Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 9. mars 200756 Tónlist DV Nýjasta afurð rokkarana í Mín-us er væntanleg í verslanir 16.apríl næstkomandi. Beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu eftir nýju efni frá hljómsveitinni en sein- asta breiðskífa þeirra kom út árið 2003. Hún bar nafnið Halldór Lax- ness og vakti verðskuldaða athygli hér heima sem og erlendis. Áður hafa Mínus gefið út plötuna Hey, Johnny! árið 1999 og Jesus Christ Bobby árið 2001. Nýja platan heitir The Great Nort- hern Whalekill. Titillinn er skýrskot- un til Pantera plötunnar The Great Southern Trendkill sem kom út árið 1996. Meðlimir Mínus hlustuðu allir mikið á þá plötu og hafa alla tíð ver- ið undir miklum áhrifum frá Texas- rokkhundunum í Pantera. Vanga- veltur voru uppi á sínum tíma að skýra plötuna Flugstöð Eiríks Hauks- sonar en The Great Nortern Whalek- ill varð ofan á. Upptökustjórinn unnið með Tool og Weezer Platan var tekin upp í Los Ang- eles í desember á síðasta ári og var það enginn annar en Joe Baresi sem stjórnaði upptökunum. Hann stjórn- aði meðal annars upptökum á nýj- ustu plötum Queens of the Stone Age og Tool. Þá stjórnaði Baresi einnig upptökum á plötunni Pinkerton sem var önnur breiðskífa nördarokk- aranna í Weezer. Nýrra og hlýrra hljóð Öll platan er tekin upp á ana- log eða teip sem gefur henni ann- að hljóð en hefur verið á fyrri plöt- um hljómsveitarinnar. Baresi hefur unnið mikið með analog upptökur en það gefur plötunni mun míkra og þægilegra hljóð en var á fyrri plötum sveitarinnar þar sem hljómurinn var meira skerandi. Það var íslendingurinn Stein- gímur Höskuldsson sem sá um eft- irvinnsluna á plötunni. Steingrímur, eða Hösskí eins og hann er kallað- ur, er búsettur í Los Angeles og hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Noru Jones, Tom Waits og íslands- vininum Mike Patton úr hljómsveit- unum Fantomas og Faith No More. Það eru því fagmenn sem hafa unn- ið að öllum hliðum plötunnar og má búast við gæðagrip. asgeir@dv.is New York-rappsveitin Beastie Boys hafa staðfest komu sína á Hróaskelduhátíðina í ár en hún fer fram dagana 5. til 8.júlí næstkom- andi. Beastie Boys hafa einu sinni áður komið fram á hátíðinni en það var árið 1998. Þá hafa Las Vegas- rokkararnir í hljómsveitinni The Killers einnig staðfest komu sína. Sveitin var stofnuð árið 2002 og hef- ur slegið rækilega í gegn með plöt- unum Hot Fuzz og Sam´s Town. Fjöldi annara þekktra tónlistar- manna hafa þegar staðfest komu sína á hátíðina og þar á meðal hin alíslenska Björk. Þá hafa einn- ig staðfest komu sína bandaríska rokksveitin Red Hot Chille Peppers, breska sveitin The Who, bandaríska svetin Slayer, bandaríska sveitin My Chemical Romance og sænsku ís- landsvinirnir Peter Bjorn and John. Í rafræna tónlistargeiranum eru helstu nöfnin sem hafa skráð sig Basement Jaxx frá Bretlandi og Dj Tiesto frá Hollandi. Basemennt Jaxx verða þó poppaðari með hverju ár- inu sem líður en Dj Tiesto er meðal þekktari trance-tónlistarmönnum heims. allar nánari upplýsingar um hátíðina er hægt að nálgast inn á www.roskilde-festival.is. asgeir@dv.is Sífellt bætist í hóp stórra tónlistar atriða á Hróaskelduhátíðinni í ár og er dagskráin farin að líta mjög vel út Nýjasta plata rokkhljómsveitarinnar Mínus er væntanleg í verslanir 16.apríl næstkom- andi. Platan innheldur 11 lög og er nafn hennar skýrskotun í gamla Panthera-plötu. The GreaT NorTherN Whalekill The Great Northern Whalekill Lagalisti - ekki í réttri röð Shoot The Moon Throw Away Angel Black And Brused Weekend Lover The Futurist Cats Eyes Kiss Your Self Not Afraid Rip It Up Shadow Heard Rhythm Cure Kröftugur á sviði Platan kemur út sama dag og Björgin Halldórsson PaBBi krumma á afmæli All Saints sparkað Breska stúlknabandinu All Saints hefur verið sparkað af útgáfufyrir- tækinu Parlophone. Ástæðan er sú að endurkoma hljómsveitarinnar með plötunni Studio 1 hefur ekki gengið vel. Þrátt fyrir mikla mark- aðssettningu á þremur fyrstu smá- skífum sveitarinnar hafa lögin ekki náð vinsældum af neinu ráði. Par- lophone gaf frá sér yfirlýsinguna þess efnis að bæði hljómsveitin og fyrirtækið væru stollt af plötunni en samstarfið hafi ekki gengið upp. Vill hjápla Britney Ofurpródúserinn Timbaland hefur boðist til að hjálpa poppsöng- konunni Britney Spears að koma tónlistarferli sín- um á réttan kjöl. Timbaland sem heitir réttu nafni Timothy Z. Mosley er með heitari pródús- entum í heimi í dag og aðal maðurinn á bakvið Justin Timberlake og Nelly Furtado. Timbaland hefur þá beðið Timber- lake um að hjálpa sér við að koma Britney á réttan kjöl og hefur hann tekið vel í það. „Ég finn til með henni og þetta veldur mér mikl- um áhuggjum. Ég vill bara hjálpa henni. Ég er bara þannig gaur,“ segir Timbaland. Vill Pink Floyd endurfund Roger Waters fyrrverandi söngv- ari stórsveitarinnar Pink Floyd vill að bandið taki saman aftur. Waters segir að endurfundur þeirra félaga á Live8-tónleikunum 2005 sé kveikj- an. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að taka þátt í Live8-tónleikun- um. Það var frábært að vera á svið- inu með hinum þremur strákunum. Ef mér byðist eitthvað annað gigg í þeim dúr myndi ég taka því. Ef það væri eitthvað meira en bara nokkur lög væru samt kannski vandamál. Samband okkar er einungis við- skiptalegs eðlis,“ segir Waters. Beastie Boys spila öðru sinni á Hróaskeldu í sumar the Killers Verða á skeldunni Beastie Boys og The Killers á Hróarskeldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.