Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1968, Síða 68

Læknablaðið - 01.02.1968, Síða 68
36 LÆKN ABLAÐIÐ Nokkrir læknar fluttu í húsið 1. nóvember, en margir síðar í mán- uðinum, og flestir voru fluttir, þegar húsið var vígt við hátíðlega at- höfn hinn 3. desember 1966 að viðstöddum forseta íslands og miklu fjölmenni. Húsbyggingarráð Er bygging Egilsgötu 3 var komin alllangt áleið- is, var fyrst gengið formlega frá samningi milii byggjenda hússins (sjá fylgiskjal 1). Var sá samningur gerður til þess, að unnt yrði að ganga frá lánaskjölum og veðsetja eignina. Var byggingarstjórn samkvæmt samningi þessum veitt fullt og ótakmark- að umboð til þess að ganga frá lánaskjölum og veðsetja eignina í heild, að fengnu samþykki húsbyggingarráðs.* Með útgáfu sérskuldabréfanna þurfti að breyta þessum samn- ingi, til þess að hægt yrði að fá þau með ábyrgð ríkissjóðs og borgar- sjóðs (sjá fylgiskjöl 2og3). Varð nú að þinglýsa húseigninni ásamt lóða- réttindum á nafn Domus Medica. Kemur því stjórn Domus Medica, eins og hún er skipuð á hverjum tíma, fram gagnvart ríkissjóði og borgarsjóði í öllum málefnum fasteignarinnar sem eigandi hennar og hefur heimild til að taka lán vegna byggingarframkvæmda og að veðsetja alla fasteignina til tryggingar þeim lánum, auk vaxta og alls kostnaðar. Er þessi samningur enn þá í gildi. Húsbyggingarráð hafði yfirumsjón með byggingu hússins, og til- nefndi hver byggingaraðili eftirtalda menn í ráðið: Domus Medica — sjálfseignarstofnun, er var eigandi að útbygg- ingunni allri og hluta af II. hæð í háhýsinu, tilnefndi Bjarna Bjarna- son, sem var formaður ráðsins, Bergsvein Ólafsson og Eggert Stein- þórsson. Nesstofa h.f., er átti IV. og V. hæð háhýsisins og hluta af I. hæð, tilnefndi Eggert Steinþórsson, Guðmund Björnsson og Þórarin Guðnason. „Læknar og tannlæknar í Domus Medica“ áttu III. hæð alla ásamt hluta af I. og II. hæð. Fulltrúar þeirra voru: Hannes Þórarins- son, Kjartan Magnússon og Stefán Bogason, en Þorgeir Jónsson kom síðar inn í ráðið, er Stefán hafði selt sinn eignarhluta í byggingunni. Ráðið valdi þrjá menn, einn úr hverjum hópi, til að annast bygg- ingarstjórn og hafa umsjón í samráði við framkvæmdastjóra og um- sjónarmann byggingarinnar, en hann var Friðrik Karlsson. Bygg- ingarstjórnina skipuðu: Bjarni Bjarnason formaður, Hannes Þórar- insson og Þórarinn Guðnason. Nú að reikningsuppgjöri byggingarkostnaðar loknu og lögmætri eignaskiptingu hefur byggingarráð hætt störfum og húsráð Domus Medica tekið við stjórn hábyggingarinnar, og stjórn Domus Medica — sjálfseignarstofnun fer með stjórn félagsheimilisins. í lokagrein þessarar skýrslu er sagt frá núverandi stjórn Egils- götu 3. * Samningar þeir, sem hér eru birtir, eru allir gerðir af Einari B. Guðmundssyni hrl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.