Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 16
föstudagur 9. mars 200716 Fréttir DV Sálin var froSin Umfjöllun DV af upplifun barna sem dvöldu á barna- heimilum ríkisins fyrr á árum og nú eru til rann- sóknar, hafa velt við mörgum steinum. Fyrir nokkru var rætt við tvo drengi sem upplifðu dvöl sína austur á Kumbaravogi á gjörólíkan hátt. Í síðustu viku fundu tvær systur síðasta púslið í lífi látins bróður síns sem dvalið hafði á Kumbaravogi. Jóhanna Agn- arsdóttir hefur aldrei séð eyri af arfi eftir afa sinn. Allt virðist gert til að sannfæra blaða- menn DV um að við séum að fara með rangt mál varðandi Kumbara- vog. Hótanir og viðvaranir berast og um helgina stendur til að halda fund austur á Stokkseyri, þar sem undir- rita á skjal þess efnis að vel hafi verið búið að börnunum á Kumbaravogi. Jóhanna Agnarsdóttir ætlaði ekki að segja sína sögu. Það hafði hún reynt að gera áður og verið stöðvuð. „Þá var mér mútað með pening- um að þegja og þegar ég þverneitaði því var mér hótað. Mér er ekki stætt á því að þegja lengur,“ segir hún þeg- ar hún kemur á ritstjórn DV. Hún er glæsileg kona, og yfirvegað fas henn- ar ber þess merki að hún er ekki hing- að komin án undirbúnings. „Það er svo margt sem reynt er að hylma yfir þessa dagana að ég vel að segja mína sögu. Ég veit ekki hvern- ig aðrir upplifðu árin sín á Kumbara- vogi, en ég upplifði þau á sama hátt og Elvar Jakobsson sem sagði sína sögu í blaðinu fyrstur allra.“ Æskuárum sínum eyddi Jóhanna á Kumbaravogi ásamt bróður sínum. Þangað kom hún sjö ára að aldri og dvaldi þar í tíu ár. „Kumbaravogur var uppeldis- heimili fyrir börn sem ekki gátu alist upp hjá foreldrum sínum vegna erf- iðleika á heimilinu. Í mínu tilviki var ég send þangað vegna alkóhól- isma foreldra minna. Þegar ég lít yfir farinn veg og hugsa um árin mín á Kumbaravogi fyllist ég sorg.“ Hún dregur fram þrjár myndir: Ein er af lítilli stúlku sem geislar af gleði. Önnur sýnir daufa, níu ára stúlku og sú þriðja vansælan ungling. „Barnæska mín einkenndist ekki af gleði og vellíðan saklauss barns,“ segir hún. „Sérðu myndina af mér sem var tekin þegar ég var enn hjá foreldrum mínum – þar geisla ég af gleði. Hinar myndirnar sýna og sanna óhamingjuna sem bjó innra með mér.“ Hvert einasta handtak unnið af börnum Hún segist hafa unnið eins og þræll á Kumbaravogi. Vinnuskyldan hafi byrjað nokkrum vikum eftir að hún kom þangað. „Aginn var mikill og strangur. Við unnum alla daga nema laugar- daga frá klukkan átta á morgnana til sex síðdegis og eina hléið sem gert var þessa tíu klukkutíma var matar- og kaffihlé. Ástæðan fyrir því að við fengum frí á laugardögum var sú að uppeldisforeldrar mínir Hanna og Kristján voru í sértrúarsöfnuði sem nefnist aðventistar og í þeirri trú má ekki vinna á laugardögum. Þess í stað voru haldnar samkomur og mikið lagt upp úr því að kenna okkur sem mest um kristindóminn og að við tileinkuðum okkur boðskap Biblí- unnar. Eins og komið hefur fram í fyrri viðtölum hér í DV var stórtæk atvinnustarfsemi rekin á Kumbara- vogi; hænsnarækt, grænmetisræktun og verksmiðja, þar sem framleiddar voru heyyfirbreiðslur og kartöflupok- ar. Hvert einasta handtak sem þurfti til að knýja alla þessa starfsemi var alfarið unnið af okkur börnunum og afurðirnar seldar. Innanhúsverk voru einnig á okkar vinnuplani. Þau tíu ár sem ég var þarna vorum við að jafn- aði sextán börn á heimilinu. Það var ekki gert ráð fyrir því að tími væri af- lögu til leikja; vinnan gekk fyrir öllu.“ Skólaganga barnanna á Kumb- aravogi fór fram á Stokkseyri. Þar eignaðist Jóhanna hins vegar enga vini. „Við máttum ekki umgangast skólasystkinin úr barnaskólanum utan skólatíma, okkur var bannað það. Af þeim sökum vorum við félags- lega einangruð, en það var aldrei út- skýrt fyrir okkur hvers vegna við mátt- um ekki eignast vini úr þorpinu.“ Aldrei tími til að leika sér Jóhanna segist alltaf hafa ver- ið sannfærð um að þeim Hönnu og Kristjáni hafi ekki þótt vænt um börn- in á heimilinu, þótt aðrir sem hafa haft samband við okkur segi annað. „Ég var alveg með það á hreinu að uppeldisforeldrum mínum þætti ekkert vænt um okkur,“ segir hún. „Okkur var skipað að vinna og vinna og við fengum engin laun fyrir. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við vorum eitt sinn send í Þykkvabæinn að taka upp kartöflur, ásamt fleiri börnum. Þeir krakkar fengu laun en ekki við Kumbaravogsbörnin. „Hvað er eiginlega að þeim?“ hugsaði ég oft. Af hverju láta þau okkur vinna svona mikið og leyfa okkur ekki að leika okkur? Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið mig langaði að leika mér með dúkkurnar mínar og fína dótið sem ég fékk í jólagjafir en það var aldrei tími fyrir það.“ Jóhanna segir að á fullorðinsár- unum hafi hún gert sér grein fyr- ir hversu auðvelt það hafi verið að bindast ekki börnunum sem tekin voru í fóstur. “Við þessar aðstæður, að við vor- um niðursokkin í vinnu, voru kjör- skilyrði fyrir fjarlægð á okkur. Tilfinn- inganánd var ekki til staðar og við máttum burðast ein með alla okkar sálarangist...“ Sálin var frosin En nú segir ein manneskja sem hefur haft samband við okkur að hjónunum hafi þótt mjög vænt um ykkur. „Já, er það?“ segir hún og bros- ir. „Hvernig stendur þá á því að aldrei, aldrei nokkurn tíma var spurt: „Hvernig líður þér?“ Ég var þarna í tíu ár og veit hvað ég er að segja. Okk- ur var hlýtt undir sænginni okkar, en sálin alveg frosin. Við börnin þarna höfðum öll upplifað eitt og annað sem engu barni er hollt að upplifa. Við áttum engan talsmann og þau hjónin margbúin að tyggja það inn í hausinn á okkur að foreldrar okk- ar væru einskis nýtt pakk sem vildu ekkert með okkur hafa. Hvernig held- urðu að það sé að heyra fólk sem á að ala þig upp segja þér að foreldrum þínum sé alls ekki treystandi, þau séu aumingjar og rónar? Er hægt að særa börn meira en að tala þannig um for- eldra þeirra? Glaðværð og hlátur var ekki til í þessu húsi, barnsleg gleði okkar ekki til, löngu búið að drepa hana niður. Ég hef heyrt þá skýringu að hjónin hafi fundið hjá sér afar sterka hvöt til að taka að sér börn sem áttu um sárt að binda og ekki höfðu gæfu til að vera hjá sínum foreldr- um.En hver heilvita manneskja get- ur sagt sér það sjálf og það þarf ekki menntun til, að jafnábyrgðarmiklu og krefjandi hlutverki og að taka að sér barn, ala það upp af kærleika og ganga því í foreldrastað, er eitthvað sem vefst fyrir mörgum. En ekki þeim hjónum, þau víluðu ekki fyrir sér að taka að sér fjórtán börn! Hvað varð um kærleikann, umhyggjusem- ina og ábyrgðina? Var þeirra skiln- ingur á börnum sem koma frá brotn- um heimilum svo skyni skroppinn að þau í einlægni trúðu því að með því að láta okkur vinna og vinna liði okk- ur alveg súpervel?“ spyr hún svolítið háðslega. „Eftir því sem árin líða og skilningurinn vex er dýpra kafað. Þá dökknar myndin af bernskuárunum og það er kominn verulega falskur tónn í óðinn um hjónin sem sáu sig knúin til að bjarga veslings börnun- um frá þessum ábyrgðarlausu for- eldrum.“ Skyldug að fara inn til barnaníð- ingsins Það er ekki nóg með að hingað á ritstjórnina rigni inn símtölum sem staðfesta fyrri frásagnir blaðsins; um- mæli um meintan barnaníðing koma úr öllum áttum. Þekkir þú til þessa manns sem um ræðir? „Já, og til staðfestingar á ummæl- um þeim er þegar hafa komið fram varðandi persónu þá sem beitti upp- eldisbræður mína kynferðislegu of- beldi, varð ég einnig fyrir kynferð- islegri áreitni af hans hálfu,” segir hún. “Ég er stúlkan sem Elvar sagði frá í viðtalinu að hefði gert hjónun- um viðvart. Ég hafði fylgst með því að börnin voru kölluð eitt og eitt í einu inn á skrifstofu og það undarlega var að aldrei slíku vant þá máttum við standa upp frá okkar verki til að fara inn til hans. Við urðum að fara inn til hans, það var skipun. Síst skildi ég í því hvers vegna uppeldisfaðir minn eftirlét honum skrifstofuna sína. Þegar ég var kölluð inn til hans sá ég kassa á skrifborðinu með sælgæti í. Hann bauð mér sæti í skrifborðs- stólnum, ég settist og hann stóð fyr- ir aftan stólinn. Það næsta sem ger- ist er að hann káfar á brjóstunum á mér. Ég stökk upp úr stólnum og þaut AnnA KriStine blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is Á leið út í lífið „Þessi mynd var tekin árið sem ég fór af Kumbaravogi - og sálar- ástandið hefur greinilega ekkert breyst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.