Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 97

Læknablaðið - 01.02.1968, Page 97
LÆKNABLAÐIÐ TILKYNNING Evrópusamband um krabbameinsrannsóknir (The European Associatíon for Cancer Research) var stofnað í Amsterdam, Hollandi, 9. janúar 1968 af nefnd, sem falið var það verkefni í Vínarborg á Evrópuþingi uni krabbameinsrannsóknir í júlí 1967. Það er áform þessa sambands að halda þing vísindamanna annað hvert ár. Hið fyrsta verður haldið í Sviss í október 1969. Þeir, sem hafa lokið háskólaprófi eða hafa sambærilega menntun, geta orðið félagar, hafi þeir gegnt föstu starfi við krabbameinsrannsóknireða verið virkir þátttakendur í krabba- meinsrannsóknum a. m. k. þrjú ár eða í öðrum rannsóknum a. m. k. finun ár og hafi í síðara tilfellinu tveim árum verið varið til krabbameinsrannsókna. Árgjald, sem greiðist gjaldkera, mun verða um 20 gyllini á ári. Umsóknir um upptöku í sambandið sendist til ritara þess, Dr. G. J. V. Swaen, Academisch Ziekenhuis Wilhelmina Gast- huis, Pathologisch-Anatomisch Laboratorium, Amsterdam- Oud West, Eerste Helmersstraat 104, Holland, sem veitir allar nán- ari upplýsingar. Umsóknir verða teknar til athugunar af fram- kvæmdaráði og stjórn sambandsins.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.