Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 10
föstudagur 9. mars 200710 Fréttir DV Félagsheimilið horFið Aðgerðir lögreglu við rýmingu Ungdómshússins og mótmælin sem fylgdu í kjölfarið er umfangs- mesta verkefni sem danska lög- reglan hefur ráðist í. Borgarstjór- inn segir ekki koma til greina að launa unga fólkinu ofbeldið með nýju húsi. Sjö hundruð og fimm- tíu manns hafa verið handteknir í mótmælunum. Mun friðsamlegri bragur hefur verið yfir mótmælum síðustu daga vegna Ungdómshússins en var um helgina. Þrátt fyrir það hefur lög- regla handtekið nokkra þátttak- endur en þeim hefur verið sleppt eftir yfirheyrslur. Lögregla reiknar með áframhaldandi mótmælum næstu daga og vikur. Ungt fólk víða um heim hefur einnig sýnt stuðn- ing sinn við starfsemi hússins í verki og mótmælt í sínum heima- löndum Bannað að búa í húsinu Húsið var fyrst og fremst félags- heimili þar sem fólk gat gert það sem það vildi svo lengi sem það fylgdi einföldum reglum hússins. Um það bil þrjátíu manns voru í húsinu þegar lögregla ræðist inn í það á fimmtudagsmorgun í síð- ustu viku. Það fólk bjó samt ekki í húsinu heldur voru mótmælend- ur sem ætluðu að gera lögreglunni erfitt fyrir. Samkvæmt heimasíðu hússins þá bjó þar enginn þó lík- lega hafi heimilislausir unglingar leitað þangað. Borgin hafði einn- ig bannað að húsið yrði nýtt sem íbúðarhúsnæði. Öflugt tónlistarstarf Fjölmargir tónlistarmenn höfðu æfingarhúsnæði í Ungdómshúsinu og vikulega voru haldnir tónleikar í stórum samkomusal sem þar var að finna. Þar tróðu líka upp þekkt- ir tónlistarmenn sem fengu, líkt og þeir óþekktu engar greiðslu fyrir viðvikið. Ágóðinn af tónleikahald- inu var hins vegar nýttur til rekst- urs hússins, t.d. innkaupa til sam- eiginlegs borðhalds félagsmanna sem haldið var einu sinni í viku. Tónleikahald var samt sem áður borgaryfirvöldum þyrnir í aug- um enda var brunaeftirlit í húsinu ábótavant. Stjórnmálahreyfingar höfðu einnig aðstöðu í húsinu og voru málfundir haldnir vikulega ásamt bíókvöldum. Of ung fyrir fangelsi Sjö hundruð og fimmtíu manns hafa verið handteknir í mótmælum síðustu viku í Kaupamannahöfn. Flest ungt fólk og hafa foreldrar margra þeirra kvartað undan skorti á upplýsingum um ástand og sak- argiftir barna sinna. Forsvarsmað- ur barnaráðs í landinu hefur sagt að það valdi áhyggjum hversu margir undir átján ára aldri sitji inni enda sé þetta fólk of ungt til að geta þolað þá pressu sem innilok- uninni fylgir. Hún biður hins veg- ar þá foreldra sem fara að heim- sækja börn sín í fangelsi að spara stóru orðin og gefa sér tíma til að Herdís sigurgrímsdóttir blaðamaður skrifar: herdis@dv.is engin lausn Vika er liðin frá því að ungdóms- húsið var tæmt en engin lausn er í sjónmáli. 150 Norðmenn sem fæddust í seinni heimsstyrjöldinni eftir sam- band þýskra hermanna og norskra kvenna hefur stefnt norskum yfir- völdum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Fólkið hefur áður reynt að leita réttar síns en norska ríkið vís- að frá sér allri ábyrgð af atburðun- um. Því snýst krafa barnanna núna um misrétti sem þau voru beitt eftir stríðið. Í kæru þeirra segir meðal ann- ars að hermannabörnin hafi mátt þola margvíslega misbeitingu vegna andúðar Norðmanna á Þjóðverjum eftir stríðið. Þau sættu ofbeldi, einelti og voru jafnvel læst inni á geðdeild- um, fyrir það eitt að vera börn þýskra hermanna. Skaðabótakrafa þeirra er byggð á þeim rökum að norska ríkið hafi brugðist skyldu sinni að vernda börnin fyrir misréttinu. Þýskir hermenn nasista voru hvattir til að vera í sambandi við norskar konur á meðan á hernámi nasista stóð, til þess að geta þeim ljóshærð og bláeyg börn sem yrðu fyrirmyndarþegnar í þriðja ríkinu. Áætlað er að í kringum 12 þúsund börn hafi orðið til í slíkum sambönd- um á meðan á fimm ára hernámi Þjóðverja stóð en þegar þeir voru flestir, voru um 372 þúsund þýskir hermenn í Noregi. Ástandsbörnin stefna ríkinu Börn sem hermenn nasista áttu með norskum konum krefjast réttar síns: Ljóshærð og bláeyg Hermenn nasista voru hvattir til að vera í sambandi við norskar konur til þess að byggja upp hreinan aríakynstofn. YouTube bannað Tyrkneskur dómstóll hefur bann- að myndbandasíðuna YouTube, þar sem notendur geta hlaðið inn myndbandsbútum og horft á efni sér til skemmtunar. Rök saksóknara sem sóttu málið voru þau grískir og tyrkneskir notendur hefðu skipst á móðgunum og óhróðri á síðunni og nefndu þeir sem dæmi myndband þar sem þjóðhetjunni Ataturk var borið á brýn að vera hommi, sem og öll tyrkneska karlþjóðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.