Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1980, Page 34

Læknablaðið - 15.12.1980, Page 34
318 LÆKNABLADID Sé gert ráð fyrir mestu nýliðun lækna í heilsugæslu, sem hugsanleg væri, miðað við aukin verkefni og út frá því gengið, að hver heimilislæknir annist aðeins um 1500 manns yrðu stöður heilsugæslulækna í höfuðborginni um 60 talsins. í Reykjavík eru nú 30 læknar, sem hafa heimilislækningar að aðalstarfi og því yrði raunveruleg aukning aðeins um 30 stöður. Á sömu forsendum gæti fjölgun orðið 30— 40 stöður á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um utan höfuðborgarinnar og er þá miðað við bætta starfsaðstöðu í þessum heilbrigðisstofn- unum og aukin umsvif. Á sjúkrahúsum, meðferðar- og rannsókna- stofnunum í Reykjavík þyrftu því að koma til 130-140 nýjar stöður. í þessum hugleiðingum felst raunar svarið við sþurningunni um það, hvort hér sé hætta á offjölgun lækna. Hér á landi er ríkisrekin heilbrigðisþjónusta og það er því algerlega á valdi stjórnvalda að ákvarða fjölda lækna. Einkenni offjölgunar væru þau, að ekki væru til verkefni fyrir þá lækna, sem væru við störf. Þessa sjást engin merki í heilbrigðiskerfinu í dag, miklu fremur hið gagnstæða, að margir læknar eiga að jafnaði of langan vinnudag og víða sjást merki læknaskorts t.d. í heilsugæsl- unni. Varðandi þá tölu, 2,63 lækna á hverja 1000 íbúa, sem slegið er fram sem hugsanlegu hlutfalli 1990, má vitna til þess, að ýmsar þjóðir í Evróþu hafa þegar náð þessu hlutfalli, svo sem Austurríki, Ítalía, Monakó, Ráðstjórn- arríkin, Tékkoslóvakía og Ungverjaland og hefir enginn minnst á offjölgun í þessum löndum. Hins vegar er ljóst, að s.l. 20 ár a.m.k. höfum við útskrifað læknakandidata langt umfram eigin þarfir. Þetta hefir ekki verið mönnum áhyggjuefni, þar sem fram að þessu hafa íslenzkir læknar ekki átt í neinum erfiðleikum með að fá vinnu erlendis. Hins vegar eru nú ýmsar blikur á lofti í þessum efnum: í Bandaríkjunum eru nú verulegar hömlur á, að erlendir læknar komist í sérnám og banda- rísk stjórnvöld hafa undanfarin ár stuðlað að fjölgun lækna, sem fljótlega mun leiða til þess, að erlendir læknar komast ekki til starfa í Bandaríkjunum. Hið sama hefir orðið uþp á teningnum í Bretlandi, að með nýlegri löggjöf, (Medical Act 1978), hefir útlendum læknum verið gert mun erfiðara fyrir að komast að. Við eigum að vísu aðild að samnorrænum samningi um gagnkvæm réttindi lækna, en hvað stoðar slíkt, þegar Danmörk er þegar lokuð útlendum læknum vegna offramleiðslu heima fyrir og Noregur og Svíþjóð verða væntanlega sjálfum sér næg í þessum efnum innan tíðar. Að sjálfsögðu er ekki með þessu sagt, að framundan sé atvinnuleysi íslenzkra lækna erlendis, en nauðsynlegt er að þessi mál verði könnuð. Fyrir fimm árum vakti höfundur athygli á þeirri fjölgun læknislærðra, sem fyrirsjáanleg var (5) og niðurstöðurnar voru kynntar á ráðstefnu BHM um atvinnumál háskólamanna (6). Sú þróun, sem þá varð séð fyrir, mun halda áfram næstu ár, ef áfram ríkir sama skipan og verið hefir, þ.e. frjáls aðgangur stúdenta að læknadeild, en kennurum í samein- ingu falið að ákvarða fjölda kandidata, með því að ákvarða prófkröfur á hverju námsári og meta árangur prófa. Þetta mál þarf að taka til rækilegrar umfjöll- unar og er það ætlun mín að vekja umræðu um þetta mál og mun málið verða tekið upp á vegum Læknablaðsins á næstunni. TILVITNANIR 1. Læknaneminn, 1961, 14. árg., 1.-2. tbl., s. 20-22. 2. Læknaskrá 1. janúar 1980. Gefin út af skrifstofu landlæknis 1980. 3. Mannfjöldi 01/12/1979 eftir kyni, fæðingarári, sveitarfélögum og byggðastigi. Handrit Hagstofu íslands. 4. Framkvæmdastofnun ríkisins: Ársskýrsla 1979. Maí 1980. s. 54, 11. tafla: Framreikningur mannfjölda á íslandi 1979-2004. Dæmi 1. 5. Læknaneminn, 1975, 28. árg., 3. tbl„ s. 17-28. 6. Bandalag háskólamanna: Ráðstefna um atvinnu- mál háskólamanna, 14.-15. nóvember 1975. Reykjavík nóv. 1975., s. 64-73.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.