Læknablaðið - 01.02.1968, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ
19
Guðmundur Gíslason:
ORMAR I BÚFÉ Á ÍSLANDI
Við rannsóknir á húsdýrasjúkdómum verður naumast kom-
izt hjá því að kynnast náið ýmsum sníkjudýrum. Hvað íslenzka
sauðféð snertir, eru ormarnir oft einna mikilvirkastir skaðvald-
ar, einkum ungviðinu. Á það einnig við um fullorðið fé, ef eitt-
hvað skortir á viðurværi þess eða sjúkdómar hafa dregið úr mót-
stöðu fjárins.
Mörgum mun finnast það harla ótrúlegt, að ekki sé auðvelt
að leysa þennan ormavanda með kröftugum lyfjum og inngjöf-
um. Ekki skortir það, að mörg og góð ormalyf bjóðast — og eru
vel auglýst. Lyfin firra oft miklum vandi’æðum, en um þau gild-
ir hið sama og um mörg önnur hinna nýju lyfja, að þau skapa
einnig nýja óvissu og nýjar hættur, en ná þó ekki fyrir rætur
meinsins.
Alls er talið, að fundizt hafi um 50 ormategundir (species)
í meltingarvegi sauðfjár. Stundum eru ekki nema fáeinir ormar
af sumum tegundum, en af öðrum er oft mjög mikill fjöldi.
Þeir þráðormar (nematoda), sem koma til greina hjá okk-
ur, eru af ættum Trichostrongylidae, Strongylidae, Trichinelli-
dae, Ancylostomatidae og Metastrongylidae.
Nokkrar tegundir af algengustu ormum í sauðfé hafa ekki
enn fundizt hér á landi. Það eru hárormarnir Trichostrongylus
colibriformis og Cooperia curticei, sem eru mjög algengir í fé á
Bretlandseyjum, í Skandinavíu og víðar. I þriðja lagi er Nemat-
odirus battus (brúneggur), sem varð frægur á Bretlandseyjum
fyrir nokkrum árum. Tegundin hafði verið lítið eða ekki þekkt
áður, en magnaðist nú á skömmum tíma og olli alvarlegum sýk-
ingum. Orsökin var sú, að þessi ormur aleinn af frændliði sínu
lifði árás ormalyfjanna, sem þá voru í notkun. Þá má í fjórða
lagi telja ösophagostomum columbianum og í fimmta lagi Hæm-
oncus contortus, en sá ormur er um allan heim talinn valda
einna mestum búsifjum í lömbum.
1 fyrravetur fundust í fyrsta skipti Hæmonchus contortus
ormar hér á landi. Það var sænskur ormafræðingur, Olle Nilsson
prófessor, sem vann hjá okkur við ormarannsóknir á Keldum í
nóvember 1966, sem staðfesti tvo orma af þessari tegund í vinstur