Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Qupperneq 15
DV Fréttir föstudagur 9. mars 2007 15 Hinn námsfúsi Víglundur Víglundsson, sem dvaldi í Breiðavík og þurfti að Þola hrottalegt ofbeldi, segir áfallateymi Landspítalans koma of seint og sé of lítil. Hann segir líka sárlega vanta aðstoð fyrir aðstandend- ur þeirra sem voru í Breiðavík og nefnir að reynsla hans hafi reynst fjölskyldu og systkinum hans þung- bær. Nokkuð umræða hefur spunnist um áfallahjálp fyrir þá sem lentu í Breiðavík. Áfallateymi Landspítal- ans hefur verið gagnrýnt nokkuð fyrir þá hjálp sem þeir bjóða upp á. Víglundur Víglundsson sem dvaldi í Breiðavík segir aðstoð vanta fyr- ir aðstandendur þeirra sem dvöldu þar. Hann segist einnig hafa búist við því að þeim yrði boðin aðstoð en þeir þurfa að sækja sér hana. Hann gagnrýnir þó ekki átakið en segir aðstoðina samt of litla og koma of seint. „Það er erfitt að lýsa því hvernig mér líður,“ segir Víglundur Víglunds- son sem dvaldi í Breiðavík sem barn en hann þurfti að þola hryllilegar barsmíðar að hálfu forstöðumanns- ins, Þórhalls Hálfdánarsonar. Sjálf- ur er Víglundur að takast á við um- ræðuna eftir að hún komst í hámæli Víglundur Víglundsson segir áfallaað- stoð Landspítalans koma of seint og vera of litla. Hann vill að aðstandendur fái einnig faglega aðstoð út af málinu. Við erum fangar sem fengum frelsi eftir umfjöllun DV í byrjun febrú- ar. Hann segist ekki hafa borið sig eftir neinni hjálp enn sem kom- ið er en játar að eiginkonan hans hafi þrýst á hann að leitar sér að- stoðar. Víglundur segist hafa farið í hópvinnu innan þjóðkirkjunnar. Hann segir það hafa verið hjálp- legt og býst við að fara á annan fund. Hann játar að málið hafi lagst þungt á þá sem eru í kring- um hann. Víglundur segir að það væri ekki úr vegi að útvega að- standendum einnig hjálp enda málið þeirra harmur einnig. Ekki betra ástand „Í mínu tilfelli er ástandið ekki betra,“ segir Víglundur þeg- ar hann er spurður hvort eitthvað hafi breyst hjá honum sjálfum eftir umfjöllunina um Breiðavík. Hann segist afar glaður yfir að málið hafi komið upp enda ekki auðvelt að þaga í á fjórða tug ára. Hann segist ekki hafa sagt upp- komnum syni sínum frá reynslu sinni fyrr en eftir að hann fór í viðtal hjá Kastljósinu.Hann segir umfjöllunina alla hafa tekið mik- ið þrek frá honum og þá sem í kringum hann eru. Hann líkir til- finningunni við sár sem er kropp- að úr og svo hættir ekki að blæða. Líkingin er ekki fögur, en það er tilfinningin ekki heldur. Þá hef- ur harmur Víglundar einnig haft áhrif á systur hans. Þær rifjuðu upp sárar minningar eftir að máið kom upp. Þeirra kvöl er engu minni en Víglundar að hans sögn. Hann vill að aðstandendum bjóð- ist einhver hjálp. Ekki boðin aðstoð „Ef ég á að segja eins og er, þá bjóst ég við því að okkur yrði boð- in aðstoð, ekki að við þyrftum að sækja hana,“ segir Víglundur sem er dálítið vonsvikin vegna áfalla- teymis sem er í boði fyrir þá sem voru í Breiðavík. Hann segir að full langur tími hafi liðið. Líkir hann áfallahjálpinni við þá sem lenda í snjóflóði. Það er lítið hægt að gera ef þeim er hjálpað mánuði síðar, skaðinn er skeður. Hann segist stefna á að sækja frekari hjálp hjá kirkjunni en það hafi gert honum gott. Hann segir harminn sem hann beri í brjósti sínu sé eins og poki sem hann þori ekki að opna. Hann segist vilja leysa frá skjóð- unni en sé þó tvístígandi. Vill menntun Nokkuð hefur verið rætt í fjöl- miðlum og á torgum borgarinnar um hugsanlegar skaðabætur fyrir fórnalömb Breiðavíkur. Víglundi hugnast það ekki og segir „Ég þigg ekki fimmeyring frá ríkinu.“ Hann segist ekki vilja peninga fyrir það helvíti sem á hann var lagt enda græða þeir enginn sár. Hann segir mestu vonbrigiðin vera það menntaleysi sem Breiða- víkurstrákarnir urðu fyrir. Kennsla var ómarkviss í vistinni og í raun til málamynda. Þegar piltarnir kláruðu refsivistina þá voru þeir ekki skólum hæfir því þeir höfðu misst of mikið úr námi. „Ég vil frekar fá aðstoð til þess að mennta mig, það hefur alltaf lagst þungt á mig að hafa enga menntun,“ segir Víglundur en hann lætur ekki deigan síga. Hann er í kvöldskóla og segir námið stórskemmtilegt. Honum hefur gengið vel að eigin sögn og hlær þegar hann segist vera elsti maðurinn í herberginu, og þar er kennarinn meðtalinn. Fangar sem fá frelsi Aðstæður Breiðavíkurbarn- anna er sérstæð að mörgu leyti. Þeir eiga sér hinsvegar hliðstæðu enda kom svipað mál upp í Nor- egi. Eftir að umræðan komst í hámæli þar kom í ljós að nokkrir menn sviptu sig lífi. Því er ljóst að hætturnar eru miklar fái Breiða- víkurstrákarnir ekki aðstoð. „Við erum fangar sem fengu frelsi,“ segir Víglundur og segir það sennilega ekkert ósvipað að koma úr refisvist á Litla-Hrauni og að opna sig vegna Breiðavík- urmálsins. Nú þurfi þeir að tak- ast á við samfélagið á breyttum forsendum því þögnin er ekki lengur hluti af þeirra lífi. Sjálfur segist Víglundur reyna að lifa líf- inu með ró eftir allt saman. Hann vinnur sem lagerstjóri og stundar skóla á kvöldin. Hann hefur unun af náminu, en það sé krefjandi bæði vegna þess að hann er í fullri vinnu, svo er hann er rifja upp þá litlu menntun sem hann hlaut á Breiðavík. Sem því miður reynd- ist vera hans eina nesti út í lífið. Hann segir það ekki ofsögum sagt að Breiðavík hafi svipt þá öllum tækifærum áður en líf þeirra hófst fyrir alvöru. Valur grEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Breiðuvíkur- börnin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.