Læknablaðið - 01.02.1968, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ
21
5—7 mm á lengd og grennri. Þeir eru af sömu ætt, hafa líkan
lífsferil og taldir geta valdið tjóni, ef þeim fjölgar yfir 15—20
þúsund. Við þekkjum hér í fé þrjár tegundir, T. axei í vinstur
og T. capricola og T. vitrinus, sem búa um sig framarlega í mjó-
görn.
Nematodirus, flækjuormur, er einnig af ætt Trichostrong-
ylidae, en nokkru stærri eða allt að 2 cm á lengd og 0.5 mm á
þykkt. Hann á heima í mjógirni, þegar komið er um þrjá metra
aftur í görnina. Lirfan þolir vel frost. Hún getur dvalið í heilt
ár utan kindarinnar, og er líklegt, að hún lifi í súgþurrkuðu heyi.
Bunostomum trigonoce'phálum, bitormur, er stór, þrír cm að
lengd og einn mm á þykkt, af ætt Ancylostomatidae, á heima í
mjógörn í nábýli við flækjuorminn. Ekki er talið, að þurfi meira
en 100 bitorma til að valda sjúkleika. Lirfan er öflug og smýgur
húðina, en er viðkvæm fyrir frosti.
Trichuris ovis, halaormurinn, af ætt Trichinellidae, er stór,
5—8 cm langur og lifir í langatotunni. Hann er með löngum hala,
sem raunar er framhluti ormsins eða háls. Halaormurinn er ekki
talinn valda tjóni.
ösophagostomum venulosum, langaormurinn, og Chabertia
ovina, ristilormurinn, eru báðir af ætt Strongylidae, um 2—3 cm
á lengd og 0.5 mm á þykkt. Þeir eiga heima í langa og ristli og
valda skaða, ef þeir skipta hundruðum. Einkum virðast ristil-
ormar vera óvenjulega magnaðir í fé hér á landi, geta orðið á
annað þúsund í einstökum kindum og valdið miklum bólgum i
ristilslímhúð.
Dictyocaulus filaria, hinn stóri barkapípuormur, og Proto-
strongylus 't'ufecens, minni barkapípuormurinn, eru ásamt Cysto-
caulus ocreatus og Mullerius capillaris af ætt Metastrongylidae.
Þetta eru miklir ormar, eins og 3—8 cm langir seglgarnsspottar,
sem iða í lungnapípunum. Þeir valda stundum miklum óþægind-
um með því að erta slímhúðina í barka. Stóri barkapípuormur-
inn, Dictyocaulus filaria, sem er mjög algengur hér á landi, smit-
ast beint, þannig að lirfurnar, sem klekjast úr eggjum í sauða-
taði, verða smithæfar eftir ákveðinn tíma og hafa þá tvisvar haft
hamskipti og eru orðnar að 3. stigs lirfum. Lirfur hinna lungna-
ormanna þurfa millilið. Þær verða að dvelja um tíma í sniglum
til að geta orðið smithæfar.
Moniezia expansa, mjólkurmabkurinn, er af flokki band-
oi-ma, Cestoda, og ætt Anoplosephalidae. Hann getur orðið allt
að fimm metra langur og um einn cm á breidd. Lirfan þarf sinn