.
Hreyfingar á fingrum eðlileg-
ar, sérstaklega við flexio á
fingrum, en við opponeringu á
þumalfingri, er kraftur miklu
minni á li. liendi en vinstri.
Venjulegar blóð- og þvagrann-
sóknir eðlilegar og engin önnur
einkeuni komu fram. Hinn 11.
okt. ’57 var gerð Transcisio
ligam. carpi vol. et neurolysis
eins og að framan er lýst.
Greinilega var haft á einum stað
í ligamentum, sem þrengdi að
tauginni og var hnúður þar á
henni rétt fyrir ofan. Einkenni
Iiafa síðan farið minnkandi, en