Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1980, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.04.1980, Qupperneq 32
86 LÆK.NABLADID rannsóknum og jafnframt þarf hann aö læra að afla sér heimilda á læknisfræðibóka- söfnum og þessi þáttur pjálfunarinnar f>arf að leiða till f>ess að hann stundi áfranthald- andi sjálfsnám, g) öðlast hæfni til að starfa með og kenna öðrum heilbrigðisstéttum, h) kynnast þeirri tækni, sem beitt er í undir- greinum lyflæknisfræðinnar og vera fær um að beita einfaldari tæknibúnaði. Skilyrði til framhaldsmenntunar í lyflækningum á Islandi Framhaldsmenntun lyflækna getur aðeins far- ið fram á lyflæknisdeildum stórra deilda- skiptra sjúkrahúsa. Til pess að lyflæknisdeildir teljist hæfar til að veita framhaldsmenntun purfa pær að uppfylla eftirtalin almenn skilyrði: 1. Pær purfa að hafa á að skipa sérfræðingum í öllum helstu undirgreinum lyflæknisfræði og fleiri en tveir sérfræðingar purfa að vera í stærstu undirgreinunum. Starfskilyrði und- irgreinanna purfa að vera fullnægjandi, bæði hvað snertir fjölda rúma á sérfræðing og aðstöðu. 2. Pær purfa að taka við bráðveikum sjúkling- um að minnsta kosti til jafns við sjúklinga af biðlistum. Vel parf að vera búið að stoðdeildurh og gagnkvæm fagleg sam- vinna parf að vera á milli lyflæknisdeildar og rannsóknadeilda, svo og milli Iyflæknis- deildar og annarra klínískra sérdeilda. 3. Deildinni og sjúkrahúsinu í heild parf að vera stjórnað pannig, að pað andrúmsloft skapist, sem hvetur til framfara í læknis- fræði og áhugi parf að vera á kennslu á öllum stigum, frá læknanemum til sérfræð- inga. Gott bókasafn parf að vera til staðar og fullnægjandi lestraraðstaða. Ef ofantalin skilyrði eru ekki fyrir hendi, er hætt við að framhaldsstöður drabbist niður í hreinar vinnustöður. Ef lyfmæknir ætlar að starfa sem sérfræð- ingur í undirgreinum lyflæknisfræði, parf hann til viðbótar að afla sér aukinnar fræði- legrar pekkingar í undirgreininni og auk pess leikni í beitingu peirra sérstöku rannsóknar- tækja og tækni, sem tilheyra henni. Nefndin telur ekki skilyrði til framhalds- náms í undirgreinum lyflæknisfræði á íslandi, vegna pess meginvandamáls allrar framhalds- menntunar í læknisfræði á íslandi, sem er sjúklingafæðin. Engin lyflæknisdeild uppfyllir öll pau al- mennu skilyrði, sem talin eru upp hér að framan, en nefndin álítur að prjár Iyflæknis- deildir hafi sameiginlega góða möguleika á að skapa fullnægjandi skilyrði fyrir framhalds- nám í almennum lyflækningum, p.e. lyflæknis- deild Borgarspítalans, Landakots og Landspít- alans. Nefndin álítur nauðsynlegt, að allar pessar deildir verði nýttar til kennslunnar, par sem pær hafa allar á að skipa sérfræðingum með mismunandi reynslu og menntun, sem gefur fjölbreytni í námið. Pað sem enn frekar mælir með pátttöku allra priggja sjúkrahúsanna í kennslunni er, að námsreynsla læknanna á ekki að takmarkast við lyflæknisdeildirnar. Vegna sjúklingafæðar er peim nauðsynlegt að fá tækifæri til pess að kynnast lækningum á öllum deildum sjúkrahúsanna allra og peir purfa að kynnast náið peim rannsóknaaðferð- um og tækni, sem beitt er í öðrum sérgreinum en lyflækningum. Stjórnun Nefndin telur nauðsynlegt, að hver lyflæknis- deild skipi einn sérfræðing í nefnd til pess að stjórna og samræma kennsluna. Að öðru leyti verði stjórn námsins í samræmi við tillögur Árna fCristinssonar. (1) Komið verði á víxlstöðukerfi, pannig að allir kandidatar stundi sérnám á öllum spítölun- um. Sá sem hyggst leggja stund á framhalds- námið parf að hafa almennt lækningaleyfi, pegar námið hefst. Ætla má að u.p.b. 10 læknar geti stundað námið samtímis og er pá gert ráð fyrir 4-5 stöðum á Landspítala, 2-3 á Borgarspítala og 1-2 á Landakoti. Æskilegt er að kandidatar verði teknir inn í sérnámið á mismunandi tímum. Fyrirkomulag námsins Læknir í framhaldsnámi skal vinna undir eftirliti sérfræðinga við umönnun sjúklinga og skal hann strax í upphafi fá vissa ábyrgð, sem fer vaxandi eftir pví, sem á námið líður. Mikilvægt er, að hann standi einnig vaktir og fái vaxandi ábyrgð á að sinna bráðveikum sjúklingum. Hann parf einnig að fá aðstöðu til að fylgja eftir sjúklingum á göngudeild. Læknirinn skal, meðan á námstíma stend- ur, vinna með sérfræðingum í öllum helstu

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.