Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1959, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.12.1959, Qupperneq 10
128 LÆKNABLAÐH) isenibættið i Reykjavík. Hann tók þá við þvi embætti og gegndi því til ársloka 1949, en þá lét hann af þvi embætti samkvæmt eigin ósk. Þetta er hið helzta um náms- feril og embættisferil Magn- úsar Péturssonar. Eins og ég hef þegar tekið fram, var Magnús Pétursson skipaður héraðslæknir i Strandahéraði frá 1. júní 1910. Eins og kunnugt er, þá er liér- að þetta mjög erfitt. Aulc þess varð hann stundum að gegna nágrannaliéruðunum, Revkjar- fjarðarhéraði og Reykhólahér- aði. Hann varð brátt mjög ást- sæll af héraðsbúum, og auk emhættisins, er hann rækti með sérstakri samvizkusemi, hlóðust á hann ýmis opinber trúnaðarstörf. Fjórum árum eftir að hann tók við héraðinu, var hann kosinn þingmaður Strandamanna, og var það ó- slitið næstu 9 árin. Á al])ingi gerðist hann fljótlega áhrifa- mikill, sem meðal annars má marka af því, að þar voru hon- um brátt falin ýriis ábyrgðar- mikil trúnaðarstörf. Eftir eins árs þingsetu var hann orðinn framsögum að ur f j árveitinga- nefndar, og því starfi hélt hann öll þau ár, er hann átti sæti á alþingi eftir það. Enn fremur var liaun formaður fullveldisnefndar á árunum 1917 og 1918. Ilaustið 1919 var Magnús Pétursson skipaður í nefnd til þess að undirhúa lög um berklavarnir, ásamt þeim próf. Guðmundi Magnússvni og próf. Sigurði Magnússyni. Næsta ár sigldi Magnús á vegum þessar- ar nefndar til þess að kynna sér berklavarnir erlendis. Ár- ið 1921 skilaði nefnd þessi vönduðu nefndaráliti, sem samþvkkt var á alþingi með lítilsháttar hreytingum sem lög. Má hildaust fullyrða, að lög þessi marki alger tímamót í berklavörnum á íslandi. Á árunum 1928—1929 dvaldi Magnús Pétursson í Hamhorg til þess að kynna sér berkla- varnir og millilandasóttvarnir. Það gat naumast hjá því farið, að Magnús Pétursson yrði að taka að sér ýmis opinber trúnaðarstörf, auk hin§ um- fangsmikla emhættis, eftir að hann flutti til Revkjavíkur, og ' skal nú nefnt það helzta. Hann var formaður Hjúkrunai’félags Reykjavíkur frá 1929—1937, en eftir að það var lagt niður, var hann í stjórn Rerklavarna- félags Islands. Hann átti sæti í íæknaráði frá 1942, að það var stofnað, og fram á árið 1951. Enn fremur átti hann sæti í rikisspítalanefnd. Nokkrum árum áður en Magnús Pétursson lét af störf- um sem héraðslæknir í Revkja- vík, samdi hann með aðstoð færustu sérfræðinga hérlendis, uppkasl að heilbrigðissam-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.