Læknablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 70
38
LÆKNABLAÐIÐ
Domus Medica — sjálfseignarstofnunar. Voru því á sameiginlegum
fundi húsráðs Domus Medica og byggingarnefndar í maí 1967 gerð
þau makaskipti, að eigendur hábyggingarinnar eignuðust framan-
talda eignarhluta frá Domus Medica — sjálfseignarstofnun, en Domus
eignaðist kvaðalaust bókasafnsherbergi og skrifstofu framkvæmda-
stjóra á II. hæð í háhýsinu, eins og nánar er útskýrt í samningi um
eignaskiptingu (fylgiskjal 4), sem er reistur á fyrra samkomulagi
milli eigenda og útreikningum Gunngeirs Péturssonar.
Byggingar- Lokauppgjör byggingarkostnaðar hófst í janúar 1967, en
kcstnaður ýmissa orsaka vegna var því ekki lokið fyrr en 1. des-
ember s. á. Sáu þeir Sigfús Gunnlaugsson cand. oecon.
og Ragnar H. Guðmundsson stud. oecon. um uppgjörið og endurskoð-
uðu reikninga og fylgiskjöl varðandi byggingarkostnað. Eins sömdu
þeir efnahagsreikning þann, sem hér er birtur (íylgiskjal 5).
Er kostnaðarverð Egilsgötu 3 samkvæmt þessum reikningi kr.
25.361.492.97, en með áföllnum vöxtum af lánum, frá því að bygg-
ingarframkvæmdir hófust, telst heildarkostnaður vera, miðað við 1.
desember 1967, kr. 29.004.932.91. Til samanburðar má geta þess, að
brunabótamat alls hússins í nóvember 1967 var kr. 37.560.000.00, en
húsnæðið á I. hæð, sem ætlað er röntg'endeild, er ekki metið enn að
fullu til brunabóta.
Greinargerð Á skuldadálki efnahagsreikningsins, þar sem stendur
framlag Domus Medica, vil ég gefa þá skýringu, að í því
felst hluti af leigu af húsnæði (verzlanir) og tekjum af veitingasal,
sem lagðar voru í bygging'una. í framlagi læknafélaganna er sá hluti
af árgjaldi lækna, sem runnið hefur til Domus Medica frá upphafi,
sem og stofnframlag. Þess ber og geta, að húsaleigutekjum af verzl-
unum í félagsheimilinu og ágóða af veitingasal hefur auk afborgana ver-
ið varið til áhalda- og vélakaupa vegna veitingareksturs, sem og kaupa
á borðum og stólum í veitingasal og til annars, sem að rekstrinum
lýtur. Athuga ber í þessu sambandi, að ekkert rekstrarfé var hand-
bært, er rekstur veitingasalar hófst. Athuga ber og, að framlög Nes-
stofu h.f. í hússjóð eru á efnahagsreikningi talin vera kr. 3.522.168.37,
en meðan sjóðirnir voru aðskildir, eins og að framan getur, höfðu
vaxtagreiðslur og þóknun fyrir lögfræðistörf numið kr. 77.831.33.
Heildarframlag Nesstofu h.f. er þess vegna kr. 3.600.000.00. Sömu sögu
er að segja um framlag „Lækna í Domus Medica“. Þeir hafa lagt í
byggingarsjóð kr. 3.373.208.00, og er mismunurinn vaxtagreiðslur.
Rekstrarsjóður (afborgun lána, vextir o. fl.) í skuldadálki kr.
2.000.771.71 er upphæð úr rekstrarsjóði hábyggingarinnar, sem varið
hefur verið til afborgana af lánum og í vaxtagreiðslur frá 1. nóvem-
ber 1966. Mánaðarleg framlög (húsaleiga) lækna renna í rekstrar-
sjóð hábyggingarinnar.
Byggingarkostnaður hábyggingar og lágbyggingar var hafður að-
skilinn frá byrjun, eins og áður greinir, og skiptist hann þannig: