Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1980, Page 47

Læknablaðið - 15.04.1980, Page 47
LÆKNABLADID 97 Haukur Kristjánsson VINNUSLYS Námskeið um atvinnusjúkdóma LÆKNAPING 26. sept. 1979 Þegar rætt er um vinnuslys þarf aö gera sér grein fyrir hvað við er átt. Almannatryggingar ríkisins skilgreina sem vinnuslys, ef einhver meiðist á leið til vinnu, við vinnu eða á heimleið úr vinnu. Þetta getur pýtt, að maður sem slasast á tröppunum heima hjá sér, teljist hafa slasast í verksmiðju eða við byggingarvinnu. Hér er pað sem sé trygginga- sjónarmið sem ræður. Læknisfræðilegur skiln- ingur er auðvitað annar. Þar er spurningin, hvort viðkomandi hafi meitt sig verandi við eitthvert ákveðið starf og hvort pað, sem slíkt, hafi haft einhver áhrif. í slysadeild Borgarspítalans höfum við reynt að fylgja síðarnefndri skilgreiningu. Líklega koma vinnuslys betur til skila í læknaskýrslum en önnur, að undanskildum untferðarslysum. Pvi veldur, að par koma til tryggingabætur í langflestum tilvikum. Afleiðing pessa verður, að verulegur hluti skráðra vinnuslysa er tiltölulega lítilfjörlegur, en pó eru peir, sem slasast alvarlega og jafnvel missa lífið, óhugnanlega margir. Mér hefur reynst erfitt að fá haldgóðar upplýsingar frá öðrum löndum varðandi slys í hinum ýmsu starfsgreinum. Þó virðist sam- kvæmt peim fátæklegu heimildum, er mér hafa áskotnast, að tíðni og stærð vinnuslysa hér sé svipuð pví, sem gerist í peim löndum, er við helst tökum mið af. / Slysadeild Borgarspítalans er vinnuslysum skipt i 4 flokka: 1) Slys í verksmidju. Er pá ekki aðeins átt við pað, sem við í daglegu tali nefndum verk- smiðju, heldur og ýmiskonar fasta vinnu- staði, svo sem frystihús, kjötvinnslustöðvar, viðgerðaverkstæði o.s.frv. 2) Slys á sjó. Þar er um að ræða allvel afmarkaðan flokk. Tekur hann til alls konar slysa um borð í skipum og gildir jafnt um pau, sem eru í höfn. 3) Slys íbyggingavinnu. Þar koma til allir, sem slasast við bygginguna sjálfa, en ekki peir Barst ritstjórn 10/01/1980. Sent í prentsmiðju 21/01/1980. sem t.d. meiðast við smíði glugga og hurða á verkstæði. Það verður verksmiðjuslys. 4) Önnur vinnuslys. Hér er um að ræða eins konar ruslakistu og er pessi flokkur stærst- ur. Væri nánari sundurgreining auðvitað æskileg, en myndi kosta mikla vinnu. Langflestir peirra, sem leita til Slysadeildar vegna vinnuslysa, eru með minniháttar áverka, en pó eru peir allmargir, sem mikið eru slasaðir og hljóta varanlega örorku auk mikils vinnutaps. Ekki er nema hluti peirra, sem látast á slysstað, fluttur á sjúkrahús, en samkvæmt upplýsingum frá Öryggiseftirliti ríkisins urðu á árunum 1970-1977 20 banaslys í sambandi við vinnu, par af flest eða 8 talsins í bygginga- vinnu. Mjög er pað áberandi, hve mörg slys í verksmiðjum eru af völdum véla. Einkum má í pví sambandi nefna handarslys í trésmíðaverk- stæðum. Koma par til hjólsagir, fræsarar, vélheflar og afréttarar. Veldur petta oft tætt- um sárum á fingrum og jafnvel amputationum. Fylgir pá gjarnan meiri eða minni örorka. í frystihúsum verða stundum alvarleg slys, t.d. í sambandi við roðflettingarvélar, afhausunar- vélar, flökunarvélar, snigla og færibönd. Hafa par átt sér stað aflimanir, bæði á efri og neðri útlimum. Annars eru óhrein sár eðlilega tíð par, og leiða stundum til meiriháttar infektio- na. Af öðrum verksmiðjuslysum má nefna áverka af kembivélum í ullarverksmiðjum. Þannig mætti lengi telja, enda iðnaður orðinn margpættur og hætturnar að sama skapi. Sjólys hafa verið algeng á Islandi allt frá fyrstu tíð, enda landsmenn miklir sjósóknarar. Lengi vel voru drukknanir af fiskiskipum ein algengasta dánarorsök í landinu. Hér í raun- inni um vinnuslys að ræða, pótt pau hafi yfirleitt ekki verið talin til peirra. Hér hefur orðið gleðileg breyting hin síðari ár. Hins vegar eru sjómönnum búnar aðrar og nýjar hættur um borð í skipum. Mest er pað í sambandi við vélar t.d. skipavindur. Stundum slasast menn við lestun. Fá ofan á sig pung

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.