Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 65

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 33 Guðmundur Björnsson: formaður hússtjórnar Domus Medica SKÝRSLA um byggingarkostnað, eignaskiptingu og stjórn Domus Medica. Á fundi í húsráði Domus Medica 20 des. sl. var mér falið að birta í Læknablaðinu skýrslu um byggingarkostnað, eignaskiptingu, stjórn og annað, er varðar byggingu læknahússins við Egilsgötu 3 í Reykjavík. Á þessum fundi voru lagðir fram og ræddir endurskoðaðir reikn- ingar varðandi byggingarkostnað hússins og samþykkt tillaga um skuldaskiptingu, en lögmæt eignaskipting hússins hafði farið fram nokkru fyrr á árinu. Samhljóða tillaga um skuldaskiptingu var sam- þykkt af stjórn Domus Medica — sjálfseignarstofnun nokkru síðar. Með þessum samþykktum og lokauppgjöri byggingarkostnaðar er nú lokið öllum eigna- og skuldaskiptum milli Domus Medica — sjálfseignarstofnunar annars vegar og Nesstofu h.f. og „Lækna og tannlækna í Domus Medica“ hins vegar. Við þessi þáttaskil í sögu hússins þótti tilhlýðilegt að veita lækn- um landsins upplýsingar um framangreind atriði og þá einkum um þann eignarhluta Egilsgötu 3, sem er í eigu allra lækna landsins, þ. e. félagsheimilið. Meðan á byggingunni stóð, voru mjög náin tengsl milli þeirra aðila, sem að byggingunni stóðu, bæði um fjárhag og stjórn. Enn þá eru þessi tengsl ekki rofin með öllu, því að hábyggingin (þ. e. Nesstofa h.f. og „Læknar og tannlæknar í Domus Medica“) og lágbygg- ingin (þ. e. Domus Medica — sjálfseignarstofnun) eiga enn þá hags- muna að gæta hvor hjá annarri, eins og síðar verður greint frá, þó að reikningsskilum sé lokið. Forsaga læknahússins verður ekki rakin hér, og væri sú saga þó sannarlega þess virði, að hún félli ekki í gleymsku. Óþarft er að geta þess, að Bjarni Bjarnason læknir var sá maður, sem mest hafði beitt sér fyrir byggingu hússins, og brautryðjanda- starf hans í þágu Domus Medica mun seint verða metið að verðleikum. Segja má, að bygging Domus Medica marki þáttaskil í félags- starfsemi lækna. f fyrsta skipti eignast læknasamtökin þak yfir höf- uðið, en það er frumskilyrði þess, að félagsstarfsemi þeirra þróist til heilla fyrir læknastéttina sjálfa og heilbrigðisþjónustu landsins í heild. Að vísu hafa læknasamtökin, enn sem komið er, ekki frjálsan aðgang að sínu eigin húsnæði nema að takmörkuðu leyti vegna tíma- bundinna fjárhagsörðugleika, þar sem leigja verður meginhluta bygg- ingarinnar í fjáröflunarskyni vegna n,iðurgreiðslu á lánum, sem eru mjög óhagstæð, eins og síðar verður greint frá. Vonandi rætist úr

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.