Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Síða 4
föstudagur 9. mars 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Lúmsk hálka á Akranesi Tvö hálkutengd óhöpp áttu sér stað í gærmorgun. Rétt eftir klukkan átta missti ökumað- ur stjórn á bíl sínum á leið inní beygju með þeim afleiðing- um að bíllinn lenti inní garði á mótum Vogabrautar og Still- holts. Á svipuðum tíma missti ökumaður stjórn á bíl sínum við Litlu-Fellsöxl við Akrafjallsveg og velti honum. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp vel og án meiðsla. Varðstjóri taldi að lúmskri morgunhálku væri um að kenna, enda hefur hitinn ver- ið að skríða vel yfir frostmarkið þegar á líður dag. Fylgjast með beltanotkun Lögreglan á Selfossi er búin að vera fylgjast með notkun bílbelta þessa vikuna. Að sögn varðstjóra hafa þeir haft þann háttinn á að keyra með umferð- inni og fylgjast með hvort allir séu ekki örugglega vel spennt- ir. Því miður virðist fólk vera værukært í góða veðrinu. Í síð- ustu viku voru einungis nokkrir stöðvaðir en í þessari viku hafa þeir verið alltof margir. „Í gær stoppuðum við eina átta bíla og hefur fjöldinn verið nokkuð reglulegur dagana þar á undan,“ sagði varðstjóri og lagði mikla áherslu á að það væri í raun og veru heimska að nota ekki bílbelti, „maður er að sjá fólk standa upp úr slysum í alger- um bíldruslum bara vegna þess að það var í belti“. Tíu þúsund króna sekt liggur við hverjum farþega sem ekki notar belti og það sama gildir um barnastóla. Ef stórfjölskyldan gleymir sér gæti hún þurft að sjá eftir fimm- tíu þúsund króna að nauðsynja- lausu. Ekki er allt sem sýnist Dagfari hefur fyrir löngu áttað sig á því að ekki er allt sem sýnist í veröldinni. Til að mynda er ekki endilega víst að þeir sem birta eftir sig greinar í blöðum eða tímaritum séu endilega sjálfir höfundar þeirra. Dagfari hefur starfað sem leigubíl- stjóri og hlýtt á samtöl farþega þar sem slíkar staðhæfingar hafa kom- ið fram. Í gær heyrði Dagfari af einni slíkri kenningu. Hún gengur út á hvort hugsanlega geti verið að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðs- ins, skrifi á bloggsíðu blaðsins undir nafninu „Páll Vilhjálmsson”. Tilefni þessara umræðna eru greinar „Páls” um málefni Baugs og forráðamanna þess fyrirtækis. Menn þykjast sjá augljós höfundareinkenni ritstjór- ans á sumum af þessháttar færslum „Páls”. Dagfari skoðaði af þessu til- efni nýjustu færsluna um þetta efni, en þar er því haldið fram að Baugs- menn hafi komið upp um olíusam- ráðið! Ef það er rétt eru þeir meiri hetjur en Dagfari átti von á. Dagfari gat ekki séð að „Páll” væri neitt sérstaklega að hrósa þeim Baugsmönnum fyrir uppljóstrun- ina. Vitnaði hann til skrifa Styrmis þess efnis að fyrir nokkrum árum hefði honum verið sýndar upplýs- ingar sem bentu til að um skipulagt verðsamráð væri að ræða á milli olíufélaganna. Hann hefði þó ekk- ert gert með þessar upplýsingar og hefur „Páll” eftir Styrmi að hann hafi síðar séð af málatilbúnaði Sam- keppnisstofnunar „í hvaða farveg málið hafði farið”. Er það öll teng- ingin? En, sem sagt, þarna hafi verið komið „fordæmi” fyrir því hvernig ætti að afgreiða slíkar upplýsingar. „Páll” telur að þetta „fordæmi” skýri afskipti Styrmis af Baugsmálinu. Dagfari staldrar við þessa nálgun „Páls” og nokkrar spurningar hljóta að vakna. Getur verið að Styrm- ir hafi vitað um verðsamráð olíufé- laganna en látið það óátalið? Getur verið að hann hafi verið andvígur því að olíufélögin hættu hinu ólög- mæta samráði? Hvers vegna setti hann ekki einhvern af blaðamönn- um sínum í málið úr því hann segist hafa vitað af því? Þetta hefði orðið „skúbb” aldarinnar. Getur verið að „Páll” hafi óvart tengt Styrmi Gunn- arsson meira við upphaf Baugs- málsins en hann ætlaði sér? Er hugsanlegt að afskipti ritstjórans sem opinberuðust í póstum Jónínu Benediktsdóttur hafi verið einhvers konar hefndarráðstöfun? Hann hafi verið að ná sér niður á mönnum sem hann taldi (með réttu eða röngu) að hefðu komið upp um olíufurstana? dagfari Kaupþing banki er að bjóða nýútskrifuðum háskólanemum hundrað prósenta lán til íbúðakaupa. Þetta telur framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins afar óheppilegt en hann hefur gagnrýnt félagsmálaráðherra harðlega fyrir að hækka lánshlutfall og há- markslán Íbúðalánsjóðs. „Ég tel þetta óheppilegt fyrir mark- aðinn. Þeir eru í bankarekstri og væntanlega að reyna að þjóna sín- um viðskiptavinum, en það breyt- ir því ekki að það er vont fyrir fast- eignamarkaðinn ef verðið fer aftur að hækka,“ segir Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ný hundrað pró- senta lán Kaupþings banka til út- skrifaðra háskólanema. Kaupþing banki auglýsti hundr- ða prósenta húsnæðislán fyrir út- skriftarnema úr háskóla og gilda kjörin í eitt ár frá útskrift. Lánið er tvískipt, áttatíuprósenta íbúðalán og svo tuttugu prósenta viðbótar- lán. Af áttatíu prósenta láninu þarf aðeins að greiða vexti fyrstu fimm árin. „Við erum að koma á móts við skólafólk sem er að koma úr námi og reyna að koma undir sig fótun- um, því fyrstu árin eftir nám geta verið þung,“ segir Benedikt Sigurðs- son, upplýsingafulltrúi Kaupþing banka. Vilhjálmur segir þess- ar auknu lánveitingar koma illa við efnahags- lífið í heild fari fasteigna- verð á skrið. Hann segir það koma beint við verð- bólguna eins og sýndi sig í síðustu fasteigna- hækkun en þá varð vart við mikla neyslubylgju hjá heimilunum í landinu sem jók verðbólguna. Það að verð á fasteign- um skyldi hækka eins og í ljós kom í síðustu mælingu skaut mönnum skelk í bringu að sögn Vilhjálms en þar hækkaði fasteignaliðurinn um 1,8 prósent og sá liður skýrði alfarið hækkun á vísitölu neysluverðs. „Það eru verulegu hættumerki. Fyrst var það félagsmálaráðherra sem hækk- aði lánshlutfallið og lánsfjárhæðina hjá Íbúðalánasjóði og ef bankarnir eru að fara fylgja á eftir lýst mér ekki á það,“ segir Vilhjálmur. Með hækk- un lánshlutfalls í íbúðalánasjóði segir Vilhjámur félags- málaráðherra hafa gefið ákveðið merki og tekið fyrsta skrefið, því sjóð- urinn er hluti af mark- aðnum. „Ef allir fara út í þetta getur það ekki endað nema á einn veg, fasteignaverð hækkar.“ Benedikt Sigurðsson hjá Kaupþing banka segir ákvörðunina um hundrað prósenta lánin ekki tek- in út frá ákvörðun félagsmálaráð- herra að hækka lánshlutfall og láns- upphæð Íbúðalánasjóðs því svona ákvarðanir taki mun lengri tíma en viku til tíu daga. „Bankinn telur for- svaranlegt að bjóða þessum hópi þessi kjör. Hópurinn er ekki það stór að hann eigi að hafa mikil áhrif á fasteignamarkaðinn. Vilhjámur segir hækkun á fast- eignaverði ekki bara slæma vegna verðbólgunnar heldur líka vegna þess unga fólks sem er að koma inn á fasteignamarkaðinn. Því þá þarf unga fólkið að kaupa eignir á hærra verði og verði þar af leiðandi áskrifendur af hærri greiðslubyrgði, kannski næstu fjörtíu árin.“ Þetta er nú öll gjöfin, verðhækkun og aukin greiðslubyrgði fyrir ungt fólk. Best væri ef fasteignaverð væri stöðugt og hækkaði svo hóflega í takt við aðrar verðhækkanir.“ Vilhjálmur ætlar ekki að endurskoða afstöðu sína eins og Ingibjörg Þórðardótt- ir, formaður Félags fasteignasala, stakk upp á í DV í gær en þar sagði hún breytingar Íbúðalánasjóðs skipta litlu máli þar sem svo fáir gætu nýtt sér hærra lán og hærra lánshlutfall. „Henni finnst þá líklega skipta litlu máli ef lánshlutfallið og lánsfjárhæðin myndi lækka. Svona kjör eru enginn greiði fyrir neytend- ur því þau eru fljót að snúast upp í andhverfu sína ef verðið hækkar. Fasteignamarkaðurinn er ekki eins og eilífðar keðjubréfshringu sem hækkar alltaf,“ segir Vilhjálmur. Hjördís rut sigurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is TeLur ný húsnæðisLán KAupþings óheppiLeg Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.