Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Side 17
DV Fréttir föstudagur 9. mars 2007 17 Sálin var froSin hljóðandi fram að leita að uppeldis- móður minni, fann hana í þvottahús- inu og sagði henni hvað hafði gerst. Hún brást ákveðið við þessu og rak manninn á dyr. Sumarið eftir var ég í vinnu á Sólheimum í Grímsnesi og er ég kem eitt sinn heim í helgarleyfi er maðurinn búinn að hreiðra um sig aftur á skrifstofunni, með sælgætis- kassann á borðinu.“ Lögerfingjar vellauðugs afa Afi Jóhönnu Karl Johann Svend- sen var stofnandi skipasmíðastöðvar í Neskaupstað, vellauðugur maður. Eini erfingi hans var faðir Jóhönnu. „Undrun mín var mikil þegar pabbi hringdi í mig nokkrum árum eftir að ég losnaði af Kumbaravogi og sagði mér að ég og systkini mín ættum arf eftir afa okkar. Þegar ég spurði hvernig það mætti vera sagði hann mér að uppeldisforeldrar mín- ir hefðu komið að máli við sig daginn eftir að afi dó og haft með sér arfsafs- al, sem þau báðu pabba að undirrita. Þau bentu honum á að gerði hann það ekki, myndi ríkið hirða arfinn upp í ógreidd meðlög sem þau sögðu að pabbi skuldaði með okkur. Pabbi undirritaði skjalið, enda fárveikur alkóhólisti, sem vissi ekki betur. Ég hafði samband við Kristján og spurð- ist fyrir um arfinn, en hann sagði mér að því miður hefði ekki verið neinn arfur þar sem pabbi hefði verið bú- inn að drekka eigur afa allar út og það væri vafamál hvort það væru til pen- ingar fyrir útför afa. Pabbi sagði mér að þetta væri alls ekki rétt og benti mér á að panta fund hjá lögfræð- ingnum sem Kristján réð til að skipta búinu. Á fundinum voru ásamt mér, Kristján og sonur hans Halldór Jón. Lögfræðingurinn sýndi mér pappí- ra og eftir að hafa skoðað þá sá ég að ekki var neitt í dánarbúinu. Ég veit það núna að þessir pappírar hafa verið sérútbúnir fyrir þennan fund með röngum upplýsingum.“ Hvað varð um arfinn? Nokkrum árum síðar lést Agnar, faðir Jóhönnu. Þegar Jóhanna mætti til sýslumanns til að ganga frá dánar- búi hans, runnu á hana tvær grímur. „Þá fór ég að velta fyrir mér hvern- ig á því stæði að við hefðum aldrei verið látin undirrita neitt í sambandi við dánarbú afa. Ég leitaði til lögfræð- ings og þá kom í ljós að við hefðum aldrei fengið neina erfðafjárskýrslu eftir afa. Ég hafði ekki hugmynd um hvað „erfðafjárskýrsla“ væri og vissi ekkert um erfðamál.“ En erfðafjárskýrsluna eftir afa sinn fékk hún í hendur. „Þá sá ég svart á hvítu að afi hafði látið eftir sig umtalsverða fjárhæð. Ennþá trúði ég á Kristján á Kumbara- vogi, hringdi í hann og bað hann að grennslast fyrir um það hjá lögfræð- ingnum hvað hefði orðið um arfinn okkar. Ég heyrði ekkert frá Kristjáni eftir það.“ Þegar engin svör bárust kom Jó- hanna þeim skilaboðum til Kristj- áns að hún hygðist sækja málið fyrir dómstólum og gaf honum nokkurra daga frest til að afgreiða málið. „Hann lét ekkert í sér heyra,“ seg- ir hún og þagnar stutta stund. „Ég stóð við mitt og við tóku nokkurra ára málaferli. Málið var fyrst tekið fyrir hjá Héraðsdómi Austurlands, enda hafði afi alltaf verið búsettur í Nes- kaupstað, þaðan fór það fyrir Hæsta- rétt sem vísaði því „heim í hérað“, til Héraðsdóms Suðurlands. Kristj- án hélt því fram að lögfræðingurinn hefði tekið arfinn, lögfræðingurinn hélt því fram að Kristján hefði hirt arfinn, enda hefði Kristján verið fjár- haldsmaður okkar. Ég vissi ekki þeg- ar afi dó hversu sterkefnaður hann hafði verið, en það vissi Kristján hins vegar.“ Góður, guðhræddur maður Hún segir að Kristján hafi gefið sér þá útskýringu í upphafi að hann hafi ætlað að gera þeim systkinunum greiða með því að láta föður þeirra afsala sér erfðaréttinum. „Kristján óð inn í málin, án þess að spyrja okkur nokkurs, réði lög- fræðing í skiptin og lét þar að auki senda til sín persónulega muni úr dánarbúinu. Þeirra á meðal voru skartgripir og önnur verðmæti, sem enn hafa ekki ratað í okkar hendur. Vert er að vekja athygli á því að þegar afi dó var ég orðin lögráða, en í erfða- fjárskýrslunni er ég skráð ári yngri en ég var - semsagt ekki lögráða sam- kvæmt henni. Kristján tók þarna við fjármunum úr dánarbúinu, leysir út verðbréf og annað. Hann lét hrein- lega eins og hann væri erfinginn að þessu öllu. Það að hann gekk ekki strax í það að athuga með fjármunina þegar ég hafði loksins fengið erfðafjá- skýrsluna segir mér að hann var pott- urinn og pannan í þessu öllu sam- an,og ætlaði sér aldrei að láta okkur hafa krónu af okkar eigin arfi.Hvernig getur maður verið svo illa innrættur að láta sín eigin uppeldisbörn standa í margra ára málaferlum?“ spyr hún og í fyrsta sinn í viðtalinu örlar á reiði hjá Jóhönnu. „Það er nú meiri vænt- umþykjan sem kom fram hjá þessum manni, sem reynir nú að leika þenn- an góða, guðhrædda mann sem allt gott vill gera! Enn er spurt: Hvar eru milljón- irnar? Jóhanna er síður en svo á því að láta deigan síga, þótt hún hafi þurft að gera hlé á málaferlunum, þegar hún hafði hvorki fjáhagslegt bolmagn né andlegt þrek til að berjast meira. „Ég er ekkert hætt,“ segir hún ákveðið. „Hver einasta manneskja með siðferðiskenndina í lagi væri fyrir mörgum árum búin að sjá sóma sinn í því að ganga frá þessu máli. Ég veit í dag að þau hjónin lugu því að pabba að hann væri meðlags- skyldur. Við vorum dæmd af for- eldrum okkar og pabbi skuldaði því engin meðlög með okkur. Hvernig átti pabba að óra fyrir því að þess- ar guðhræddu persónur sem sátu á mótu honum væru að ljúga að hon- um til að fá hann til að afsala sér erfðarétti svo þau gætu sjálf sölsað undir sig dánarbúið? Það hvarlaði ekki eitt andartak að honum að vé- fengja orð þeirra. Afi minn Karl Jo- hann Svendsen var stofnandi skipa- smíðastöðvar á Neskaupstað,hann átti hlutabréf í fjölmörgum fyr- irtækjum, verðbréf og innistæð- ur í banka er hann lést og pabbi var einkasonur þeirra ömmu. Það var því eftir miklu að slægjast. Þau hjónin höfðu svo sannarlega und- irbúið sig vel þar sem að skjöl voru tilbúin til undirritunar daginn eftir að afi dó. Pabbi lá vel við höggi. Var að jafna sig eftir fyllerí á Hlaðgerð- arkoti þegar þau birtust þar, faðir hans nýlátinn og pabbi uppfullur af samviskubiti yfir því að hafa ekki staðið sig gagnvart börnum sínum. Hann hafði þurft að horfa á eftir þeim í hendurnar á bláókunnugu fólki sem nú var mætt þarna til þess eins að gera enn betur við börnin hans! Meðan á málaferlunum stóð lét ég reikna út hjá Seðlabankanum andvirði arfsins, sem kemur fram á erfðafjárskýrslunni, og án drátt- arvaxta nemur sú fjárhæð ríflega 30 milljónum. Í niðurstöðu Hér- aðsdóms Suðurlands segir í dóms- orði að okkur erfingjunum beri að sanna það hver leysti út fjármuni afa. Þess ber að geta að liðin voru rúm tuttugu ár frá andláti afa þeg- ar þessi dómur lá fyrir, ég búin að standa í margra ára málaferlum og ekki hvarflaði að Kristjáni þegar þessi niðurstaða lá fyrir að aðstoða mig. Hvers vegna ekki?” spyr hún og leggur fram afrit af dómi Hér- aðsdóms Suðurlands frá 5. nóvem- ber 2001. “Hér kemur til dæmis fram að í málinu lá frammi ljósrit hluta- bréfs í Iðnaðarbanka Íslands á nafni afa, c/o Sigurður Georgsson, sem var lögmaður Kristjáns. Hér stendur líka að Sigurður Georgsson hafi í nokk- ur ár fengið sendar arðgreiðslur af bréfi þessu. Ég hef að sjálfsögðu kært þennan lögmann. Það er líka óum- deilt samkvæmt dómnum að Kristj- án fór þess á leit við pabba að hann afsalaði sér arfi í hendur barna sinna og að hann hafi falið lögmanninum Sigurði Georgssyni að hlutast til um skipti á dánarbúinu. Hins vegar var Kristján sýknaður af kröfum okkar og þar stóðu orð gegn orði. En ein- hvers staðar er að finna pappíra með nafni þess sem leysti út peningana af bankareikningi afa. Sú undirskrift mun finnast. Og það er alveg sama hversu mörg símtöl ykkur berast um frábært atlæti á Kumbaravogi, mín skoðun er sú að uppeldisheimil- ið, eins og það var rekið,var fyrst og fremst þaulskipulögð gróðastarf- semi.“ „Þá sá ég svart á hvítu að afi hafði látið eftir sig umtalsverða fjárhæð. Ennþá trúði ég á Kristján á Kumbaravogi, hringdi í hann og bað hann að grennslast fyrir um það hjá lögfræðingnum hvað hefði orðið um arfinn okkar. Ég heyrði ekkert frá Kristjáni eftir það.“ Hamingjusöm hjá mömmu og pabba „Hér sést hversu glatt barn ég var. myndin var tekin þegar ég var fjögurra ára,“ segir Jóhanna. Vansæl „Þarna var ég níu ára og algjörlega frosin. sængin var hlý en það var eina hlýjan sem ég upplifði á Kumbaravogi.“ HVar Er arfurinn? Jóhanna og bróðir hennar hafa tvívegis stefnt Kristjáni friðbergssyni. Í úrskurði dómsins segir að óumdeilt sé að Kristján hafi farið fram á að faðir þeirra afsalaði sér arfi í hendur barna sinna. „Hvar eru peningarnir?“ spyr Jóhanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.