Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1968, Side 25

Læknablaðið - 01.02.1968, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 3 ingastöð, sem aðeins var að því leyti frábrugðin hinu bezta, sem annars staðar er að finna á því sviði, að hann vann sjálfur öli störfin, skoðaði sjúklinga, skrifaði sjúkraskrár, tók sýni, fram- kvæmdi rannsóknir og gerði röntgenskoðanir. Augljóst er, að til þess að geta komið því í verk, sem gera þurfti, varð annars vegar að skipuleggja starfsdaginn og hins vegar að fá héraðsbúa til að virða viðtalstíma, þegar ekki var um bráða hjálp að ræða. Hvort tveggja þetta var, að sögn Ólafs sjálfs, forsenda þess, að hægt væri að ætla einum manni þessi verk, og það tókst eins vel og raun bar vitni. Ólafur hafði fullnægingu af því læknisstarfi einu, þar sem hann fékk tíma til að leysa vanda sjúklinga sinna sjálfur og beita þeim rannsóknum, sem hann hafði tök á. Hann sendi sjúklinga sína því ekki um langan veg til sérfræðinga, fyrr en hann vissi, um hvað var að ræða eða að hverju þurfti að leita. Á þennan hátt mun hann háfa sparað mörgum Rangvellingum ótaldar ferð- ir til Reykjavíkur. Oft hefur verið á það bent, hve langskólagengnir menn hafa almennt minni félagskennd og þroska en jafnaldrar þeirra, sem aldir eru upp við nám eða starf, sem veita jafnframt hlutdeild og kynni af daglegu starfi og striti. Löng seta á skólabekk getur þannig orðið einangrandi, og því meir, sem námið er meira ein- hliða. Læknar eru hér engin undantekning, þvi að námsvettvang- ur þeirra, sjúkrahúsin, eru ekki stofnanir, þar sem persónuleg tengsl lækna og sjúklinga eru höfð í æskilegum heiðri. Þar er fremur litið á sjúkling sem ,,tilfelli“ af þeirri eða hinni sjúkdóms- tegund, þar sem persónuleg vandamál eru ekki talin skipta máli. Mjög víða hafa augu manna opnazt æ betur fyrir því á síð- ari árum, hver nauðsyn það er verðandi læknum að þekkja tengsl sjúklingsins við þjóðfélagið og þjóðiífið, því að margir sjúkdóm- ar bera lit af þessum þáttum og læknast ekki, nema um þá sé vitað. Við erum skammt komnir á veg í þessum efnum, og þeir læknar, sem skilning hafa á þessum þætti læknisstarfs, hafa flestir öðlazt hann í starfinu og af reynslu. Ólafur Björnsson var fullþroska maður, er hann hóf læknis- starf, og löng reynsla sem kennari og skólamaður var honum tvímælalaust gótt veganesti. Hann hafði til að bera sterka félags- lega kennd, meiri en vart verður við, að læknar almennt hafi öðlazt. Þessa gætti í öllu starfi hans, út á við í öllu hans læknis- starfi, eins og þegar hefur verið rakið, og inn á við í starfi að ■félagsmálum lækna sjálfra.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.