Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 14
föstudagur 9. mars 200714 Fréttir DV Georg Viðar Björnsson var á Breiðuvík í fimm ár. Hann vill vita ástæður þess að hann var sendur þangað en hefur engin svör fengið. Hann telur það glapræði að loka Byrginu og senda fólkið þaðan og beint á götuna. Finna verði fólkið og hjálpa því. Yfirvöld virðast ætla að gleYma okkur Georg Viðar Björnsson dvaldi á Breiðuvík í fimm ár sem ung- ur drengur. Hann segir að forð- ast hefði mátt stórvandræði með því að hafa uppi á fólki sem var á Breiðuvík og í Byrginu og hjálpa því strax. Georg óttast að yfirvöld muni ýta þessum málum á undan sér og freista þess að þau gufi upp, ekki síðar en með nýrri ríkisstjórn. Georg Viðar hefur fengið Magn- ús Brynjólfsson lögmann til þess að freista þess að finna ástæður þess að hann hafi verið sendur til Breiðavíkur. Hann hefði þurft að vera stórglæpamaður til þess að eiga skilið meðferðina fyrir vestan. Engin svör fengið Lögmaður Georgs hefur eng- in svör fengið frá yfirvöldum um ástæður þess að Georg var send- ur til Breiðavíkur. “Ég hlýt að hafa þurft að vera alveg rosaleg- ur glæpamaður til þess að hafa átt þetta skilið. Ef ég man þetta rétt þá var ég enginn stórglæpamaður. Ég var hrekkjóttur prakkari eins og krakkar geta verið,” segir Georg. Yfirvöld hafa beðið lögfræðing Georgs um kennitölur foreldra hans. Ekkert annað hefur komið út úr rannsókn lögfræðingsins. “Menn eiga eftir að rúlla þessu á undan sér núna í einhvern tíma og svo verður þetta svæft. Þetta verður látið gufa upp, ekki seinna en með nýrri ríkisstjórn.” Leitum að fólkinu Georg Viðar segir að aldrei hefði hvarflað að sér að labba inn á geðdeild Landspítalans, tilkynna að hann hefði verið á Breiðuvík, og biðja um hjálp. Svona gangi þetta ekki fyrir sig hjá fólki sem lent hafi í þessháttar hremmingum. “Ég er alveg sannfærður um að það hefði mátt hafa upp á þessu fólki strax og komast þannig hjá miklum vand- ræðum. Það átti til dæmis aldrei að loka Byrginu. Það hefði bara þurft að kippa Guðmundi Jónssyni út úr summunni. Einhver annar hefði einfaldlega tekið við Byrginu.” “Þessu fólki er voðinn vís. Það kemur úr Byrginu, dettur strax í það og endar á götunni. Þetta er ferlið hjá alkóhólistum sem eru veikir fyrir,” segir Georg. Máttum ekki segja frá Georg segir stærsta vanda- mál þeirra sem voru á Breiðuvík að þeim hafi verið innrætt að tala aldrei nokkurn tímann um dvöl sína þar. “Málið er að á þrjátíu til fjörtíu ára ferli þá hefur manni lærst að tala ekki um þetta. Fólk sagði bara við mig þegar ég kom suður að ég skyldi bara steinhalda kjafti um Breiðuvík. Það myndi bara verða mér hindrun í lífinu ef ég færi að tala um þetta. Ég fór að ræða um þetta við lækna og fólk í ábyrgðarstöðum. Mér var yfirleitt sagt að ég ætti ekki að láta nokkurn mann heyra þessa vitleysu. Þetta var viðhorfið. Maður átti til dæm- is aldrei að minnast á Breiðuvík ef maður ætlaði sér einhvern tíman að fá vinnu.” Út í tómið Annar vandi Breiðavíkur- drengjanna var sá að það var ekk- ert sem tók við þegar þeir komu að vestan. “Oftast voru þetta strákar frá brotnum heimilum. Við kom- um bara að vestan með Esjunni og það var akkúrat ekkert sem tók við. Fjölskyldan var í molum og enga hjálp að fá.” Georg telur að enn þann dag í dag sé svipað uppi á teningn- um fyrir fanga sem ljúka sinni af- plánun. “Ég man að þegar ég kom í fyrsta skipti út úr fangelsinu á Skólavörðustíg þá stóð ég bara þar á tröppunum í dágóða stund og hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera. Hjálpin var fólgin í því að fá einhver föt. Þetta hefur eitthvað breyst til batnaðar en það er ennþá langt í land. Það þarf hugarfarsbreytingu til þess að koma þessu í skikk.” Gengur vel í dag Sjálfur segist Georg líða nokkuð vel í dag, jafnvel þó að hann hafi þurft að hafa talsvert fyrir lífinu. “Ég bý náttúrulega við þá fötlun að vera einfættur og það veldur því að ég þarf stundum að hafa dálítið fyrir hlutunum.” Hann segi þó að stærsta hindr- unin sé að hafa verið svikinn um eðlilega skólagöngu. “Ég fór nú einu sinni í Búnaðarskólann af því að mér þótti ég hafa farið svo á mis við alla menntun. Þetta var hins vegar erfitt nám. Þarna var ég spurður hvort ég hefði einhverja reynslu af skepnum. Þegar ég svar- aði því að ég hefði verið á Breiðu- vík þá sögðu þeir mér að minnast aldrei á það nokkurn tíman aftur. Þeir sögðu að það yrði mér bara fjötur um fót. Það var greinilegt að staðurinn hafði mjög slæmt orð á sér og ansi margir virtust vita það.” Hjálparstarfið mikilvægast Georg segir að hjálparstarf sé það sem hafi gefið honum mest í gegn um tíðina. “Trúin hefur gert ansi mikið fyrir mig og það hefur verið sjálft hjálparstarfið sem hef- ur gefið mér mest. Ég fékk áhuga á því að hjálpa öðrum og hef stund- að það í gegn um tíðina. Hann segir að það starf sem trúarsamtök vinni með þeim sem þarfnast hjálpar sé mikilvægt. “Jafnvel þó að fólk segi núna að það eina sem dugi séu sérfræð- ingar á vegum ríkisins þá er það ekkert algilt. Trúfélögin geta styrkt hlekkina í keðjunni.,” segir hann. “Ég var orðinn 25 ára þegar ég frelsaðist, þó að það sé nú ekki í tísku að segja frá því.” “Oftast voru þetta strák- ar frá brotnum heimil- um. Við komum bara að vestan með Esjunni og það var akkúrat ekkert sem tók við. Fjölskyld- an var í molum og enga hjálp að fá.” siGtryGGur ari jóHannsson blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Georg Viðar Björnsson georg segir að fólk sem þolað hafi hremmingar í Breiðuvík og í Byrginu leiti sér ekki hjálpar upp úr þurru. finna þurfi fólkið og leiðbeina því á rétta slóð. Breiðuvíkur- börnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.