Læknablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ
27
in að haustinu, því að þá fer oft saman lítil mótstaða, léleg beit
og mikið lirfusmit. Það er alkunna, að fullorðin kind hefur tök
á því með aðstoð mótefna sinna að halda ormum í skefjum, þeg-
ar hún er heilbrigð og í góðum þrifum. Hún hýsir þá stundum
aðeins fáein hundruð af helztu ormategundum, en ormafjöldinn
breytist lítið eða ekki, þótt kindin gleypi að staðaldri í sig mikið
af smitnæmum lirfum. Þetta hefur verið kallað, að kindin hafi
náð ormajafnvægi (wormballance).
Margt er á hinn bóginn óþekkt í sambandi við mótefna-
myndunina, t. d. hvaða efni í fæðunni auka á mótstöðumyndun
eða á hvern hátt sjúkdómar brjóta hana niður. Skerman sýndi
fram á það með tilraun (1962), að ormar mögnuðust til muna í
lömbum, sem fengu ekki alveg nóg af cobalti í fóðrinu.4 Þó var
cobaltvöntunin það smávægileg, að lömbin þrifust vel án cobalt-
gjafa, meðan á tilrauninni stóð. Þetta sýnir, hve samsetning fæð-
unnar er mikilsverð og efnavalið nákvæmt við myndun mótefna,
og nær án efa til fleiri snefilefna og jafnt, hvort líkaminn er að
framleiða mótefni gegn ormum, æxlisfrumum, sýklum eða veir-
um. Að sjálfsögðu gilda sömu lögmál um mótefnamyndun í mann-
fólki, og því gæti það verið ótrúlega mikilsvert að fá staðfest,
hvaða næringarefni eða snefilefni örva myndun mótefna eða