Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 33

Læknablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 33
LÆKNABLAÐIÐ 9 Eftir þessu að dæma mætti búast við, að um það bil 11—13 sjúklingar á íslandi þyrftu árlega á P-M meðferð að halda. Áð- ur en farið var að nota P-M, voru sjúkdómshorfur (prognosis) þessara sjúklinga mjög slæmar. Þriðjungur sjúklinganna dó inn- an fjögurra vikna frá því, að algjör A-V stöðvun var greind, og eftir eitt ár er aðeins helmingur á lífi. Sjúkdómshorfurnar versna cftir því sem aldur sjúklinga hækkar. Hjá sjúklingum<59 ára er dánartala innan eins árs 43%, en hjá þeim, sem eru >80 ára, erhún78% (Johansson).2 Eg mun þessu næst gera grein fyrir helztu ástæðum P-M meðferðar. Ástæður P-M meðferðar 1) Algjör A-V leiðslustöðvun (block) með S-A köstum. Þetta má telja sígilda ástæðu P-M meðferðar. Hjá 85% sjúklinga með S-A köst er orsökin algjör A-V leiðslustöðvun, með lengri eða skemmri hjartastöðvun (asystolia cordis).3 Ef sjúklingarnir deyja ekki í slíku kasti, leiðir þetta, þegar til lengdar lætur, til heilaskemmda, vegna þess að heilinn þolir verst líffæra líkamans lélega blóðrás. Þessir sjúklingar verða smám saman gleymnir og andlega sljóir, og svo getur farið að lokum, að þeir verði algjör- lega ruglaðir. Þetta er oft mjög átakanlegt, þar sem sumir sjúkl- inganna eru tiltölulega ungir að árum. 2) Við hjartabilun (insufficentia cordis) með algjörri A-V stöðvun má ekki gefa digitalis, því að það getur orsakað hjarta- stöðvun. Eftir að þessir sjúklingar hafa fengið P-M, er áhættu- laust að gefa þeim digitalis og á þann hátt bæta hjartastarfsem- ina og blóðrásina. Það sakar ekki að benda á, að með bættri blóð- rás til nýrnanna eykst „glomerularfiltrationin“ og útskilnaður á natríumklóríði. 3) Kransæðastífla með A-V stöðvun. Ein af alvarlegustu af- leiðingum kransæðastíflu er skyndileg A-V stöðvun. Dánar- tala þessara sjúklinga var mjög há, áður en farið var að nota P-M, eða um 64%, en er nú 14% með P-M meðferð (Bruce et al.).4 P-M hefur ekki í öllum tilfellum þurft að vera til lang- frama, þar sem um það bil 50% sjúklinganna fá aftur sinushjart- slátt, þegar sárið (infarctinn) í hjartavöðvanum er gróið. Á brjóstholsdeildinni hér í Malmö höfum við haft til með- ferðar nokki'a slíka sjúklinga, og hefur árangur verið svipaður. 1 þessum tilfellum notum við ávallt P-M af ,,Demand“-gerð (sbr, síðar).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.