Læknablaðið - 01.02.1968, Side 24
2
LÆKNABLAÐIÐ
hafa staðið til læknanáms, því að árin 1937 til 1939 stundaði hann
nám í efnafræði við háskóla í Stokkhólmi. Heimsstyrjöldin mun
hafa valdið því, að Ólafur gat ekki haldið því námi áfram og í
stað þess að halda áfram námi þá, valdi Ólafur sér starf á nýjum
vettvangi. Hann stundaði kennslustörf við gagnfræða- og iðn-
skóla í Vestmannaeyjum, á Isafirði og í Hafnarfirði til 1947.
öllum, sem til þekkja, ber saman um, að Ólafur hafi verið
vel fallinn til kennslustarfa, en samt sem áður felldi hann sig
ekki við starfið í þeim mæli, að hann tæki sér það að ævistarfi,
og haustið 1947 settist hann í læknadeild Háskólans. Alltaf þarf
snerpu og hugrekki til þess að skipta um starf, en þó þarf mun
meira áræði til þess að hefja langskólanám, þegar menn eru
komnir á þann aldur, að jafnaldrarnir og samstúdentarnir hafa
flestir lokið námi og eru komnir að starfi. En Ólafur stundaði
háskólanámið af dugnaði og lauk því á stuttum tíma, því að hann
lauk embættisprófi í læknisfræði vorið 1952.
Að loknu kandídatsstarfi á sjúkrahúsum í Reykjavík gerð-
ist Ólafur héraðslæknir í Súðavík og starfaði þar í tvö ár.
Þeir, sem voru samtímis Ólafi í háskóla, gerðu ráð fyrir, að
héraðsdvöl hans yrði tímabundin og hann hygði síðar á fram-
haldsnám í læknisfræði og þá helzt á einhverjum sviðum rann-
sóknarstarfa. Þetta mat b.vggðist á því meðal annars, að þegar
í námi og starfi hafði Ólafur sýnt, að hann hafði til að bera í
ríkum mæli þá hæfileika, sem vísindamönnum í læknisfræði eru
nauðsynlegastir: vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum, gagn-
rýni og þolinmæði.
Það kom því starfsbræðrum hans nokkuð á óvart, er hann
sótti um nýstofnað læknishérað að Hellu á Rangárvöllum árið
1956 og gaf jafnframt ótvírætt í skyn, að hann hygðist velja sér
héraðslæknisstarfið að ævistarfi.
Fljótlega eftir að Ólafur settist í embætti á Hellu, kom í ljós,
að hann hafði fullmótaðar hugmyndir og áætlanir um það, hvern-
ig hann teldi, að starf héraðslæknis ætti að leysa af hendi, og
hann var fastráðinn í því að fella störf sín á Hellu í þann farveg.
Á Hellu hafði ekki setið læknir fyrr, og mjög fljótt fór mik-
ið orð af Ólafi sem góðum lækni og mikilhæfum manni, mun
meira en títt er um lækna nú á dögum. Héraðsbúar kunnu vel að
meta brautryðjandastarf þessa ósérhlífna og ötula læknis, sem
bar fyrst og fremst heill þeirra og heilsufar fyrir brjósti og vildi
búa sér sem bezta aðstöðu til þess að gegna hlutverki sínu.
Á Hellu kom Ólafur á fót nýtízkulegri heilsugæzlu- og lækn-