Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2007, Page 19
DV Fréttir föstudagur 9. mars 2007 19 RáðheRRaR með milljón á mánuði þingmanns vega fundarhalda, ráð- stefna, námskeiða, risnu og bókaö og tímaritakaupa svo eitthvað sé nefnt. Rétt er að taka fram að þing- ið greiðir símakostnað, blaðaá- skriftir og burðargjöld af þeim pósti sem þingmenn senda af skrifstof- um sínum. Þó lýsingin gefi til kynna að um starfskostnaðargreiðslur er að ræða gefur framkvæmdin til kynna að hér sé um laun að ræða, alla vega eru greiðslurnar inntar af hendi mánaðarlega og staðgreiðsla skatta dregin af þeim. Þingmenn geta svo framvísað kvittunum fyrir starfs- kostnaði til að lækka skattgreiðsl- urnar. Þingmaður með starfskostn- að upp á til að mynda 23 þúsund krónur á mánuði gæti því þegið 40 þúsund krónur af starfskostnaðin- um sem hrein laun. Rétt er að taka fram að þingmenn geta valið að fá ekki mánaðarlegar starfsgreiðslur heldur einungis endurgreidda þá reikninga sem þeir leggja fram. Milljón á mánuði Ráðherrar eru tekjuhæstu þing- mennirnir. Ráðherralaun þeirra eru 929 þúsund krónur á mánuði nema hvað forsætisráðherra fær eina milljón og þrjátíu þúsund krónum betur. Forseti Alþingis nýtur svo sömu kjara og ráðherrar. Rétt eins og með þingmenn- ina segja ráðherralaunin ekki alla söguna. Allir ráðherrar fá 63 þús- und krónur á mánuði vegna starfs- kostnaðar frá Alþingi og ráðherr- ar af landsbyggðinni fá 86 þúsund króna húsnæðis- og dvalarstyrk. Ólíkt þingmönnum fá ráðherrar ekki ferðagreiðslur frá þinginu. Þeir fá hins vegar bíl og bílstjóra auk þess sem ráðuneytið greiðir fyrir ferðir þeirra. Ráðherrar fá svo ríf- legri dagpeninga en þingmenn. 145 prósenta hækkun Laun ráðherra og þingmanna hafa hækkað um 145 prósent frá í júlí 1997. Þá er miðað við tekj- ur þeirra eftir launahækkun sem þeir fengu þetta árið. Eftir hækkun nam þingfararkaupið 212 þúsund krónum en hefur hækkað um 306 þúsund krónur síðan þá og nemur nú 518 þúsund krónum. Ráðherr- ar fengu 380 þúsund krónur í ráð- herralaun eftir hækkunina 1997 en hafa síðan hækkað um 549 þúsund krónur og fá nú 929 þúsund krón- ur. Forsætisráðherra hefur hækkað mest í krónum talið, um rúmar 600 þúsund krónur. 1997 fékk forsætis- ráðherra 418 þúsund krónur en fær nú 1.030 þúsund krónur. Á sama tíma og laun ráðherra og þingmanna hafa hækkað um 145 prósent hefur launavísitalan hækkað um 97 prósent. Verðbólgan á sama tíma hljóðar upp á 48 pró- sent. Nær tíföld hækkun Í kjarasamningum síðustu ára hefur mikið verið rætt um að hækka lægstu laun. Ef við berum saman launaþróun þingmanna og ráðherra kemur í ljós að þeir hafa hækkað talsvert umfram þá launa- lægstu. Eftir kjarasamninga 1997 námu lægstu taxtar samkvæmt kjara- samningum Alþýðusambands Ís- lands 61 þúsund krónum. Ári síð- ar tóku gildi ákvæði kjarasamnings um lágmarkslaun og í dag nema þau 125 þúsund krónur. Hækkun- in er 64 þúsund krónur á tíu árum eða 105 prósent. Eins og að ofan má sjá hafa þingfararkaup og ráð- herralaun hækkað um 145 prósent. Því má segja að ráðherrar og þing- menn hafi fengið þriggja prósenta hækkun fyrir hver tvö prósent sem þeir lægst launuðu hafa fengið. Rétt er að taka fram að hér er aðeins rætt um þingmenn. Yfirborganir sem fólk á lægstu laununum kann að fá eru undanskildar en sömu sögu er að segja um fastar yfirborganir þingmanna og ráðherra. Ef litið er til krónutöluhækk- unar kemur í ljós að munurinn er enn meiri. Þingmenn hafa hækk- að um rúmar 300 þúsund krónur, nær fimmfalt meira en lægstu laun. Ráðherrar hafa hækkað um 549 þúsund krónur hátt í nífalt hærra en lægstu laun. Laun forsætisráð- herra hafa svo hækkað um 612 þús- und krónur hátt í tífalt meira en lægstu laun. Alþingi við Austurvöll Laun þingmanna og ráðherra við austurvöll nema á bilinu 625 þúsund til 1.100 þúsund krónur á mánuði. Þingfararkaup og ráðherralaun hafa hækkað 50 prósent meira en lægstu laun frá árinu 1997. Þingfararkaup 517.639 Starfskostnaður 63.090 Ferðakostnaður 58.580 Húsnæðis- og dvalarkostnaður 86.000 Formaður stjórnmálaflokks 258.820 Samtals 984.329 Þingfararkaup 517.639 Starfskostnaður 63.090 Ferðakostnaður 58.580 Húsnæðis- og dvalarkostnaður 86.000 Formaður Þingnefndar 77.645 Samtals 803.154 Þingfararkaup 517.639 Starfskostnaður 63.090 Ferðakostnaður 45.220 Formaður Þingnefndar 77.645 Samtals 703.594 Þingfararkaup 517.639 Starfskostnaður 63.090 Ferðakostnaður 45.220 Samtals 625.949 Starfskostnaður 63.090Starfskostnaður 63.090 Starfskostnaður 63.090 Samtals 992.085 Samtals 1.078.285Samtals 1.103.023 Ráðherralaun 928.995Ráðherralaun 928.995Ráðherralaun 1.029.933 Húsnæðis- og dvalarkostnaður 86.200 Formaður stjórnmálaflokks steingrímur J. sigfússon Formaður þingnefndar Birkir Jón Jónsson Formaður þingnefndar Bjarni Benediktsson Óbreyttur þingmaður Ásta ragnheiður Jóhannesdóttir laun nokkurra þingmanna Ráðherra af höfuðborgarsvæðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landsbyggðarráðherra Valgerður sverrisdóttir Forsætisráðherra geir H. Haarde Súlurnar sýna þær greiðslur sem þingmennirnir eiga rétt á að fá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.