Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1980, Side 10

Læknablaðið - 15.04.1980, Side 10
76 LÆK.NABLAÐ1Ð ákveðið að ein eftirlitsstofnun sjái um fram- kvæmd laganna«. Tillögur pessar gerðu ráð fyrir, að nefndin yrði skipuð jafn mörgum fulltrúum launpega og vinnuveitenda. Hinn 22. júní barst svar forsætisráðherra, par sem frá pví er greint, að ríkisstjórnin hafi fallist á áðurgreindar tillögur aðila vinnumarkaðarins m.a. að skipa nefnd til að semja lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um. Nefndin var síðan skipuð með 3 fulltrúum frá ASÍ, tveim frá VSÍ og einum frá VMS, fulltrúa frá Öryggiseftirliti, Heilbrigðiseftirliti og Félagsmálaráðuneyti, en fulltrúi félagsmála- ráðuneytisins Hallgrímur Dalberg var jafn- framt formaður nefndarinnar. Nefndin hóf störf 21. september 1977 og lauk samningu frumvarps um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustað 20. apríl 1979 eftir alls 60 fundi í starfsnefnd og aðalnefnd. Var frumvarpið pegar í stað sent félagsmála- ráðherra, sem lagði pað fyrir pingið án breyt- inga. Er rétt að fram komi, að aðilar vinnu- markaðarins eru sammála um öll atriði pessa frumvarps, enda er pað að öllu leyti í samræmi við samkomulag aðila frá 18. apríl 1977. Ég hef eytt nokkrum tíma í að rekja sögulegan aðdraganda frumvarps pess til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum, sem nú liggur fyrir. Virtist mér pað nauðsynlegt til skilnings á frumvarpinu sjálfu og peirri meginstefnu, sem par kemur fram. Skal nú vikið að nokkrum efnispáttum frumvarpsins, sem skipta verulegu máli frá sjónarhóli vinnuveitenda. 1. í frumvarpinu er lögð megináherzla á að eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustað verði sem allra mest innan fyrirtækjanna sjálfra og atvinnurek- endur og starfsmenn skipuleggi sameigin- lega ráðstafanir á vinnustöðum, er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Að mati atvinnurekenda er hér um að ræða kjarna peirrar nýbreytni, sem í frumvarpinu felst og mestar vonir eru bundnar við. 2. Gert er ráð fyrir að ein eftirlitsstofnun sjái um framkvæmd laganna í stað peirra, sem nú heyra undir ýmis ráðuneyti, en af peirri skipan er vægast sagt afar slæm reynsla. 3. Þeim fyrirtækjum, sem skylt reynist að framkvæma úrbætur á aðbúnaði hollustu- háttum og vinnuumhverfi skal skv. frum- varpinu veitt lán til að framkvæma úrbæt- urnar til að kaupa nauðsynleg tæki í pví skyni. Þetta ákvæði ætti að geta stutt að raunhæfri framkvæmd. 4. I frumvarpinu er reynt að forðast skörun við önnur lög og skilgreina hugtök, sem um er fjallað eins markvisst og nákvæmlega og kostur er. Þetta atriði hefur mikla pýðingu að mati atvinnurekenda. 5. Við samningu frumvarpsins hafa einungis verið hafðar í huga íslenzkar aðstæður. Nefndin hefur pó að sjálfsögðu kynnt sér rækilega og haft til hliðsjónar nýlega lög- gjöf um sama efni í Danmörku, Noregi og Svípjóð. 6. Vinnuveitendur telja rétt, að félagsmálaráð- herra fari með yfirstjórn pessara mála og leggja í pví sambandi ríka áherzlu á að hér er um félagsleg viðfangsefni að ræða. 7. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Vinnueftirlit- ið verði sjálfstæð stofnun, með jafnri stjórn- araðild frá ASÍ annars vegar og VSÍ og VMS hins vegar, ásamt einum fulltrúa án tilnefningar. Þessa skipan telja vinnuveit- endur eðlilega og nauðsynlega til að tryggja virkt og raunhæft samstarf vinnuveit- enda og launpega á peim sviðum, sem af- mörkuð eru í frumvarpinu. 8. I frumvarpinu er lögð rík áherzla á nauðsyn náins samstarfs allra peirra aðila, sem hafa eftirlit með vinnustöðum til pess að koma í veg fyrir tvöfalt og oft margfalt eftirlit með sama vinnustað eins og nú vill verða. Á peim tíma sem ég hef til umræðu er enginn vegur að ræða að nokkru gagni marga efn- ispætti frumvarpsins. í raun hefur sýnt sig, að atvinnurekendur eru jákvæðir gagnvart efni pess og hafa sampykkt að taka á sig bæði kostnað af starfi Vinnueftirlitsins og frumkvæðisskyldu um virkt samstarf innan fyritækja sinna bæði almennt sva og milli öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða og innan öryggisnefnda. Ástæðurnar fyrir pví að atvinnurekendur vilja taka á sig allar pær skyldur, sem frum- varpið gerir ráð fyrir, er án alls efa vilji peirra til að búa starfsfólki sínu manneskjulegt og öruggt umhverfi og raunveruleg viðurkenning á siðferðilegri ábyrgð pess, sem hefur með höndum atvinnurekstur. Vitur atvinnurekandi veit líka vel að með auknu öryggi starfsmanna og bættri heilsugæzlu verða færri vinnuslys og minni fjarvistir vegna veikinda, svo að tilætluð framkvæmd frumvarpsins gæti haft í för með sér beinan hagnað fyrir fyrirtæki hans. Það er von peirra atvinnurekendasamtaka,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.