Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1968, Side 46

Læknablaðið - 01.02.1968, Side 46
20 LÆKNABLAÐIÐ úr kind austan úr Holtum. Þessir ormar voru litlir og grannir, en Hæmonchus contortus, sem nefndur hefur verið stóri vinstrar- ormurinn, getur verið allt að því þrír cm á lengd og einn mm á þykkt. Hann á því vegna stærðar sinnar að vera auðþekktur með berum augum, en einnig auðfundinn vegna blæðinga, sem hann skilur eftir sig í slímhúð vinstrarinnar. Þar sem slímhúðarblæð- ingar eftir þá hafa ekki fundizt í vinstrum sauðfjár hér á landi, eru allar líkur til, að sú Hæmonchus-tegund, sem nú hefur fund- izt í okkar fé, sé fremur smávaxin og í litlu magni. Er því senni- legast, að hún þrífist illa við íslenzkar aðstæður og veðurfar. Hæmonchus contortus tegundir hafa reynzt mjög misjafn- ar að stærð og skaðsemi í ýmsum löndum, og eru enn mörg óút- kljáð rannsóknarefni tengd þessum ormi. Heita má, að sömu aðalormategundir finnist í sauðfé um allan heim. Þess vegna er óvarkárni að fullyrða um einstaka ormategund, að hún geti ekki verið til í kind á íslandi. En þeim mun mikilsverðara getur það verið, ef unnt er að ganga örugg- lega úr skugga um, að einhver af þessum ormategundum sé alls ekki til í okkar búfé. 1 þessu sambandi má geta þess, að Nilsson prófessor, sem fyrr var nefndur, hefur hvað eftir annað látið í Ijós við mig fyllstu efasemdir um það, að hárormategundin Trichostrongylus colibriformis sé ekki til í íslenzku fé, þar eð hún er einna algeng- asta hárormategundin í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Það hef ég og að sjálfsögðu ekkert fullyrt um, en þessi ormur hefur ekki fundizt hér þrátt fyrir vandlega leit í nokkrum hundruðum kinda síðustu tíu árin. Og ekki tókst Nilsson heldur að finna þenna orm í fyrstu atrennu. Þetta sýnir, að talsvert þarf til að vera fyllilega viss í sinni sök. Nú langar mig til að kynna lauslega þá orma, sem fundizt hafa í sauðfé hér á landi. Ostertagiu, vinstrarormar sjást varla með berum augum. Þó eru þeir um einn cm á lengd, en hárþunnir. Lirfan þróast milliliðalaust, er minnst eina viku utan kindarinnar, og skemmst líða 20 dagar frá því 3. stigs lirfa kemst í kindina, þar til hún sjálf er orðin fullþroska ormur og farin að verpa eggjum. Orm- ur þessi heldur til í vinstrinni og er af ættum Trichostrongylidae. Þekktar eru hér í sauðfé tvær tegundir, 0. circumcincta og tri- furcata. Ekki er talið, að þessir ormar skaði kindina fyrr en fjöldi þeirra er kominn yfir 10 þúsund. Trichostrongylus, hárormar eru minni en vinstrarormar,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.