Læknablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ
37
Bókhald í fyrstu var bókhald hússins í höndum gjaldkera þeirra
aðila, sem að byggingunni stóðu, og umsjónarmanns bygg-
ingarinnar og sjóðir hafðir aðskildir.
Starf gjaldkera var aðallega fólgið í innheimtu fjárframlaga.
Gjaldkerar voru: Bergsveinn Ólafsson fyrir Domus Medica, Guð-
mundur Björnsson fyrir Nesftofu h.f. og Stefán Bogason fyrir „Lækna
og tannlækna í Domus Medica“.
Samkvæmt tilmælum stjórnar Læknafélags Reykjavíkur var bók-
hald gjaldkeranna sameinað, og skrifstofa læknafélaganna tók við
störfum þeirra í marz 1965, fyrir ákveðna þóknun á mánuði, en sjóð-
ir voru þá sameinaðir í einn byggingarsjóð. Byggingarbókhaldið og
launagreiðslur voru alltaf í höndum framkvæmdastjóra hússins, svo
og rekstrarbókhald félagsheimilisins, eftir að það tók til starfa.
Er lækningastarfsemi hófst í húsinu 1. nóv. 1966, tók skrifstofa
læknafélaganna einnig við hluta af rekstrarbókhaldi hábyggingarir.n-
ar. 15. maí 1967 var opnuð sérstök bókhaldsskrifstofa í húsinu undir
yfirstjórn húsráðs Domus Medica, og hefur allt bókhald hábyggingar-
innar verið flutt þangað. Einnig stendur til, að bókhald félagsheim-
ilisins verði þar í framtíðinni.
Byggingarkostnaður hábyggingar og lágbyggingar var alltaf hafð-
ur aðskilinn.
Stærð og Hábyggingin er alls 1.737.42 og 5.7473. Grunnflötur
cignaskipting hverrar hæðar er 338.4 m2. Að auki er lyftuturninn
Egilsgctu 3 og stigagangurinn upp á þakið 45.4 m2.
Lágbyggingin er 669.4 m2 hvor hæð eða samtals
1.338.8 m2 og 4.9543.
Allt húsið er því að grunnfleti 1.007.8 m2 og heildar-rúmmetra-
fjöldi 10.701.00. Nýtanlegur grunnflötur alls hússins er 3.076.2 m2.
Eignaskipting. Samkvæmt hundraðshluta skiptist Egilsgata 3:
Lágbygging:
Domus Medica ............................ 41.87%
Hábygging:
Domus Medica ............................. 3.23%
Nesstofa h.f............................. 29.24%
„Læknar og tannlæknar í Domus Medica“ 25.66%
100.00%
Öll eignahlutföll í húsinu eru reiknuð af Gunngeiri Péturssyni,
skrifstofustjóra hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar.
Eins og getið er um í formála þessarar skýrslu, var ákveðið að
reisa lágbygginguna eða útbygginguna, sem er félagsheimili lækna-
samtakanna, nokkru eftir að hábyggingin var steypt upp. Varð því að
gera breytingu á aðalinngangi háhýsisins, sem varð nú að koma í gegn-
um lágbygginguna frá Egilsgötu. Auk þess varð að staðsetja mið-
stöðvarklefa, símaklefa og sorpgeymslu fyrir alla bygginguna í kjall-
ara lágbyggingarinnar. Þurftu því eigendur háhýsisins að eignast
bróðurpartinn af þessum hluta lágbyggingarinnar og auk þess hluta
af gangi og snyrtiherbergjum á II. hæð í háhýsinu, sem var eign