Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 6
föstudagur 9. mars 20076 Fréttir DV Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra varð að gera hlé að ræðu sinni á Alþingi í gær vegna aðsvifs. Hann var á fundi fram á nótt og hafði ekki gefið sér tíma til þess að borða morgunmat. Hann ætlaði að halda ræðunni áfram síðar um daginn en teysti sér ekki þegar til þess kom. Lauk ekki ræðunni Magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra fékk aðsvif í ræðustól á Alþingi, á ellefta tímanum í gærmorgunn, þeg- ar hann var rétt ný hafinn við að mæla fyrir þingsályktunartillögu um jafn- réttismál. Magnús sagði forseta þings- ins að hann þyrfti að gera hlé á ræðu sinni og gekk úr ræðustól og þaðan í hliðarsal Alþingishússins til að jafna sig. Magnús hresstist fljótt, aðsögn Þórs Jónssonar, fjölmiðlafulltrúa fé- lagsmálaráðuneytisins, og var hann farinn að gera að gamni sínu fljótlega eftir að hann þurfti að gera hlé á ræðu sinni. Hann vildi ekki fá lækni á stað- inn en að sjálfsögðu hafi verið kallað til sjúkralið sem skoðaði hann í þing- húsinu. Hann fór svo á spítala með bílstjóra sínum í ráðherrabílnum þar sem hann var til skoðunar í nokkra klukkutíma. Var að missa máttinn „Þeir gerðu allskyns skoðanir og tóku blóð. og þetta var líklega bara sykurfall,“ sagði Magnús í viðtali við DV áður en hann steig aftur í ræðustól. Hlé var gert á þinginu, fyrst til klukkan hálf tvö og síðan þegar í ljós kom að Magnús yrði ekki komin í tæka tíð var hléið lengt til klukkan fjögur. „Ég fann að ég var að missa máttinn þar sem ég stóð og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að halda áfram eða gera hlé á ræðunni,“ sagði Magnús. Hann seg- ist hafa jafnað sig nokkuð fljótt og því hafi honum ekki þótt þörf á að fara með sjúkrabíl upp á spítala. Magn- ús hafði verið fundi þingflokks Fram- sóknarflokksins fram á nótt og hann segir að sér hafi ekki hafa gefist tími til þess að borða morgunmat eftir að hann vaknaði en hann segist venju- lega fá sér að borða á morgnanna og þá oftast hafragraut. „Ég held að þetta geti verið áminning fyrir alla að hvílast og borða vel,“ segir Magnús sem ætlar að nota helgina framundan til þess að hvíla sig. Treysti sér ekki til að klára ræðuna Til stóð að Magnús stigi aftur í ræðustól klukkan fjögur til að halda áfram ræðu sinni en þegar hann kom aftur í þinghúsið fór honum að líða illa á nýjan leik svo hann treysti sér ekki til þess. „Ég er eitthvað veikur og ætla heima að hvíla mig,“ sagði Magnús áður enn hann fór af stað heim. Þing- fundi var frestað um óákveðin tíma. Katrín Júlíusdóttur, þingmanni Sam- fylkingarinnar, var brugðið við frá- hvarf Magnúsar úr ræðustól enda. „Ég var önnum kafin við að undirbúa mig undir þessa umræðu sem var að hefj- ast. Ég var því ekki að horfa á Magnús heldur bara að hlusta með örðu eyr- anu. En krossbrá þegar hann sagðist þurfa gera hlé á máli sínu,“ segir Katr- ín. Hún bætti því við að það skipti öllu máli fyrir fólk í annasömum störfum að borða og sofa reglulega og það væri gott veganesti fyrir þingmenn sem væri að leggja af stað í kosningabar- áttu. „Auðvitað stendur manni ekki á sama um samstarfsfélaga sína.“ HjördíS ruT SigurjónSdóTTir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is „Ég fann að ég var að missa máttinn þar sem ég stóð og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að halda áfram eða gera hlé á ræðunni.“ Magnús Stefánsson magnús hafði ekki borðað morgunmat þegar hann steig í ræðustól í gærmorgunn. Hann segist venjulega fá sér morgunmat. Katrín júlíusdóttir og Sigríður Anna Þórðar- dóttir áhyggjufullar í þingsal Katrín segir atvikið vera áminningu fyrir fólk í annasömum störfum að hugsa um heilsuna. Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki síður mikilvæg en fyrsta flokks aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra staðsetningu í hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði og fyrirtaks veisluþjónustu. Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn! Fundur í miðborginni Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.