Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 21
LÆKN ABLAÐIÐ 123 Toxoplasmosis acquisita ex- anthematica er sjaldgæf sjúk- dómsmynd og oftast banvæn. Lýsir hún sér með háum hita, bólgu í lungum og bjartavöðva. Toxoplasmosis acquisita cere- brospinalis er líka mjög sjald- gæfur sjúkdómur. Finnast þá snýklar í mænuvökva. Að öðru leyti er ekki bægt að greina sjúkdóminn frá encephalitis af öðrum uppruna. Toxoplasmosis acquisita oph- thalmica er sjaldgæf sjúkdóms- mvnd, miðað við þá meðfæddu, sem talin er all-útbreidd. Sjúk- dómurinn kemur fram sem uveitis, ýmist sem chorioretinitis eða iridocyclitis. Erfitt eða óger- legt er að segja til um hvort um nýja smitun er að ræða, einkum þar sem mótefnamynd- un við augnsjúkdóma af þess- um uppruna er mjög lítil og ekkert sérstakt við sjúkdóms- myndina, sem greinir á milli. Sumir álíta, m. a. Jakobs, Cook og Wilder"), að toxoplasmosis geti verið orsök allt að þriðj- ungs uveitis granulomatosa til- fella. Hefur þeim tekizt að finna toxoplasma-snýkilinn í mörg- um augum, sem tekin böfðu verið úr fólki með uveitis. Við greiningu á toxoplasmosis oculi koma aðallega tuberculosis og lues til greina. Sennilegt er, að þessi sjúkdómur hafi oft vérið greindur sem berklar í augum. Sjúkdómurinn varir venjulega ekki lengur. en nokkrar vikur eða mánuði, eða skemmri tíma en búast mætti við, ef að um berklabólgu væri að ræða. Meðferð. Rannsóknir liafa sýnt, að sul- fonamid og pj'rimethamine (Da- raprim-antimalaria lyf) Iiafa samorkandi áhrif á toxoplasm- osis Iijá dýrum, en minni lækn- ingamátt Iijá mönnum, þó sum- ir Iiafi séð árangur á bráða (akúta) stiginu. Á langvinna stiginu er ekki talið, að þessi Ivf Iiafi verkun á snýklahreiðr- in í „pseudocystunum“. NOKKRAR SJÚKRASÖGUR. Greinarhöfundur telur sig hafa fundið nokkra sjúklinga með toxoplasmosis oculi hér á landi, og verður þessum sjúk- dómstilfellum að nokkru lýst. 1. H. Á. é f. 4/4 1939, nem- andi. Leitaði til mín 7/10 1957 vegna sjóntruflana á vinstra auga, sem hann var búinn að veita athygli í 2—3 vikur og bafði ágerzt nokkuð. Hann bafði fengið inflúenzu fyrir 3—4 vik- um. Við augnskoðun kom í ljós: Hægra auga: Sjónskerpa: (5/7 Snellen. Aiignbotn: Rétt fvrir ofan fovea centralis er svört skella í retina með ljósleitum baug í kring og nokkrar smærri dökkar skellur sjást lengra úti í augnbotninum. Vinstra auga: Sjónskerpa: 6/9 Snellen. Smávegis grugg í corpus vitreum. Meðfram

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.