Læknablaðið - 01.02.1968, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ
17
LÆKNABLAÐIÐ
54. árg. Febrúar 1968
rELAGSPRENTSMIÐJAN H F.
CODEX ETHICUS
Islenzkum læknum hefur nú
borizt „Codex Ethicus“ — siða-
reglur lækna — 1968. Codex
þessi var saminn af Ólafi
Björnssyni, Páli Gíslasyni og
Páli Sigurðssyni og samþykkt-
ur á aðalfundi L. I. 27.—29. júlí
1967. Er hér um mjög fullkomna
endursamningu á Codex að
ræða, og er ekki neinni rýrð á
aðra nefndarmenn kastað, þótt
fullyrt sé, að það starf hafi mest
mætt á Ólafi heitnum, og því
skilað af þeirri vandvirkni og
lipurð, er einkenndu öll hans
störf.
I inngangi að Codex segir Ól-
afur svo:
Codex Ethicus er læknum til
leiðbeiningar, hvernig þeim beri að
gæta „heiðurs og göfugra erfða“
stéttarinnar, og almenningi til
verndar gegn hvers konar skottu-
lækningum.
Heit það, sem kennt er við Genf,
en á rót sína að rekja til Hippo-
kratesar, skal hver verðandi lækn-
ir festa til að hljóta ius practicandi
og leggja við mannorð sitt og
drengskap að halda það ævinlega.
Samkvæmt lögum Læknafélags
íslands eru Alþjóðasiðareglur
lækna lagðar til grundvallar þeim
Codex Ethicus, sem félagið setur
meðlimum sínum.
Með þessum Codex viðurkennir
læknastéttin:
1. að hún er bræðralag,
2. að hún helgar sig þjónustu við
alla menn í baráttu gegn sjúk-
dómum og verndun heilbrigði,
3. að hún gegnir ábyrgðarhlut-
verki og getur því aðeins vænzt
vegs og trausts af samfélaginu,
að hún geri sér allt far um að
vera vaxin þeim siðferðilega
vanda, sem þekking, tækni og
félagslegt hlutverk leggja
henni á herðar.
Fyrsta tilraun til að setja ís-
lenzkum læknum Codex Ethicus
var gerð 1896. Var þá reynt að
stofnsetja „Hið íslenzka lækna-
félag“; voru samin bráða-
birgðalög og uppkast að Codex
Ethicus. — Ekki varð þó neitt
úr, og næst virðist hugmyndin
um Codex Ethicus stinga upp
kollinum snemma á árinu 1915,
er Læknafélag Reykjavíkur kýs
læknana Guðmund Magnússor.,
Guðmund Hannesson og Matthí-
as Einarsson í nefnd til þess að
gera tillögur um Codex Ethicus.
Voru tillögur nefndarinnar lagð-
ar fyrir félagsfund 8. nóv. það
ár, en síðan einnig sendar lækn-
um utan Reykjavíkur til um-
sagnar og tillagna. Nokkuð
barst af breytingartillögum á
næsta ári, og er svo að sjá, að
jafnframt þessari könnun hafi
yerið unnið að undirbúningi að
stofnun Læknafélags íslands.
Jafnframt því, er frumvarp að
lögum „Læknafélags Islands"
birtist í Læknablaðinu í marz