Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 67

Læknablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 67
LÆKNABLAÐIÐ 35 fórna. Það skal tekið fram, að gersamlega hefði verið ókleift fyrir læknasamtökin að reisa félagsheimilið, eins og það er í núveranai mynd, ef ekki hefði fengizt fjárhagsgrundvöllur frá þeim læknum, sem reistu hábygginguna og hugðust stunda lækningar í húsinu. Nesstofumenn og einstakir læknar, sem stóðu að byggingu Egils- götu 3, áttu sömuleiðis í fjárhagsörðugleikum, meðan á byggingunm stóð. En með sameiginlegu átaki læknasamtakanna, einstakra lækna og ekki sízt formanns Domus Medica tókst með velvilja og skilningi fjármálaráðherra og margra ráðamanna lánsfjárstofnana að fullgera húsið þrátt fyrir þá staðreynd, að lánsfjárkreppan skall yfir, er hús- ið var enn þá naumast fokhelt og þeir, sem gefið höfðu vilyrði eöa loforð fyrir lánsfé, gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Er því ekki nema eðlilegt, að læknar og læknasamtökin verði að færa nokkr- ar fórnir, til þess að unnt sé að standa við lánsfjárskuldbindingar, þar sem nær öll lán, sem á húsinu hvíla, eru óhagstæð og verða að greio- ast upp á örfáum árum. Stærsta lánið, sérskuldabréf með ábyrgð rík- issjóðs og borgarsjóðs, sem að nafnverði er 14.5 milljónir króna, er aðeins til 10 ára og með hæstu leyfilegum vöxtum. Þess má geta, að fyrstu aíborgun með vöxtum af þessu sérskuldabréfaláni þurfti að greiða hálfu öðru ári áður en starfsemi hófst í húsinu. Eins og efnahags- reikningur (fylgiskjal 5) sýnir, er allmikill hluti lánanna víxillán. Mér er kunnugt um, að þeir læknar, sem mest unnu að útvegun lána og sölu skuldabréfa, áttu oft ekki sjö dagana sæla og urðu jafn- vel fyrir aðkasti vegna þess, að þeir höfðu ekki útvegað lengri og hagstæðari lán. Nú eru flestir á eitt sáttir um, að betur var vart hægt að gera. Hitt er annað mál, að leitazt verður við í framtíðinni að i'á lengri og hagstæðari lán og þá einkum fyrir félagsheimilið, sem er mun verr stætt fjárhagslega en hábyggingin, eins og sagt verður írá síðar í þessari skýrslu. Segja má, að starfsemi lækna hefjist í félagsheimilinu 9. marz 1966, er Læknafélag Reykjavíkur hélt þar aðalfund sinn í fundar- salnum, sem þá var raunar ekki fullfrágenginn. Var þetta fyrsti fund- ur, er Læknafélag Reykjavíkur hélt í húsinu, en áður höfðu reglu- legir fundir að jafnaði verið haldnir í fyrstu kennslustofu Háskólans. Byrjað var að flytja skrifstofu iæknafélaganna í félagsheimilið þennan sama dag, en hún hafði áður verið til húsa að Brautarholti 20, í húsnæði Verkfræðingafélags íslands. Voru þá liðin nálega níu ár frá því, að skrifstofan var fyrst sett á fót í sambýli við fyrrnefnt félag. Er læknafélögin fluttu starfsemi sína í Domus Medica, voru ekki liðin full þrjú ár frá því, að byggingarframkvæmdir hófust. Verzlunarhúsnæði í félagsheimilinu var leigt út veturinn og vor- ið 1966 (janúar—júní), og kostuðu leigutakar innréttingu að mestu. Er verzlunarhúsnæðið leigt til fimm ára, nema einn leigutaki hefur leigusamning til átta ára. Eignast félagsheimilið fastar innréttingar að leigutíma loknum. Starfsemi í hábyggingunni hófst 1. nóvember 1966, en þann dag tóku læknar þeir, sem stóðu að byggingu hússins, við lækningastofum sínum, en húsnæði á fyrstu hæð, sem ætlað er fyrir röntgendeild, var þá ekki tilbúið til afhendingar af hendi byggingarnefndar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.