Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 44

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 44
18 LÆKNABLAÐIÐ 1917, virðist ljóst, að meiri hluci iækna landsins hafi undirritað Codex-tillögur L. R. með tiltölu- lega smávægilegum breytingum. Við stofnun Læknafélags Is- lands í janúar 1918 var þessi Codex jafnframt samþykktur sem siðareglur L. I. Lög L. I. og Codex eru síðan endurskoðuð 1924, og birtist svo „Codex Ethicus fyrir íslenzka lækna“ í Læknablaðinu í júlí 1925. Sá Codex er síðan í gildi til 1944, en nýr Codex Ethicus undirbúinn af þar til kjörinni nefnd læknanna Sigurjóns Jóns- sonar, Valtýs Albertssonar og Jóhanns Sæmundssonar. Höfðu þeir sér til stuðnings Codex- frumvarp, sem undirbúið var á árunum 1939—1942. Codex sá, sem samþykktur var á aðalfundi L. 1. 1944, var svo gefinn út sérprentaður 1945, og endurprentaður 1955, en þá með viðauka: „Alþjóðasiðaregl- ur lækna“, samþykktar af árs- þingi World Medical Associ- ation 1949, og „Genfarheit lækna“, samþykkt af ársþingi World Medical Association 1948, í ágætri þýðingu Vilmund- ar Jónssonar. Aðdragandi þess Codex, sem nú birtist, mun sá fyrstur, að á aðalfundi L. I. að Egilsstöðum 1964 benti dr. Óskar Þórðarson á nauðsyn þess að endurskoða Codex og samræma hann breytt- um aðstæðum. Var þá kosin nefnd til að undirbúa það mál ásamt tillögum til lagabreyt- inga fyrir L. I. I þeirri nefnd sátu dr. óskar Þórðarson, Guð- mundur Karl Pétursson og Ás- mundur Brekkan. Nefndin skil- aði lagafrumvarpi fyrir aðal- fund L. I. 1965, en vannst eigi tími að ljúka við Codex-tillög- urnar. Var á aðalfundi L. I. 1965 kjörin nefnd sú, er um getur í upphafi, og má segja, að hún hafi skilað verkefni sínu virðu- lega og vel unnu. LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 50 ÁRA Hinn 14. janúar sl. voru rétt fimmtíu ár liðin frá stofnun L. I. — Drepið er lítillega á að- draganda þess hér að frarnan, en væntanlega mun þess kostur að rita sögu L. I. rækilega nú á afmælisári þess. Vitanlega var aðalhvatamað- ur að stofnun L. I. læknahöfð- inginn Guðmundur Hannesson, og verða störf hans í þágu ís- lenzkrar læknastéttar, og menn- ingar landsmanna yfirleitt, seint fullmetin eða þökkuð. Stjórn L. I. hefur þótt heppi- legt að geyma hátíðahöld vegna afmælisins til síðsumars, en væntanlega mun verða haldinn hátíðafundur í septembermán- uði.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.