Læknablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 19
LÆKNABL AÐ IÐ
121
Sjúkdómsmyndir.
Toxoplasmosis kemur fram í
margvíslegum myndum5), sem
líkjast mjög ýmsum öðrum
sjúkdómum, og gengur því oft
illa að greina sjúkdóminn, ef
læknar hafa hann ekki sérstak-
lega í huga. Venjulega er sjúk-
dómnum skipt í tvær myndir:
Meðfædda smitun og smitun eft-
ir fæðingu. Oft er erfitt að
greina þar á milli.
TOXOPLASMOSIS CONGE-
NITA getur komið fram sem
bráður sjúkdómur þegar eftir
fæðingu, eða dulin smitun, sem
getur algjörlega legið niðri eða
komið fram sem sjúkdómur síð-
ar í lifinu og þá sérstaklega sem
augnsj úkdómur.
Álitið er, að mæður, sem fæða
hörn með toxoplasmosis, smit-
ist á meðgöngutímanum án þess
að verða veikar. Smitunarleiðin
til fóstursins mun vera gegnum
fylgjuna (placenta). Mæður,
sem fætt hafa börn með toxo-
plasmosis, fæða eklci síðar sýkt
hörn. Þetta bendir á ónæmi hjá
móðurinni, sem ver fóstrið sýk-
ingu. Smitun, sem á sér stað
snemnia á meðgöngutímanum,
orsakar dauða hjá fóstrinu.
Smitun á miðjum meðgöngu-
tímanum getur orsakað dauða
hjá fóstrinu og fósturlát eða
sjúkdóm í augum og miðtauga-
kerfi, sem getur leitt til hvdro-
cephalus, micropthalmos og
fleiri afleiðinga sjúkdómsins s.s.
andlegs sljóleika, krampa, ým-
issa lamana, nystagmus o. fl.
Smitun síðast á meðgöngutím-
anum orsakar sjaldnar encep-
halomyelitis og chorioretinitis,
en einkum sjúkdóm í innri líf-
færum, t. d. hepatosplenome-
gali með útbrotum og gulu.
Þessi hörn lifa þó oft ekki nema
skamma stund eftir fæðingu.
Oftar er það, að hörn, er fæð-
ast með toxoplasmosis, eru ekki
veik við fæðingu og verða e.t.v.
aldrei veik, en geta síðar fengið
enceplialitis, lymphadenitis eða
hólgur í augun. Oft er erfitt eða
ómögulegt að segja til um, livort
um er að ræða meðfædda smit-
un, sem liefur tekið sig upp,
eða smitun, sem átt hefur sér
stað eftir fæðingu.
Þar sem chorioretinitis er ein
algengasta sjúkdómsmyndin og
einna auðveldust að greina,
verður þessari sjúkdómsmynd
að nokkru lýst hér.
Chorioretinitis acuta, sem
finnst hjá hörnum skömmu eft-
ir fæðingu, er stundum samfara
encephaloniyelitis. Oftast er þó
eina mynd sjúkdómsins chorio-
retinitis, sem þarf ekki að koma
fram fyrr en nokkrum vikum,
mánuðum eða árum eftir fæð-
ingu. Bólgan i augunum getur
tekið sig upp livað eftir annað
á nýjum og nýjum stað í augn-
botnunum, með löngu millihili.
Er orsökin talin vera, að „pseu-
docystur“ rofna og leysa úr
fjötrum snýkla, sem flytjast