Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 5
LÆKNABLADID 297 Björg Rafnar* REYNSLA AF RAUÐUHUND ABÓLUSETNIN GU í RAUÐUHUNDAFARALDRI 1978-1979 INNGANGUR Árið 1977 hófst hér á landi bólusetning 12 ára telpna gegn rauðum hundum. Frumrannsókn- um sem gerðar voru á fyrsta bólusetta telpu- hópnum í Reykjavík, árgangi fæddum 1964, hefur áður verið lýst í Læknablaðinu (17). Að lokinni peirri rannsókn voru lágjákvæðar telp- ur endurbólusettar vorið 1978. í bæði skiptin var notað Almevax bóluefni frá Burroughs Welcome. Hér á eftir verður lýst rannsókn á pessum sama telpnahópi í lok rauðu hunda faraldurs- ins 1978-1979. Markmiðið var að kanna pá vernd, sem bólusetningin hefði veitt og breyt- ingar sem orðið hefðu á magni mótefna í faraldrinum. Kannað var: 1) Hve náin samskipti telpurnar hefðu haft við rauðu hunda sjúklinga í faraldrinum. 2) hvort vart hefði orðið einkenna um rauða hunda í bólusetta hópnum, 3) hvort finna mætti einkennalausar sýkingar með mótefnamælingum, 4) hvort endurbólusetning hefði borið árang- ur. Sem samanburðarhópur voru valdar jafngaml- ar telpur, bekkjarfélagar, sem árið 1976 höfðu reynst hafa mótefni eftir náttúrlega rauðu hunda sýkingu. Fara hér á eftir niðurstöður pessarar rannsóknar. EFNI OG AÐFERÐIR 1. Umhverfi í aprílbyrjun 1978 greindist fyrsti rauðu hunda sjúklingurinn á landinu eftir 2'h árs hlé. Hófst faraldur síðan, fyrst á Akureyri, færðist síðan um sumarið vestur og suður um landið og haustið 1978 tók að bera á veikinni á Reykja- víkur svæðinu. Rétt fyrir áramótin 1978-1979 reyndist mikið um veikindaforföll vegna rauðra hunda í skólunum í Reykjavík. f byrjun febrúar virtist faraldurinn að mestu liðinn hjá •Rannsóknastofa í veirufræði v/Eiríksgötu. Barst 25/05/80. Samþykkt til birtingar 05/06/80. Sent í prentsmiðju 10/06/80. meðal unglinganna. Þá voru tekin nokkur blóðsýni úr bólusettum telpum og mæld til reynslu. í marz 1979 var síðan safnað skipu- lega sýnum úr árgangi fæddum 1964 í skólum borgarinnar. 2. Rannsóknarhópar í fyrri rannsókn (17) var telpum fæddum 1964 og bólusettum 1977 skipt í tvo hópa. í hópi A voru telpur, sem verið höfðu neikvæðar í upphafi en í hópi B telpur með lág Hl-mótefni 1/20 fyrir frumbólusetningu. í jan.-febr.1978 einu ári eftir bólusetninguna voru tekin blóð- sýni. Þær telpur sem pá höfðu mótefni < 1/20 voru endurbólusettar og nýtt blóðsýni tekið 6 vikum síðar. Endurbólusettar voru 17 úr hópi A, par af tvær sem fyrsta bólusetning mistókst á og voru neikvæðar eftir fyrsta árið, og 5 telpur úr hópi B. Allan pennan tíma greindust engir rauðir hundar í landinu. í febr.-marz 1979 voru tekin ný blóðsýni úr öllum peim bólusettu telpum, sem til náðist. Fengust sýni úr 333 telpum úr hópi A og 12 úr hópi B. Sýni fengust úr öilum endurbólusettum. Til saman- burðar voru tekin blóðsýni úr 193 óbólusettum telpum úr sömu bekkjum. Þessar telpur höfðu mótefni eftir náttúrlega rauða hunda sýkingu samkvæmt sýnatöku og mælingu 1976. Höfðu pau sýni verið geymd við -^25°C eins og sýnin úr bólusettu telpunum. Samfara sýnatöku svöruðu allar telpurnar skriflega eftirfarandi spurningum: 1) Hefur pú fengið rauða hunda í vetur? 2) Hefur pú fengið útbrot eða liðverki í vetur? 3) Hefur einhver í nánasta umhverfi pínu fengið rauða hunda í vetur? a) á heimili pínu b) einhver vina pinna c) 1 bekknum pínum. 3. Meðferð sýna Öll sýni voru tekin í lofttæmd glös (vacutainer) með einnota nálum. Var sermi skilið frá blóðköggli (koagel) samdægurs við 3000 snún/ mín. í 10 mín, sermi tekin ofan af með sæfðum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.