Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1967, Side 67

Læknablaðið - 01.08.1967, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ 161 b) hvaða próf og aðferðir eru árangursríkust við uppgötvun sjúkdóma, c) hvort reglubundnar hóprannsóknir, m. a. með hjálp tækni- legs þjálfaðs starfsliðs og aukinni sjálfvirkni (t. d. notkun skýrsluvéla og rafreiknis), geta létt nokkuð álagið á sjúkra- húsunum, d) hverju máli uppgötvun sjúkdóma skipti fyrir einstakling- inn og þjóðfélagið. Upphaflega voru rannsakaðir 500 karlar og 500 konur eða sýnishorn úr um 22.000 manna hópi á aldrinum 45, 50, 55, 60 og 65 ára. Þessi rannsókn var allumfangsmikil. Sjúkdómsferill þátt- takenda var rakinn með stöðluðum spurningalista, sem síðar var yfirfarin af lækni, ritara og sálfræðingi. Klínisk skoðun var gerð og jafnframt því var tekið hjartarafrit, röntgenmynd af lungum og hjarta með skuggaefni, gerð öndunarpróf (peak flow og vital capacity), augnspeglun, mældur augnþrýstingur og gerðar um 40 mismunandi mælingar á blóð- og þvagsýni frá hverjum þátttakenda (auto-analyzer). Allar upplýsingar voru lyklaðar (coded) og gataðar inn á spjöld. Urvinnsla fór fram í tölvu og er nú að mestu lokið. Við framhaldsrannsóknina var tölvan látin skrifa sjúkraskrána, og auðveldaði það mjög alla vinnu. Til þess að kanna mikilvægi rannsóknarinnar fyrir ein- staklinginn var beitt eftirfarandi aðferðum: 1) Allir þátttakendur voru spurðir um líðan tveimur árum eftir fyrstu rannsókn. 2) Skýrslur frá læknum þátttakenda voru athugaðar. Niðurstöður af báðum þessum athugunum voru þær, að 20% eða um 200 manns af 1000 höfðu haft verulegt gagn af rannsókninni, vegna þess að þeir höfðu fengið: a) lækningu á alvarlegum sjúkdómi, b) verulega bót á einhverjum sjúkdómi, samfara betri líðan. Læknar, sem gerðu rannsóknina, athuguðu úrtak (sample) úr þátttakendahópnum, án þess að vera kunnugt um niðurstöður þær, er getið er um hér að framan, og fengu líkar niðurstöður. Af öðrum rannsóknum má draga svipaðar niðurstöður.10 Jafnframt má geta þess, að um 200 þátttakendur, sem voru sendir til nánari athugunar, þurftu ekki frekari aðgerða við, en algengustu orsakir þeirrar athugunar voru óreglulegar blæð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.