Læknablaðið - 15.03.1982, Blaðsíða 44
96
LÆKNABLAÐID
Ólafur Óiafsson landlæknir
UM VISTUN GEÐSJÚKRA FANGA
Þrátt fyrir margra ára baráttu fyrir úrbótum á
vistunarmálum geðsjúkra fanga hefur fram að
f>essu lítið áunnist og ennpá eru pessir sjúkling-
ar vistaðir í fangelsum. Nú hefur Landlæknis-
embættið í samvinnu við Jón Thors, deildar-
stjóra og Sigmund Sigfússon, geðlækni gert
eftirfarandi tillögur til ríkisstjórnarinnar eftir
beiðni Svavars Gestssonar, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra og Friðjóns Þórðarson-
ar, dómsmálaráðherra.
Tillaga um lokaða sjúkrastofnun fyrir
geðsjúka fanga
1) Deildin rúmi allt að 12 sjúklinga. Þar skal
vista pá, sem dæmdir hafa verið til að sæta
öryggisgæslu og úrskurðaðir hafa verið í
geðrannsókn.
2) Mannafli:
yfirlæknir.............................. 1
aðstoðarlæknir ......................... 1
hjúkrunarfræðingar...................... 4
iðjupjálfi.............................. 1
sjúkrapjálfari ....................... 1/2
sjúkraliðar............................. 4
gæslumenn ............................. 12
félagsráðgjafi........................ 1/2
sálfræðingur.......................... 1/2
býtibúr/ræsting ........................ 3
Stöðugildi ...........................27,5
Nokkrir starfsmenn gætu unnið á öðrum
deildum samhliða vinnu á deildinni, t.d. aðstoð-
arlæknir, sjúkrapjálfari, félagsráðgjafi og sál-
fræðingur. Yfirlæknir tekur að sér réttar-
geðrannsóknir og mun sinna ráðgjafastörfuro
við aðrar stofnanir.
3) Stofnunin parf að vera í nánum tengslum
við sjúkrahús og hefur undirrituðum komið
til hugar Vífilsstaðalóðin.
4) Við hönnun húsnæðis ætti að hafa hliðsjón
af svipuðum stofnunum erlendis.
Barst ritstjórn og sent í prentsmiðju 05/01/1982.
Fyrir tilstilli framangreindra ráðherra hefur
Alpingi heimilað ríkisstjórninni að verja allt
að 2 miljónum króna á árinu 1982 til athugun-
ar og undirbúnings að stofnun slíkrar deildar.
Greinarhöfundur hefur orðið pess var að m.a.
læknum er ókunnugt um á hvern hátt vistun
og meðferð pessa sjúklinga er hagað meðal
pjóða er búa við svipað velgengi í efnahags-
og félagslegu tilliti og íslendingar. Á pessum
tímamótum er pví tilefni til að rifja upp
stuttlega hvernig búið er að pessum sjúkling-
um á öðrum Norðurlöndum.
Finnland: Þar eru pessir sjúklingar vistaðir á
»Statens Civilisinnesjukhus«. Yfirlæknir ræð-
ur útsrift peirra en parf í vissum tilvikum að
leita álits Medicinalstyrelsen p.e. heilbrigðis-
yfirvalda.
Svípjóð: Líkt og í Danmörku vistast flestir
pessara sjúklinga á venjulegum geðsjúkrahús-
um, en auk pess eru rekin sérstök réttargeð-
sjúkrahús, sem taka við erfiðustu sjúklingun-
um. Um útskrift fjalla sérstakar nefndir par
sem yfirlæknir á setu í.
Noregur: Margir vistast á almennum geð-
sjúkrahúsum. Þar er m.a. rekið sérstakt réttar-
geðsjúkrahús undir stjórn »Socialdepartemen-
tet« en Helsedirektoratet p.e. heilbrigðisyfir-
völd bera ábyrgð á faglegri pjónustu við
sjúkrahúsin.
Danmörk: Eins og áður er sagt vistast flestir
pessara sjúklinga á almennum geðsjúkrahús-
um undir faglegri stjórn »Sundhedsstyrelsen«
(heilbrigðisyfirvalda) en einnig rekur dóms-
málaráðuneytið lítið geðsjúkrahús. Árið 1967
lögðu danskir geðlæknar til að pessir sjúkling-
ar skyldu ekki vistaðir á einangruðum geðstofn-
unum heldur fluttir til deildar sem rekin er í
tengslum við geðsjúkrahús í Nykobing.
í pessum löndum er pví fangelsisvistun
pessara sjúklinga ekki lengur til umræðu
heldur vex peirri skoðun fylgi að geðsjúkir
fangar skuli ekki einangraðir á sérstökum
réttargeðsjúkrahúsum heldur á deildum við
almenn geðsjúkrahús.