Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1959, Page 35

Læknablaðið - 01.12.1959, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 153 Næsta mál var Domus Me- dica. Nokkrar umræður urðu um uppkast að stofnskrá, með- al annars um kjörtímabil stjórnar. Fundarstjóri las síð- an stofnskrá lið fyrir lið með þeim breytingum, sem gerðar voru og var hún samþykkt. (Stofnskráin er beft inn í fund- argerðabókina). Þá var samþykkt tillaga um að heimila stjórninni að leggja fram 100.000,00 krónur í bygg- ingarsjóð Domus Medica. Jón Sigurðsson vakti máls á seinagangi mála, er varða bygg- ingu fávitahælis í Kópavogi. Þar eð hælið að Kleppjárns- reykjum hefði nú verið lagt niður, vegna skorts á starfs- fólki, hefði aukning aðeins orðið 5 rúm á 6 árum. Bygg- ingin í Kópavogi væri ekki tekin að fullu í notkun ennþá og væri þriðji hluti húsnæðis- ins ófullgerður. Ófeigur .1. Ófeigsson þakkaði Jóni Sigurðssyni fyrir að vekja máls á þessu nauðsynjamáli og tóku fleiri í sama streng. Var svo hljóðandi ályktun sam- þykkt: „Aðalfundur Lækna- félags íslands haldinn 25,-—27. júní 1959 átelur þann seina- gang, sem verið hefur undan- farin ár á bvggingafram- kvæmdum við Fávitahælið í Kópavogi. Skorar fundurinn enn á ný og eindregið á heil- brigðisstjórnina að hún hlut- ist lil um, að bætl verði iiið fyrsta úr brýnni þörf á þessu sviði.“ Fundarstjóri (Eggert Ein- arsson) ítrekaði áskorun til svæðafélaganna um að til- kynna vikar-þörf ár hvert. Enn fremur hvatti hann félags- menn lil góðrar samvinnu með upplýsingar varðandi kostnað við læknisstörf, gjaldskrár- nefnd til aðstoðar. Þakkaði góða fundarsetu og kurteisleg- an málflutning. Fundi slitið. Læknafélag Reykjavíkur bauð læknum og konum þeirra svo og gestum L. 1. til fagnaðar i kjallara Þjóðleikhússins kl. 18 um kvöldið, en síðan var snæddur kvöldverður á sama stað og skemmt sér fram eftir kvöldi. ------•------ FRÁ LÆKNCM: Lausn frá embætti, fyrir aldurs sakir, liafa fengið héraðslæknarnir Árni Vilhjálmsson, Vopnafirði og Halldór Kristinsson, Siglufirði. Bragi Níelsson, læknir, hefur hinn 21. júlí 1959 verið skipaður liéraðs- læknir i Kirkjubæjarhéraði frá 1. júli 1959 að telja. Tómas Helgason, læknir, hefur hinn 19. sept. 1959 fengið leyfi til þess að mega starfa sem sérfræð- ingur í geð- og taugasjúkdómum. Magnús Þorsteinsson, cand. med. var hinn 25. sept. 1959 settur til þess að vera héraðslæknir í Bakka- gerðishéraði frá 1. nóv. 1959 og þar til öðruvísi verður ákveðið. Sigursteinn Guðmundsson, cand. med chir., var hinn 10. okt. 1959

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.